Bandaríkjamenn fylla á vopnabúr Ísraela Atli Ísleifsson skrifar 31. júlí 2014 13:57 1.390 Palestínumenn og 58 Ísraelar hafa látið lífið í árásum síðustu vikna. Þá er 425 þúsund Palestínumenn á vergangi. Vísir/AP Á sama tíma og Bandaríkjastjórn fordæmir loftárás gærdagsins á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasa staðfestir bandaríska varnarmálaráðuneytið að það hafi nýverið fyllt á minnkandi vopnabúr Ísraelshers. Bernadette Meehan, talsmaður Bandaríkjastjórnar, hafði áður lýst yfir áhyggjum af þeim þúsundum Palestínumanna sem höfðu leitað skjóls í byggingum á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa, en hundruð þúsunda Palestínumanna eru nú á vergangi. Um 3.300 manns hafa leitað skjóls í skólanum sem rekinn er af Flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn (UNRWA). „Þeir eru ekki öruggir í skólum Sameinuðu þjóðanna á Gasa,“ segir Meehan, en þetta var sjötta árásin sem skólar SÞ verða fyrir árás frá því að aðgerðir Ísraelshers á Gasa hófust þann 8. júlí síðastliðinn. Í frétt SVD er bent á að þó að árásin hafi verið fordæmd hafi ekki verið minnst á að Ísraelsher hafi borið ábyrgð á eyðileggingunni. Sextán manns féllu í árásinni. Meehan sagði mótsagnakenndar upplýsingar um atburðinn liggja fyrir og frekari rannsóknar væri þörf. Bandaríkjastjórn hefur jafnframt gagnrýnt að vopnum hafi verið komið fyrir í byggingum SÞ á Gasa, þó að UNRWA-skólinn hafi ekki verið nafngreindur sérstaklega. „Allar slíkar aðgerðir eru ósamræmanlegar Sameinuðu þjóðunum og hlutleysi þess. Ofbeldið sýnir hins vegar fram á nauðsyn þess að koma á vopnahléi eins fljótt og auðið er.“ Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að bandarísk stjórnvöld hafi þrýst á Ísraelsstjórn að draga úr árásum sínum á Gasa. CNN greinir þess í stað fram því að Bandaríkjamenn hafi nýlega sent vopnabirgðir til Ísraels. „Það er nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að aðstoða Ísrael að halda uppi og þróa öfluga sjálfsvarnarkerfi. Þessi sala er í fullu samræmi við það markmið,“ segir fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Að sögn á Ísraelsher að hafa beðið um vopnin þann 20. júlí og hafi varnamálaráðuneytið samþykkt söluna þremur dögum síðar.Bandarískur almenningur klofinn til aðgerða ÍsraelaBandarískur almenningur virðist klofinn í afstöðu sinni til aðgerða Ísraelshers gegn liðsmönnum Hamas. Í nýlegri rannsókn Gallups í Bandaríkjunum sem birt var 24. júlí segir að 42 prósent telji aðgerðirnar réttlætanlegar, en 39 prósent telji þær óréttlætanlegar. Um fimmtungur aðspurðra taka ekki afstöðu. Hins vegar telja 70 prósent aðspurðra að aðgerðir Hamas-liða gegn Ísrael séu ekki réttlætanlegar. Ellefu prósent segir aðgerðirnar réttlætanlegar. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög sambærilegar þeim fyrir tólf árum þegar Ísraelar og Hamas-liðar áttu einnig í sérstaklega hörðum átökum sem kostaði fjölda mannslífa. Gasa Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Á sama tíma og Bandaríkjastjórn fordæmir loftárás gærdagsins á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasa staðfestir bandaríska varnarmálaráðuneytið að það hafi nýverið fyllt á minnkandi vopnabúr Ísraelshers. Bernadette Meehan, talsmaður Bandaríkjastjórnar, hafði áður lýst yfir áhyggjum af þeim þúsundum Palestínumanna sem höfðu leitað skjóls í byggingum á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa, en hundruð þúsunda Palestínumanna eru nú á vergangi. Um 3.300 manns hafa leitað skjóls í skólanum sem rekinn er af Flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn (UNRWA). „Þeir eru ekki öruggir í skólum Sameinuðu þjóðanna á Gasa,“ segir Meehan, en þetta var sjötta árásin sem skólar SÞ verða fyrir árás frá því að aðgerðir Ísraelshers á Gasa hófust þann 8. júlí síðastliðinn. Í frétt SVD er bent á að þó að árásin hafi verið fordæmd hafi ekki verið minnst á að Ísraelsher hafi borið ábyrgð á eyðileggingunni. Sextán manns féllu í árásinni. Meehan sagði mótsagnakenndar upplýsingar um atburðinn liggja fyrir og frekari rannsóknar væri þörf. Bandaríkjastjórn hefur jafnframt gagnrýnt að vopnum hafi verið komið fyrir í byggingum SÞ á Gasa, þó að UNRWA-skólinn hafi ekki verið nafngreindur sérstaklega. „Allar slíkar aðgerðir eru ósamræmanlegar Sameinuðu þjóðunum og hlutleysi þess. Ofbeldið sýnir hins vegar fram á nauðsyn þess að koma á vopnahléi eins fljótt og auðið er.“ Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að bandarísk stjórnvöld hafi þrýst á Ísraelsstjórn að draga úr árásum sínum á Gasa. CNN greinir þess í stað fram því að Bandaríkjamenn hafi nýlega sent vopnabirgðir til Ísraels. „Það er nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að aðstoða Ísrael að halda uppi og þróa öfluga sjálfsvarnarkerfi. Þessi sala er í fullu samræmi við það markmið,“ segir fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Að sögn á Ísraelsher að hafa beðið um vopnin þann 20. júlí og hafi varnamálaráðuneytið samþykkt söluna þremur dögum síðar.Bandarískur almenningur klofinn til aðgerða ÍsraelaBandarískur almenningur virðist klofinn í afstöðu sinni til aðgerða Ísraelshers gegn liðsmönnum Hamas. Í nýlegri rannsókn Gallups í Bandaríkjunum sem birt var 24. júlí segir að 42 prósent telji aðgerðirnar réttlætanlegar, en 39 prósent telji þær óréttlætanlegar. Um fimmtungur aðspurðra taka ekki afstöðu. Hins vegar telja 70 prósent aðspurðra að aðgerðir Hamas-liða gegn Ísrael séu ekki réttlætanlegar. Ellefu prósent segir aðgerðirnar réttlætanlegar. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög sambærilegar þeim fyrir tólf árum þegar Ísraelar og Hamas-liðar áttu einnig í sérstaklega hörðum átökum sem kostaði fjölda mannslífa.
Gasa Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira