Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 10:00 Stephen Curry bítur í gullverðlaunapeninginn sem hann vann með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París á dögunum. Getty/Tom Weller NBA körfuboltamaðurinn Stephen Curry hefur náð samkomulagi við Golden State Warriors um að framlengja samningi sínum um eitt ár. Curry var með samning til sumarsins 2026 en bætir nú við 2026-27 tímabilinu. Hann fær enga smáupphæð fyrir þetta viðbótarár eða 62,6 milljónir Bandaríkjadala. Það gerir um 8,6 milljarða í íslenskum krónum og er meira en sum atvinnumannalið í öðrum íþróttum í Bandaríkjunum borga öllum leikmönnum sínum til samans. Með þessu kemst Curry í fámennan hóp með þeim LeBron James og Kevin Durant. Þeir eru einu NBA leikmenn sögunnar sem hafa fengið meira en fimm hundruð milljón dala í laun á ferlinum eða meira en 69 milljarða króna. Curry fékk fjögurra ára 215,4 milljón dala samning í ágúst 2021. Hann er orðinn 36 ára gamall og verður því 39 ára þegar samningurinn rennur út eftir þessa framlengingu. Á sínu fimmtánda tímabili í fyrra var Curry með 26,4 stig í leik og hitti úr 40,8 prósent þriggja stiga skota auk þess að gefa 5,1 stoðsendingu í leik. Hann hefur spilað allan sinn feril með Golden State Warriors. Curry varð Ólympíumeistari í fyrsta skiptið í París á dögunum en hann átti þá stórleik í bæði undanúrslitaleiknum sem og í leiknum um gullverðlaunin. Stephen Curry will become the FIRST American team-sport pro athlete to earn over $60 MILLION in a single season 🤯His 1 Year/$62.6M extension with the Warriors will keep him under contract through the 2026-2027 season. pic.twitter.com/UaIhBwvC2O— Basketball Forever (@bballforever_) August 30, 2024 NBA Mest lesið Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Enski boltinn Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Enski boltinn Skipta dómurum út fyrir gervigreind á sögufræga mótinu Sport Segja Klopp afhjúpa hræsni sína með ráðningunni Fótbolti „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Körfubolti Skilaboðum lekið og Haaland ósáttur Fótbolti Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Körfubolti Glódís kemst ekki á verðlaunahátíðina: „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Fótbolti Heimir hristir upp í hlutunum: „Ég vil gera þetta svona“ Fótbolti Magnaður sigur City á Barcelona og Sædís mætti Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Flottur leikur Elvars í sigri í Evrópubikarnum Dagur Kár neyðist til að hætta „Ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík“ Hvar er þessi? „Þetta er eitthvað biblíudæmi“ GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ „Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ „Fyrir mig er mikilvægt að liðið geri það sem við biðjum um“ Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Uppgjörið: Grindavík - Valur 67-61 | Grindavík skrefi á undan Val Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 103-77 | Unnu Íslandsmeistarana en steinlágu gegn nýliðunum Jakob Birgisson fer á kostum sem Gummi Ben í Körfuboltakvöldi Extra Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Engir eftirmálar af látunum í Smáranum Njarðvík semur við eina unga og efnilega Davíð dæmir hjá Dani í Skotlandi Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 1. umferðar Frábær leikur Martins dugði ekki Völdu ekki Bronny af virðingu við LeBron „Hann gerir einhvern veginn alla í kringum sig betri“ Súrt tap í framlengdum leik hjá Tryggva Snæ og félögum Helena tekin inn í heiðurshöll TCU Telur að Thomas sé betri en Basile Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Njarðvík leikur í IceMar-höllinni „Verðum að vera harðari“ „Borgarnes-Bjarni grjótharður í þessum leik“ Sjá meira
Curry var með samning til sumarsins 2026 en bætir nú við 2026-27 tímabilinu. Hann fær enga smáupphæð fyrir þetta viðbótarár eða 62,6 milljónir Bandaríkjadala. Það gerir um 8,6 milljarða í íslenskum krónum og er meira en sum atvinnumannalið í öðrum íþróttum í Bandaríkjunum borga öllum leikmönnum sínum til samans. Með þessu kemst Curry í fámennan hóp með þeim LeBron James og Kevin Durant. Þeir eru einu NBA leikmenn sögunnar sem hafa fengið meira en fimm hundruð milljón dala í laun á ferlinum eða meira en 69 milljarða króna. Curry fékk fjögurra ára 215,4 milljón dala samning í ágúst 2021. Hann er orðinn 36 ára gamall og verður því 39 ára þegar samningurinn rennur út eftir þessa framlengingu. Á sínu fimmtánda tímabili í fyrra var Curry með 26,4 stig í leik og hitti úr 40,8 prósent þriggja stiga skota auk þess að gefa 5,1 stoðsendingu í leik. Hann hefur spilað allan sinn feril með Golden State Warriors. Curry varð Ólympíumeistari í fyrsta skiptið í París á dögunum en hann átti þá stórleik í bæði undanúrslitaleiknum sem og í leiknum um gullverðlaunin. Stephen Curry will become the FIRST American team-sport pro athlete to earn over $60 MILLION in a single season 🤯His 1 Year/$62.6M extension with the Warriors will keep him under contract through the 2026-2027 season. pic.twitter.com/UaIhBwvC2O— Basketball Forever (@bballforever_) August 30, 2024
NBA Mest lesið Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Enski boltinn Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Enski boltinn Skipta dómurum út fyrir gervigreind á sögufræga mótinu Sport Segja Klopp afhjúpa hræsni sína með ráðningunni Fótbolti „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Körfubolti Skilaboðum lekið og Haaland ósáttur Fótbolti Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Körfubolti Glódís kemst ekki á verðlaunahátíðina: „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Fótbolti Heimir hristir upp í hlutunum: „Ég vil gera þetta svona“ Fótbolti Magnaður sigur City á Barcelona og Sædís mætti Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Flottur leikur Elvars í sigri í Evrópubikarnum Dagur Kár neyðist til að hætta „Ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík“ Hvar er þessi? „Þetta er eitthvað biblíudæmi“ GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ „Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ „Fyrir mig er mikilvægt að liðið geri það sem við biðjum um“ Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Uppgjörið: Grindavík - Valur 67-61 | Grindavík skrefi á undan Val Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 103-77 | Unnu Íslandsmeistarana en steinlágu gegn nýliðunum Jakob Birgisson fer á kostum sem Gummi Ben í Körfuboltakvöldi Extra Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Engir eftirmálar af látunum í Smáranum Njarðvík semur við eina unga og efnilega Davíð dæmir hjá Dani í Skotlandi Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 1. umferðar Frábær leikur Martins dugði ekki Völdu ekki Bronny af virðingu við LeBron „Hann gerir einhvern veginn alla í kringum sig betri“ Súrt tap í framlengdum leik hjá Tryggva Snæ og félögum Helena tekin inn í heiðurshöll TCU Telur að Thomas sé betri en Basile Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Njarðvík leikur í IceMar-höllinni „Verðum að vera harðari“ „Borgarnes-Bjarni grjótharður í þessum leik“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta