Heimsfrægar geitur í útrýmingarhættu Birta Björnsdóttir skrifar 7. ágúst 2014 20:00 Á Háfelli í Hvítársíðu halda hjónin Jóhanna og Þorbjörn tæplega 400 íslenskar geitur. Það er um helmingur alls íslenska geitastofnsins. Íslenski geitastofnin er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu og er hættan ekki minni nú þegar útlit er fyrir að öllum geitunum á Háfelli verði slátrað eftir rúman mánuð. „Við vorum með skuldir eins og flestir, lán upp á 20 milljónir,” segir Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli. „Eins og hjá svo mörgum öðrum hækkaði lánið uppúr öllu valdi þegar bankahrunið varð. En þegar maður er með búskap sem ekki er með mikla innkomu ennþá er þetta ennþá erfiðara.” Jóhanna segir íslenska geitastofninn stórmerkilegan og grátlegt ef allur árangur ræktunarstarfs þeirra hjóna þurrkist út, þau eigi eina geitaræktarbúið sem starfrækt hafi verið hér á landi. Fari fram sem horfir missir Jóhanna bú sitt um miðjan september. Einhverja kiðlingana verður þá hægt að selja en hinna bíður bara eitt. „Það er enginn sem getur tekið við þessum fjölda geita bara si svona, svo þeirra bíður bara slátrun,” segir Jóhanna. En ekki er öll von úti enn. Erlendir aðilar hafa hrundið af stað söfnun til að koma megi í veg fyrir að geiturnar hennar Jóhönnu endi allar í sláturhúsinu. Og ástæðan fyrir áhuganum erlendis frá er ekki síst vegna þess að nokkrar af geitunum hennar Jóhönnu komu við sögu í einum vinsælustu sjónvarpsþáttum heims, Game of Thrones. Söfnunin hefur farið vel af stað en er að sögn Jóhönnu þeirra síðasta hálmstrá að fá að halda geitunum.„Það er auðvitað góðs viti að á fyrstu fjórum dögum söfnunarinnar hafi safnast 14% af áætluðu söfnunarfé. Ég ætla að leyfa mér að vona að þetta fari vel," segir Jóhanna. Game of Thrones Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Á Háfelli í Hvítársíðu halda hjónin Jóhanna og Þorbjörn tæplega 400 íslenskar geitur. Það er um helmingur alls íslenska geitastofnsins. Íslenski geitastofnin er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu og er hættan ekki minni nú þegar útlit er fyrir að öllum geitunum á Háfelli verði slátrað eftir rúman mánuð. „Við vorum með skuldir eins og flestir, lán upp á 20 milljónir,” segir Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli. „Eins og hjá svo mörgum öðrum hækkaði lánið uppúr öllu valdi þegar bankahrunið varð. En þegar maður er með búskap sem ekki er með mikla innkomu ennþá er þetta ennþá erfiðara.” Jóhanna segir íslenska geitastofninn stórmerkilegan og grátlegt ef allur árangur ræktunarstarfs þeirra hjóna þurrkist út, þau eigi eina geitaræktarbúið sem starfrækt hafi verið hér á landi. Fari fram sem horfir missir Jóhanna bú sitt um miðjan september. Einhverja kiðlingana verður þá hægt að selja en hinna bíður bara eitt. „Það er enginn sem getur tekið við þessum fjölda geita bara si svona, svo þeirra bíður bara slátrun,” segir Jóhanna. En ekki er öll von úti enn. Erlendir aðilar hafa hrundið af stað söfnun til að koma megi í veg fyrir að geiturnar hennar Jóhönnu endi allar í sláturhúsinu. Og ástæðan fyrir áhuganum erlendis frá er ekki síst vegna þess að nokkrar af geitunum hennar Jóhönnu komu við sögu í einum vinsælustu sjónvarpsþáttum heims, Game of Thrones. Söfnunin hefur farið vel af stað en er að sögn Jóhönnu þeirra síðasta hálmstrá að fá að halda geitunum.„Það er auðvitað góðs viti að á fyrstu fjórum dögum söfnunarinnar hafi safnast 14% af áætluðu söfnunarfé. Ég ætla að leyfa mér að vona að þetta fari vel," segir Jóhanna.
Game of Thrones Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda