Kveikt á Friðarsúlunni í minningu fórnarlamba á Gasa Randver Kári Randversson skrifar 6. ágúst 2014 12:31 Vísir/Vilhelm Minningar- og friðarstund verður haldin í Viðey fimmtudagskvöldið 7. ágúst. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað í minningu þeirra barna sem látið hafa lífið á síðustu vikum í hinum skelfilegu árásum sem lagt hafa samfélagið á Gaza í rúst. Friðarsinninn og listamaðurinn Yoko Ono tilkynnti fyrir nokkrum dögum að kveikt yrði á Friðarsúlunni af þessu tilefni og mun ljósið loga til morguns. Í tilkynningu frá Yoko Ono segir: „Við erum öll harmi slegin yfir því að svo mörg saklaus börn hafa látið lífið í átökum Ísrael og Palestínu. Með þeirri von að ofbeldinu linni tafarlaust mun ljós Friðarsúlunnar verða tendrað þann 7. ágúst næstkomandi.“ Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að í tengslum við tendrun friðarljóssins mun Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félagið Ísland – Palestína og UNICEF á Íslandi – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, standa fyrir dagskrá í Viðey þar sem þátttakendur sameinast í ósk um varanlegan frið og minnst verður þeirra mörg hundruð barna sem þegar eru orðin fórnarlömb stríðsins. Siglingar hefjast frá Skarfabakka kl. 18.30 og er ferjugjaldið kr. 1.100. Dagskráin við Viðeyjarstofu hefst kl. 19.30. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland – Palestína og Svanhildur Konráðsdóttir, formaður stjórnar UNICEF munu flytja stutt ávörp. Kórinn Graduale Nobili, undir stjórn Jóns Stefánssonar, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar sjá um tónlistarflutning. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað kl. 20.30. Ljóða- og tónlistardagskrá hefst í Viðeyjarstofu kl. 21.00. Dagskráin ber heitið Tónlist og ljóð leiða von á myrkum tímum og skartar íslenskum og erlendum skáldum og tónlistarmönnum, meðal annars Juan Roman, Kiru Kiru og Mazen Maarouf. Stofan verður opin gestum og gangandi allt kvöldið. Siglingar í land verða á hálftíma fresti frá kl. 21.00 -23.00. Allir eru hvattir til að taka þátt í þessari stund sem helguð er minningu og von um frið – t.a.m. með því að kveikja á kertum og senda skilaboð á samfélagsmiðlum og á vefsvæðinu www.imaginepeacetower.com, þar sem friðarljósinu verður jafnframt sjónvarpað beint. Gasa Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Sjá meira
Minningar- og friðarstund verður haldin í Viðey fimmtudagskvöldið 7. ágúst. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað í minningu þeirra barna sem látið hafa lífið á síðustu vikum í hinum skelfilegu árásum sem lagt hafa samfélagið á Gaza í rúst. Friðarsinninn og listamaðurinn Yoko Ono tilkynnti fyrir nokkrum dögum að kveikt yrði á Friðarsúlunni af þessu tilefni og mun ljósið loga til morguns. Í tilkynningu frá Yoko Ono segir: „Við erum öll harmi slegin yfir því að svo mörg saklaus börn hafa látið lífið í átökum Ísrael og Palestínu. Með þeirri von að ofbeldinu linni tafarlaust mun ljós Friðarsúlunnar verða tendrað þann 7. ágúst næstkomandi.“ Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að í tengslum við tendrun friðarljóssins mun Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félagið Ísland – Palestína og UNICEF á Íslandi – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, standa fyrir dagskrá í Viðey þar sem þátttakendur sameinast í ósk um varanlegan frið og minnst verður þeirra mörg hundruð barna sem þegar eru orðin fórnarlömb stríðsins. Siglingar hefjast frá Skarfabakka kl. 18.30 og er ferjugjaldið kr. 1.100. Dagskráin við Viðeyjarstofu hefst kl. 19.30. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland – Palestína og Svanhildur Konráðsdóttir, formaður stjórnar UNICEF munu flytja stutt ávörp. Kórinn Graduale Nobili, undir stjórn Jóns Stefánssonar, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar sjá um tónlistarflutning. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað kl. 20.30. Ljóða- og tónlistardagskrá hefst í Viðeyjarstofu kl. 21.00. Dagskráin ber heitið Tónlist og ljóð leiða von á myrkum tímum og skartar íslenskum og erlendum skáldum og tónlistarmönnum, meðal annars Juan Roman, Kiru Kiru og Mazen Maarouf. Stofan verður opin gestum og gangandi allt kvöldið. Siglingar í land verða á hálftíma fresti frá kl. 21.00 -23.00. Allir eru hvattir til að taka þátt í þessari stund sem helguð er minningu og von um frið – t.a.m. með því að kveikja á kertum og senda skilaboð á samfélagsmiðlum og á vefsvæðinu www.imaginepeacetower.com, þar sem friðarljósinu verður jafnframt sjónvarpað beint.
Gasa Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Sjá meira