Komast ekki að líkum vegna bardaga Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2014 23:09 Vísir/AP Nærri því tveimur vikum eftir að malasíska farþegaflugvélin MH 17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu, liggja lík enn á jörðinni. Ættingjar farþeganna eru orðnir hræddir um að koma höndunum aldrei yfir leifar fjölskyldumeðlima sinna. Bardagar á milli stjórnarhers Úkraínu og aðskilnaðarsinna hafa komið í veg fyrir að alþjóðlegur rannsóknarhópur komist á vettvang. Hópnum er ætlað að rannsaka brak vélarinnar og finna lík og bera kennsl á þau. AP fréttaveitan segir frá því að aðskilnaðarsinnarnir, sem fundu 200 af 298 farþegum vélarinnar, eru nú hættir leit. Þeir segja það vera vegna árása stjórnarhersins. Ekki er ljóst hve mikið er eftir af líkum fólksins. Hiti á svæðinu hefur verið um 32 gráður þau hafa legið undir berum himni í nærri því tvær vikur. Forsætisráðherra Hollands segir það þó vera forgangsverk ríkisstjórnar sinnar að ná öllum til síns heima. Þrátt fyrir það eru menn ekki vongóðir um að komast að svæðinu á næstunni. „Við gerum ekki ráð fyrir því að öryggið muni aukast nægilega á næstu dögum,“ sagði Pieter-Jaap Aalsbersberg, úr rannsóknarhópnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að bæði stjórnarherinn og aðskilnaðarsinnar lýsi yfir vopnahléi svo hægt sé að finna líkin. „Fjölskyldur fórnarlamba þessa harmleiks eiga skilið að fá lokun og heimurinn heimtar svör. Alþjóðlegi hópurinn verður að fá að vinna sína vinnu,“ segir Stephane Dujarric, talsmaður sþ. MH17 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Nærri því tveimur vikum eftir að malasíska farþegaflugvélin MH 17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu, liggja lík enn á jörðinni. Ættingjar farþeganna eru orðnir hræddir um að koma höndunum aldrei yfir leifar fjölskyldumeðlima sinna. Bardagar á milli stjórnarhers Úkraínu og aðskilnaðarsinna hafa komið í veg fyrir að alþjóðlegur rannsóknarhópur komist á vettvang. Hópnum er ætlað að rannsaka brak vélarinnar og finna lík og bera kennsl á þau. AP fréttaveitan segir frá því að aðskilnaðarsinnarnir, sem fundu 200 af 298 farþegum vélarinnar, eru nú hættir leit. Þeir segja það vera vegna árása stjórnarhersins. Ekki er ljóst hve mikið er eftir af líkum fólksins. Hiti á svæðinu hefur verið um 32 gráður þau hafa legið undir berum himni í nærri því tvær vikur. Forsætisráðherra Hollands segir það þó vera forgangsverk ríkisstjórnar sinnar að ná öllum til síns heima. Þrátt fyrir það eru menn ekki vongóðir um að komast að svæðinu á næstunni. „Við gerum ekki ráð fyrir því að öryggið muni aukast nægilega á næstu dögum,“ sagði Pieter-Jaap Aalsbersberg, úr rannsóknarhópnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að bæði stjórnarherinn og aðskilnaðarsinnar lýsi yfir vopnahléi svo hægt sé að finna líkin. „Fjölskyldur fórnarlamba þessa harmleiks eiga skilið að fá lokun og heimurinn heimtar svör. Alþjóðlegi hópurinn verður að fá að vinna sína vinnu,“ segir Stephane Dujarric, talsmaður sþ.
MH17 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira