Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 14:02 Caitlin Clark fagnar þriggja stiga körfu í leik á dögunum. Hún hefur farð á kostum í síðustu leikjum. Getty/Justin Casterline Körfuboltakonan Caitlin Clark heillar flesta sem á hana horfa enda bæði frábær skotmaður og frábær sendingamaður. Það er einkum henni að þakka að áhorf hefur stóraukist á kvennakörfuna í Bandaríkjunum. Nú hafa menn reiknað út að Clark er að skjóta af miklu lengra færi en öflugustu NBA strákarnir. Clark er komin í skotfæri rétt fyrir innan miðlínu vallarins eins og við þekkjum svo vel frá því að horfa á Steph Curry spila með Golden State Warriors. Nú er komið í ljós að Clark er að skjóta að meðaltali af lengra færi heldur en sjálfur Curry, besta þriggja stiga skytta allra tíma. Á sínu fyrsta tímabili í WNBA deildinni þá er hin 22 ára gamla Clark að skjóta þriggja stiga skotum sínum af 29,09 feta færi að meðaltali sem gerir skot að meðaltali af 8,56 metra færi. Þriggja stiga línan í NBA deildinni er í 23,75 feta fjarlægð frá körfunni (7,24 metrar) en í 22,15 feta fjarlægð frá körfunni í WNBA deildinni (6,75 metrar). WNBA er með sömu þriggja stiga línu og hjá FIBA og þar með hér á Íslandi. Clark er því að taka sín skot langt fyrir utan þriggja stiga línuna í leikjum sínum með Indiana Fever. Clark er að skjóta af lengra færi heldur en öflugir skotmenn eins og Trae Young (27,94 fet), Damian Lillard (27,68 fet) og Steph Curry (27,58 fet) hafa náð mest að meðaltali í þriggja stiga skotum sínum á einu NBA tímabili. Eftir 29 leiki á sínu fyrsta WNBA tímabili þá er Clark með 17,9 stig og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún hefur hitt úr 33 prósent þriggja stiga skota sinna. Clark er að skora 2,8 þrista að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Jeremy Bauman (@formshooting) WNBA NBA Mest lesið Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Enski boltinn Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Enski boltinn Skipta dómurum út fyrir gervigreind á sögufræga mótinu Sport Segja Klopp afhjúpa hræsni sína með ráðningunni Fótbolti „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Körfubolti Skilaboðum lekið og Haaland ósáttur Fótbolti Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Körfubolti Glódís kemst ekki á verðlaunahátíðina: „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Fótbolti Heimir hristir upp í hlutunum: „Ég vil gera þetta svona“ Fótbolti Magnaður sigur City á Barcelona og Sædís mætti Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Flottur leikur Elvars í sigri í Evrópubikarnum Dagur Kár neyðist til að hætta „Ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík“ Hvar er þessi? „Þetta er eitthvað biblíudæmi“ GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ „Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ „Fyrir mig er mikilvægt að liðið geri það sem við biðjum um“ Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Uppgjörið: Grindavík - Valur 67-61 | Grindavík skrefi á undan Val Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 103-77 | Unnu Íslandsmeistarana en steinlágu gegn nýliðunum Jakob Birgisson fer á kostum sem Gummi Ben í Körfuboltakvöldi Extra Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Engir eftirmálar af látunum í Smáranum Njarðvík semur við eina unga og efnilega Davíð dæmir hjá Dani í Skotlandi Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 1. umferðar Frábær leikur Martins dugði ekki Völdu ekki Bronny af virðingu við LeBron „Hann gerir einhvern veginn alla í kringum sig betri“ Súrt tap í framlengdum leik hjá Tryggva Snæ og félögum Helena tekin inn í heiðurshöll TCU Telur að Thomas sé betri en Basile Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Njarðvík leikur í IceMar-höllinni „Verðum að vera harðari“ „Borgarnes-Bjarni grjótharður í þessum leik“ Sjá meira
Nú hafa menn reiknað út að Clark er að skjóta af miklu lengra færi en öflugustu NBA strákarnir. Clark er komin í skotfæri rétt fyrir innan miðlínu vallarins eins og við þekkjum svo vel frá því að horfa á Steph Curry spila með Golden State Warriors. Nú er komið í ljós að Clark er að skjóta að meðaltali af lengra færi heldur en sjálfur Curry, besta þriggja stiga skytta allra tíma. Á sínu fyrsta tímabili í WNBA deildinni þá er hin 22 ára gamla Clark að skjóta þriggja stiga skotum sínum af 29,09 feta færi að meðaltali sem gerir skot að meðaltali af 8,56 metra færi. Þriggja stiga línan í NBA deildinni er í 23,75 feta fjarlægð frá körfunni (7,24 metrar) en í 22,15 feta fjarlægð frá körfunni í WNBA deildinni (6,75 metrar). WNBA er með sömu þriggja stiga línu og hjá FIBA og þar með hér á Íslandi. Clark er því að taka sín skot langt fyrir utan þriggja stiga línuna í leikjum sínum með Indiana Fever. Clark er að skjóta af lengra færi heldur en öflugir skotmenn eins og Trae Young (27,94 fet), Damian Lillard (27,68 fet) og Steph Curry (27,58 fet) hafa náð mest að meðaltali í þriggja stiga skotum sínum á einu NBA tímabili. Eftir 29 leiki á sínu fyrsta WNBA tímabili þá er Clark með 17,9 stig og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún hefur hitt úr 33 prósent þriggja stiga skota sinna. Clark er að skora 2,8 þrista að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Jeremy Bauman (@formshooting)
WNBA NBA Mest lesið Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Enski boltinn Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Enski boltinn Skipta dómurum út fyrir gervigreind á sögufræga mótinu Sport Segja Klopp afhjúpa hræsni sína með ráðningunni Fótbolti „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Körfubolti Skilaboðum lekið og Haaland ósáttur Fótbolti Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Körfubolti Glódís kemst ekki á verðlaunahátíðina: „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Fótbolti Heimir hristir upp í hlutunum: „Ég vil gera þetta svona“ Fótbolti Magnaður sigur City á Barcelona og Sædís mætti Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Flottur leikur Elvars í sigri í Evrópubikarnum Dagur Kár neyðist til að hætta „Ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík“ Hvar er þessi? „Þetta er eitthvað biblíudæmi“ GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ „Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ „Fyrir mig er mikilvægt að liðið geri það sem við biðjum um“ Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Uppgjörið: Grindavík - Valur 67-61 | Grindavík skrefi á undan Val Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 103-77 | Unnu Íslandsmeistarana en steinlágu gegn nýliðunum Jakob Birgisson fer á kostum sem Gummi Ben í Körfuboltakvöldi Extra Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Engir eftirmálar af látunum í Smáranum Njarðvík semur við eina unga og efnilega Davíð dæmir hjá Dani í Skotlandi Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 1. umferðar Frábær leikur Martins dugði ekki Völdu ekki Bronny af virðingu við LeBron „Hann gerir einhvern veginn alla í kringum sig betri“ Súrt tap í framlengdum leik hjá Tryggva Snæ og félögum Helena tekin inn í heiðurshöll TCU Telur að Thomas sé betri en Basile Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Njarðvík leikur í IceMar-höllinni „Verðum að vera harðari“ „Borgarnes-Bjarni grjótharður í þessum leik“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta