Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 18:41 Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins í Stokkhólmi. vísir/getty „Þetta er bara draumur - það er frábært að vera í aðalbardaganum hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð,“ segir Gunnar Nelson, en eins og Vísir greindi frá berst hann í aðalbardagakvöldsins á bardagakvöldi í Stokkhólmi í byrjun október. „Þetta var bara ákveðið í dag. Viðræður hófust í vikunni, en við samþykktum þetta í dag,“ segir Gunnar við Vísi, en hann hafði ætlað að taka sér frí eftir sigurinn á Zak Cummings á dögunum. „Ég fæ bara að heyra það frá UFC að það vill að ég fari fyrir þessu kvöldi. Ég ætlaði nú að taka mér frí, en hugsaði að ég gæti tekið þennan bardaga og farið svo í frí. Ég ætlaði aðeins að vera með fjölskyldunni,“ segir Gunnar sem er nýbakaður faðir. „En það er töluvert stutt í þetta þannig ég get afgreitt þennan bardaga og tekið mér svo frí. Það er líka flott að fá þennan bardaga svona stutt eftir hinn. Það er enn hiti eftir hann.“ Áhuginn á blönduðum bardagalistum er gríðarlegur í Svíþjóð, ekki síst vegna léttþungavigtar kappans AlexandersGustafson, sem er einn sá besti í heimi. Gunnar er eðlilega mjög spenntur fyrir kvöldinu og ánægður með það hvernig hann er að færast ofar í sportinu. „Svona gengur þetta. Síðan eftir þennan bardaga verða ekkert nema aðalbardagar eftir það. Bara „headline fights“,“ segir hann léttur og kátur.Rick Story, mótherji hans, er aðeins annar af tveimur mönnum sem unnið hefur núverandi meistara, JohnnyHendricks. „Þetta er helvíti góður og reyndur kappi. Hann er búinn að berjast við alla þessa bestu og bæði unnið og tapað. Hann er góður glímumaður og mjög höggþungur. Þetta verður hörku bardagi,“ segir Gunnar sem segist þó sigurviss að vanda. Einn besti vinur Gunnars, írska ofurstjarnan ConorMcGregor, berst næst í Las Vegas, en Gunnar æfir með honum fyrir alla bardaga. Á því verður engin breyting. „Ég fer sennilega til Vegas, æfi með Conor og flýg beint þaðan til Svíþjóðar. Við höfum æft saman í sex til sjö ár núna,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
„Þetta er bara draumur - það er frábært að vera í aðalbardaganum hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð,“ segir Gunnar Nelson, en eins og Vísir greindi frá berst hann í aðalbardagakvöldsins á bardagakvöldi í Stokkhólmi í byrjun október. „Þetta var bara ákveðið í dag. Viðræður hófust í vikunni, en við samþykktum þetta í dag,“ segir Gunnar við Vísi, en hann hafði ætlað að taka sér frí eftir sigurinn á Zak Cummings á dögunum. „Ég fæ bara að heyra það frá UFC að það vill að ég fari fyrir þessu kvöldi. Ég ætlaði nú að taka mér frí, en hugsaði að ég gæti tekið þennan bardaga og farið svo í frí. Ég ætlaði aðeins að vera með fjölskyldunni,“ segir Gunnar sem er nýbakaður faðir. „En það er töluvert stutt í þetta þannig ég get afgreitt þennan bardaga og tekið mér svo frí. Það er líka flott að fá þennan bardaga svona stutt eftir hinn. Það er enn hiti eftir hann.“ Áhuginn á blönduðum bardagalistum er gríðarlegur í Svíþjóð, ekki síst vegna léttþungavigtar kappans AlexandersGustafson, sem er einn sá besti í heimi. Gunnar er eðlilega mjög spenntur fyrir kvöldinu og ánægður með það hvernig hann er að færast ofar í sportinu. „Svona gengur þetta. Síðan eftir þennan bardaga verða ekkert nema aðalbardagar eftir það. Bara „headline fights“,“ segir hann léttur og kátur.Rick Story, mótherji hans, er aðeins annar af tveimur mönnum sem unnið hefur núverandi meistara, JohnnyHendricks. „Þetta er helvíti góður og reyndur kappi. Hann er búinn að berjast við alla þessa bestu og bæði unnið og tapað. Hann er góður glímumaður og mjög höggþungur. Þetta verður hörku bardagi,“ segir Gunnar sem segist þó sigurviss að vanda. Einn besti vinur Gunnars, írska ofurstjarnan ConorMcGregor, berst næst í Las Vegas, en Gunnar æfir með honum fyrir alla bardaga. Á því verður engin breyting. „Ég fer sennilega til Vegas, æfi með Conor og flýg beint þaðan til Svíþjóðar. Við höfum æft saman í sex til sjö ár núna,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17