Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Þróttur 1-1 | Eitt stig á hvort lið í fremur rólegum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 20. september 2024 19:52 vísir/Anton Víkingur og Þróttur skildu jöfn 1-1 þegar liðin áttust við í keppni sex efstu liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta á Heimavelli hamingjunnar í kvöld. Fyrri hálfleikur var fremur bragðdaufur en Linda Líf Boama, sóknarmaður Víkings, komst næst því að brjóta ísinn fyrir heimakonur en skot hennar í fínu færi fór framhjá. Staðan var markalaus í hálfleik en Víkingur kom af meiri krafti inn í seinni hálfleikinn og uppskáru um miðjan hálfleikinn. Emma Steinsen Jónsdóttir átti þá góða fyrirgjöf frá hægri og Hulda Ösp Ágústsdóttir kom sér framhjá Maríu Evu Eyjólfsdóttur af harðfylgi og setti boltann í netið. Ólafur Helgi Kristjánsson setti þá hina 16 ára gömlu Þórdísi Nönnu Ágústsdóttur inná völlinn. Þórdís Nanna jafnaði metin með öðru marki sínu í jafn mörgum leikjum en hún skoraði í tapinu gegn Breiðabliki í síðustu umferð deildarinnar. Þórdís Nanna hefur nú skorað tvö mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum í meistaraflokki, aldeilis góð byrjun. Skömmu fyrir leikslok var Þórdís Nanna svo hársbreidd frá því að tryggja Þrótti stigin þrjú en þá brást henni bogalistin eftir að hafa sloppið ein í gegnum vörn Víkings. Þar við sat og niðurstaðan heilt yfir sanngjarnt jafntefli í leik sem byrjaði rólega en var svo fjörugri eftir því sem leið á. Víkingur situr í fjórða sæti deildarinnar með 33 stig líkt og Þór/KA sem er sæti ofar þar sem liðið hefur betri markatölu. Þróttur er hins vegar í fimmta sæti með 25 stig en FH er sæti neðar með sama stigafjölda og Þróttur. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni en Víkingur á eftir að mæta Val og Þór/KA en Víkingur leikur við Þór/KA og FH. John Andrews, þjálfari Víkings.Vísir/Diego John Andrews: Allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik „Við vorum ofboðslega lélegar í fyrri hálfleik og fórum vel yfir hlutina í hálfleik. Við tölum tæpitungulaust um frammistöðu okkar og breyttum aðeins til í taktíkinni. Það var allt annað að sjá okkur í seinni hálfeik og stelpurnar voru magnaðar í þeim seinni,“ sagði John Henry Andrews, þjálfari Víkings. „Við fengum klárlega nóg af færum til þess að gera út um leikinn og markið sem við fengum á okkur var slysalegt. Við hefðum átt þrjú stig skilin að mínu mati en svona er bara fótboltinn. Það er heilmargt sem við getum tekið með okkur í síðustu tvo leikina,“ sagði John enn fremur. „Við þurfum að spila eins og við gerðum í seinni hálfleik ef við ætlum að fá eitthvað út úr leiknum við Val. Það þarf að vera sú orka til staðar sem var í leik okkar í seinni hálfleik og spilamennskan að vera eins og við getum best,“ sagði hann um framhaldið. Ólafur Helgi: Settum enga aðra pressu á Þórdísi en að skora „Mér fannst við eiga góða spilkafla í þessum leik og það var góður strengur á milli línanna. Við vorum hugrakkar á boltann og öflugar varnarlega á mótu öflugu sóknarliði Víkings. Við díluðum vel við sóknaraðgerðir þeirra og vorum öruggar í uppspilinu,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar. „Það var karakter að koma til baka eftir að hafa lent undir. Varamennirnir áttu góðu innkomu og komu ferskar inn á völlinn. Aftur skorar Þórdís Nanna eftir að koma inná. Við settum enga pressu á hana aðra en bara að skora. Þórdís var svo nálægt því að skora sigurmark sem hefði verið sætt,“ sagði Ólafur Helgi þar að auki. „Ungir leikmenn eru að fá mikilvægar mínútur sem er dýrmætt. Það skiptir máli að þessir ungu leikmenn séu hugrakkir og sogi í sig það sem þær geta lært af reynslumeiri leikmönnum liðsins. Þær hafa staðið sig vel þessir efnilegu leikmenn og liðið allt er að sýna heilsteyptar og góðar spilamennskur,“ sagði hann hreykinn. Ólafur Kristjánsson á hliðarlínunniVísir/Anton Brink Atvik leiksins Þórdís Nanna sýndi dugnað og elju þegar hún náði að setja Sigurborgu Kötlu Sveinbjörnsdóttur, markvörð Víkings, undir pressu. Laun erfiðsins hjá Þórdís voru mark sem skilaði liði hennar stigi. Þórdís er að nýta þau tækifæri sem hún er að fá mjög vel og framtíðin er björt hjá henni. Stjörnur og skúrkar Linda Líf var hættuleg í framlínu Víkings og Emma Steinsen skilaði góðu framlagi i hægri bakverðinum hjá heimakonum. Bæði var Emma örugg í sínum aðgerðum í varnarleiknum og átti góða spretti upp kantinn. Hulda Ösp átti einnig gott kvöld hjá Víkingsliðinu. Jelena Tinna Kujundzic var flott í hjarta varnarinnar hjá Þrótturum. Stöðvaði ófáar sóknarlotur Víkings og kom boltanum vel frá sér úr varnarlínunni. Innkoma Þórdísar Nönnu, Þóreyjar Hönnu Sigurðardóttur og Brynjar Rúnar Knudsen glöddu augað. Dómarar leiksins Ásmundur Þór Sveinsson dæmdi leikinn óaðfinnanlegan en fumlaus frammistaða hans og hundtryggra aðstoðarmanna hans skilar þeim níu í einkunni. Fyrir utan það að dæma leikinn einkar vel var Fabrizio Ravanelli lúkkið sem hann skartaði baneitrað. Stemming og umgjörð Það var róleg stemming í Fossvoginum í kvöld en mætingin var þokkaleg. Fallegt kvöld á Heimavelli hamingjunnar en kalt og stillt var á meðan á leiknum stóð. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Þróttur Reykjavík
Víkingur og Þróttur skildu jöfn 1-1 þegar liðin áttust við í keppni sex efstu liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta á Heimavelli hamingjunnar í kvöld. Fyrri hálfleikur var fremur bragðdaufur en Linda Líf Boama, sóknarmaður Víkings, komst næst því að brjóta ísinn fyrir heimakonur en skot hennar í fínu færi fór framhjá. Staðan var markalaus í hálfleik en Víkingur kom af meiri krafti inn í seinni hálfleikinn og uppskáru um miðjan hálfleikinn. Emma Steinsen Jónsdóttir átti þá góða fyrirgjöf frá hægri og Hulda Ösp Ágústsdóttir kom sér framhjá Maríu Evu Eyjólfsdóttur af harðfylgi og setti boltann í netið. Ólafur Helgi Kristjánsson setti þá hina 16 ára gömlu Þórdísi Nönnu Ágústsdóttur inná völlinn. Þórdís Nanna jafnaði metin með öðru marki sínu í jafn mörgum leikjum en hún skoraði í tapinu gegn Breiðabliki í síðustu umferð deildarinnar. Þórdís Nanna hefur nú skorað tvö mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum í meistaraflokki, aldeilis góð byrjun. Skömmu fyrir leikslok var Þórdís Nanna svo hársbreidd frá því að tryggja Þrótti stigin þrjú en þá brást henni bogalistin eftir að hafa sloppið ein í gegnum vörn Víkings. Þar við sat og niðurstaðan heilt yfir sanngjarnt jafntefli í leik sem byrjaði rólega en var svo fjörugri eftir því sem leið á. Víkingur situr í fjórða sæti deildarinnar með 33 stig líkt og Þór/KA sem er sæti ofar þar sem liðið hefur betri markatölu. Þróttur er hins vegar í fimmta sæti með 25 stig en FH er sæti neðar með sama stigafjölda og Þróttur. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni en Víkingur á eftir að mæta Val og Þór/KA en Víkingur leikur við Þór/KA og FH. John Andrews, þjálfari Víkings.Vísir/Diego John Andrews: Allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik „Við vorum ofboðslega lélegar í fyrri hálfleik og fórum vel yfir hlutina í hálfleik. Við tölum tæpitungulaust um frammistöðu okkar og breyttum aðeins til í taktíkinni. Það var allt annað að sjá okkur í seinni hálfeik og stelpurnar voru magnaðar í þeim seinni,“ sagði John Henry Andrews, þjálfari Víkings. „Við fengum klárlega nóg af færum til þess að gera út um leikinn og markið sem við fengum á okkur var slysalegt. Við hefðum átt þrjú stig skilin að mínu mati en svona er bara fótboltinn. Það er heilmargt sem við getum tekið með okkur í síðustu tvo leikina,“ sagði John enn fremur. „Við þurfum að spila eins og við gerðum í seinni hálfleik ef við ætlum að fá eitthvað út úr leiknum við Val. Það þarf að vera sú orka til staðar sem var í leik okkar í seinni hálfleik og spilamennskan að vera eins og við getum best,“ sagði hann um framhaldið. Ólafur Helgi: Settum enga aðra pressu á Þórdísi en að skora „Mér fannst við eiga góða spilkafla í þessum leik og það var góður strengur á milli línanna. Við vorum hugrakkar á boltann og öflugar varnarlega á mótu öflugu sóknarliði Víkings. Við díluðum vel við sóknaraðgerðir þeirra og vorum öruggar í uppspilinu,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar. „Það var karakter að koma til baka eftir að hafa lent undir. Varamennirnir áttu góðu innkomu og komu ferskar inn á völlinn. Aftur skorar Þórdís Nanna eftir að koma inná. Við settum enga pressu á hana aðra en bara að skora. Þórdís var svo nálægt því að skora sigurmark sem hefði verið sætt,“ sagði Ólafur Helgi þar að auki. „Ungir leikmenn eru að fá mikilvægar mínútur sem er dýrmætt. Það skiptir máli að þessir ungu leikmenn séu hugrakkir og sogi í sig það sem þær geta lært af reynslumeiri leikmönnum liðsins. Þær hafa staðið sig vel þessir efnilegu leikmenn og liðið allt er að sýna heilsteyptar og góðar spilamennskur,“ sagði hann hreykinn. Ólafur Kristjánsson á hliðarlínunniVísir/Anton Brink Atvik leiksins Þórdís Nanna sýndi dugnað og elju þegar hún náði að setja Sigurborgu Kötlu Sveinbjörnsdóttur, markvörð Víkings, undir pressu. Laun erfiðsins hjá Þórdís voru mark sem skilaði liði hennar stigi. Þórdís er að nýta þau tækifæri sem hún er að fá mjög vel og framtíðin er björt hjá henni. Stjörnur og skúrkar Linda Líf var hættuleg í framlínu Víkings og Emma Steinsen skilaði góðu framlagi i hægri bakverðinum hjá heimakonum. Bæði var Emma örugg í sínum aðgerðum í varnarleiknum og átti góða spretti upp kantinn. Hulda Ösp átti einnig gott kvöld hjá Víkingsliðinu. Jelena Tinna Kujundzic var flott í hjarta varnarinnar hjá Þrótturum. Stöðvaði ófáar sóknarlotur Víkings og kom boltanum vel frá sér úr varnarlínunni. Innkoma Þórdísar Nönnu, Þóreyjar Hönnu Sigurðardóttur og Brynjar Rúnar Knudsen glöddu augað. Dómarar leiksins Ásmundur Þór Sveinsson dæmdi leikinn óaðfinnanlegan en fumlaus frammistaða hans og hundtryggra aðstoðarmanna hans skilar þeim níu í einkunni. Fyrir utan það að dæma leikinn einkar vel var Fabrizio Ravanelli lúkkið sem hann skartaði baneitrað. Stemming og umgjörð Það var róleg stemming í Fossvoginum í kvöld en mætingin var þokkaleg. Fallegt kvöld á Heimavelli hamingjunnar en kalt og stillt var á meðan á leiknum stóð.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti