„Það verður ný og skrýtin tilfinning“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2024 09:02 Þórir Guðmundur Þorbjarnarson lék síðast með KR veturinn 2021-22. Nú snýr hann aftur sem elsti Íslendingurinn í liðinu. VÍSIR/BÁRA KR hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök í Bónusdeild karla í körfubolta. Landsliðsmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er kominn heim í Vesturbæ. Þórir er uppalinn í KR og vann með liðinu þrjá Íslandsmeistaratitla á árunum 2015 til 2017. Hann var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar síðasta árið. Eftir dvöl í háskólabolta vestanhafs og tvö tímabil í Evrópu sneri hann heim á klakann til að leika með Tindastóli síðasta vetur en í sumar hefur legið í loftinu að hann snúi heim. „Þetta er svona týpískt sumar þar sem maður veltir fyrir sér hvað maður ætli að gera. Það er ekkert launungarmál að ég er mikill KR-ingur og það var alltaf mjög líklegt að ég endaði í Vesturbænum. Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun og bara spenntur,“ segir Þórir en viðtalið vði hann má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst mikill KR-ingur“ Þórir naut sín vel fyrir norðan og kveður með söknuði. „Það var gert allt í góðu og ég óska þeim [Sauðkrækingum] alls hins besta. En ég er náttúrulega fyrst og fremst mikill KR-ingur og ólst upp hérna hinu megin við götuna, og hef alltaf verið hér að spila körfubolta. Mér líður best hér, og hlakka til að koma og taka þátt í þessum mikla uppgangi sem er að eiga sér stað núna. Sterkt lið af uppöldum KR-ingum og Jakob með mjög skýra sýn á framhaldið. Ég get ekki beðið eftir að taka þátt í því og hjálpa til.“ KR vann 1. deild karla síðasta vetur og kemur upp í Bónusdeildina ásamt ÍR. Deildin hefur sjaldan verið eins sterk. „Það er mikið af sterkum liðum í deildinni og við ætlum að sjálfsögðu að vera með í þeirri baráttu, eins og stefnan er alltaf í KR. Alveg sama þó að við séum nýliðar í ár þá vitum við fyrir hvað við stöndum og ætlum að gera alvöru atlögu að þessu,“ segir Þórir. Elsti Íslendingurinn í liðinu Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, fagnar heimkomu landsliðsmannsins. „Að fá Þóri núna er risastórt fyrir okkur, og mikilvægt. Þórir hefur sýnt það, og sýndi í fyrra með Tindastóli, að hann er mjög fjölhæfur leikmaður. Einn af betri leikmönnum í deildinni. Þetta er klárlega stórt og mun hjálpa okkur mikið,“ segir Jakob. Þórir verður þá í heldur frábrugðnu hlutverki frá því hann var síðast hjá um skamma hríð árið 2021. „Ég er líklegast elsti Íslendingurinn í liðinu, eins og staðan er núna. Það verður ný og skrýtin tilfinning. En ég tek því ábyrgðarhlutverki og ætla að gera mitt besta til að ná sem bestum árangri með þessu liði.“ KR Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Handbolti „Við getum bara verið fúlir“ Handbolti Fleiri fréttir Keflavík stakk af á Króknum og heldur sig við toppinn Leik lokið: Aþena - Þór Ak. 85-95 | Tíundi sigurinn í röð Valur ofar eftir æsispennu Íslenska körfuboltalandsliðið mun reyna að komast til Katar 2027 Troðslukóngurinn mætir aftur og gæti tekið met af Jordan NBA leikmenn streyma til Íslands en þessi er sá besti Koma báðir heim og spila með Grindavík í Bónus deildinni Strunsaði út af æfingu og félagið setur hann aftur í milljónabann „Þetta eru allt Keflvíkingar“ „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Sjá meira
Þórir er uppalinn í KR og vann með liðinu þrjá Íslandsmeistaratitla á árunum 2015 til 2017. Hann var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar síðasta árið. Eftir dvöl í háskólabolta vestanhafs og tvö tímabil í Evrópu sneri hann heim á klakann til að leika með Tindastóli síðasta vetur en í sumar hefur legið í loftinu að hann snúi heim. „Þetta er svona týpískt sumar þar sem maður veltir fyrir sér hvað maður ætli að gera. Það er ekkert launungarmál að ég er mikill KR-ingur og það var alltaf mjög líklegt að ég endaði í Vesturbænum. Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun og bara spenntur,“ segir Þórir en viðtalið vði hann má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst mikill KR-ingur“ Þórir naut sín vel fyrir norðan og kveður með söknuði. „Það var gert allt í góðu og ég óska þeim [Sauðkrækingum] alls hins besta. En ég er náttúrulega fyrst og fremst mikill KR-ingur og ólst upp hérna hinu megin við götuna, og hef alltaf verið hér að spila körfubolta. Mér líður best hér, og hlakka til að koma og taka þátt í þessum mikla uppgangi sem er að eiga sér stað núna. Sterkt lið af uppöldum KR-ingum og Jakob með mjög skýra sýn á framhaldið. Ég get ekki beðið eftir að taka þátt í því og hjálpa til.“ KR vann 1. deild karla síðasta vetur og kemur upp í Bónusdeildina ásamt ÍR. Deildin hefur sjaldan verið eins sterk. „Það er mikið af sterkum liðum í deildinni og við ætlum að sjálfsögðu að vera með í þeirri baráttu, eins og stefnan er alltaf í KR. Alveg sama þó að við séum nýliðar í ár þá vitum við fyrir hvað við stöndum og ætlum að gera alvöru atlögu að þessu,“ segir Þórir. Elsti Íslendingurinn í liðinu Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, fagnar heimkomu landsliðsmannsins. „Að fá Þóri núna er risastórt fyrir okkur, og mikilvægt. Þórir hefur sýnt það, og sýndi í fyrra með Tindastóli, að hann er mjög fjölhæfur leikmaður. Einn af betri leikmönnum í deildinni. Þetta er klárlega stórt og mun hjálpa okkur mikið,“ segir Jakob. Þórir verður þá í heldur frábrugðnu hlutverki frá því hann var síðast hjá um skamma hríð árið 2021. „Ég er líklegast elsti Íslendingurinn í liðinu, eins og staðan er núna. Það verður ný og skrýtin tilfinning. En ég tek því ábyrgðarhlutverki og ætla að gera mitt besta til að ná sem bestum árangri með þessu liði.“
KR Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Handbolti „Við getum bara verið fúlir“ Handbolti Fleiri fréttir Keflavík stakk af á Króknum og heldur sig við toppinn Leik lokið: Aþena - Þór Ak. 85-95 | Tíundi sigurinn í röð Valur ofar eftir æsispennu Íslenska körfuboltalandsliðið mun reyna að komast til Katar 2027 Troðslukóngurinn mætir aftur og gæti tekið met af Jordan NBA leikmenn streyma til Íslands en þessi er sá besti Koma báðir heim og spila með Grindavík í Bónus deildinni Strunsaði út af æfingu og félagið setur hann aftur í milljónabann „Þetta eru allt Keflvíkingar“ „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Sjá meira