Körfubolti

Jón Arnór: Rétt ákvörðun þó að hún sé mjög erfið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM sem hefst með heimaleik við Bretland um næstu helgi og Valtýr Björn Valtýsson ræddi við kappann í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fékk að vita af hverju besti leikmaður landsliðsins getur ekki spilað þessa leiki.

„Ég get því miður ekki tekið slaginn með félögunum og gefið kost á mér í þetta verkefni sem er hundfúlt. Þetta er ákvörðun sem ég verð að taka," sagði Jón Arnór við Valtý. En hvað er málið?

„Þetta snýst um starfsöryggi mitt og það sem gerir þetta að verkum er að ég er samningslaus. Það er erfitt að taka þátt í svona verkefni þegar maður er ekki með öruggan samning og það er erfitt að tryggja svoleiðis ef að maður myndi lenda í meiðslum eða einhverju slíku," sagði Jón Arnór.

„Ég var að hugsa um sjálfan mig, mitt starfsöryggi og mína fjölskyldu og út frá því er þetta rétt ákvörðun þó að hún sé mjög erfið," sagði Jón Arnór en það má sjá allt viðtalið við Jón Arnór með því að skoða myndbandið hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Haukur Helgi: Ég er að fara til hans Peters í LF Basket

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er búinn að ganga frá sínum málum en hann mun spila með sænska úrvalsdeildarliðinu LF Basket í vetur. Peter Öqvist, fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tók við liði LF Basket í sumar og hóaði í einn öflugasta leikmann íslenska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×