Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 07:03 Caitlin Clark og Sir Charles Barkley. Hann hrósar henni og skilur ekki í allri neikvæðninni. Getty/Sam Hodde/Mitchell Layton NBA goðsögnin Sir Charles Barkley er allt annað en hrifinn af meðferðinni á nýliðanum Caitlin Clark í umfjöllun kvenna um WNBA deildina í Bandaríkjunum. Clark á mikinn þátt í auknum áhuga á kvennakörfunni í Bandaríkjunum enda falla met allt í kringum hana. Þá erum við að tala um met tengdum áhuga, áhorfi og sölu varnings. Komnar inn í úrslitakeppnina Clark sjálf er síðan að setja hvert metið á fætur öðru inn í vellinum og lið hennar er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Eftir mjög erfiða byrjun þá tókst Indiana Fever að snúa við blaðinu og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og 16 af síðustu 24 leikjum sínum. Caitlin hefur verið valin leikmaður vikunnar undanfarnar tvær vikur. Þrátt fyrir þetta og 18,7 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik þá tekur Barkley eftir því að fyrrum leikmenn og margir sérfræðingar í WNBA tala Clark niður við hvert tækifæri. Hefðu ekki getað klúðrað þessu meira „Ég er aðdáandi WNBA deildarinnar en þessar konur hefðu ekki getað klúðrað þessu meira þótt að þær hefðu reynt að gera það,“ sagði Sir Charles Barkley í viðtali í hlaðvarpsþætti Bill Simmons. „Fólk trúir því sem það heyrir okkur segja í sjónvarpinu. Bara af því að fólki líkar ekki við þig eða við þinn persónuleika þá finnst því bara í lagi að tala illa um þig. Það er bara algjört rugl,“ sagði Barkley. Þessi stelpa er ótrúleg „Þessi stelpa er ótrúleg. Hvernig hún hefur náð í alla þessa athygli og fengið öll þessi augu til að fylgjast með háskólakörfunni og WNBA. Það að þessar konur skuli verða svona smásálarlegar og öfundsjúkar er óskiljanlegt,“ sagði Barkley. „Þú segir við sjálfan þig: Hvað er eiginlega í gangi hérna? Það sem ég elska líka við hana er að hún segir aldrei neitt. Þrátt fyrir að þessa konur, sem ég elska og virði sem leikmenn, hafi ekkert getað klúðrað þessu meira. Það hefur verið svo rosaleg neikvæðni í gangi,“ sagði Barkley. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) WNBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Clark á mikinn þátt í auknum áhuga á kvennakörfunni í Bandaríkjunum enda falla met allt í kringum hana. Þá erum við að tala um met tengdum áhuga, áhorfi og sölu varnings. Komnar inn í úrslitakeppnina Clark sjálf er síðan að setja hvert metið á fætur öðru inn í vellinum og lið hennar er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Eftir mjög erfiða byrjun þá tókst Indiana Fever að snúa við blaðinu og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og 16 af síðustu 24 leikjum sínum. Caitlin hefur verið valin leikmaður vikunnar undanfarnar tvær vikur. Þrátt fyrir þetta og 18,7 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik þá tekur Barkley eftir því að fyrrum leikmenn og margir sérfræðingar í WNBA tala Clark niður við hvert tækifæri. Hefðu ekki getað klúðrað þessu meira „Ég er aðdáandi WNBA deildarinnar en þessar konur hefðu ekki getað klúðrað þessu meira þótt að þær hefðu reynt að gera það,“ sagði Sir Charles Barkley í viðtali í hlaðvarpsþætti Bill Simmons. „Fólk trúir því sem það heyrir okkur segja í sjónvarpinu. Bara af því að fólki líkar ekki við þig eða við þinn persónuleika þá finnst því bara í lagi að tala illa um þig. Það er bara algjört rugl,“ sagði Barkley. Þessi stelpa er ótrúleg „Þessi stelpa er ótrúleg. Hvernig hún hefur náð í alla þessa athygli og fengið öll þessi augu til að fylgjast með háskólakörfunni og WNBA. Það að þessar konur skuli verða svona smásálarlegar og öfundsjúkar er óskiljanlegt,“ sagði Barkley. „Þú segir við sjálfan þig: Hvað er eiginlega í gangi hérna? Það sem ég elska líka við hana er að hún segir aldrei neitt. Þrátt fyrir að þessa konur, sem ég elska og virði sem leikmenn, hafi ekkert getað klúðrað þessu meira. Það hefur verið svo rosaleg neikvæðni í gangi,“ sagði Barkley. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
WNBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira