Flugi Malaysia Airlines grandað: Samkeppnisaðili biðst afsökunar á ummælum sínum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júlí 2014 23:42 VÍSIR/AFP Singapore Airlines hefur beðist afsökunar á yfirlýsingum flugfélagsins á samskiptamiðlum eftir að vél Malaysia Airlines var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu á fimmtudag. Örfáum klukkustundum eftir að MH17 var grandað, með þeim afleiðingum að allir 298 farþegar vélarinnar létust, skrifaði singapúrska flugfélagið á Facebook og Twitter-síður sínar að flugvélar þessi flygju ekki í úkraínskri lofthelgi. Post by Singapore Airlines. Yfirlýsingarnar ollu ólgu meðal netverja sem ráku augun í færslurnar og gagnrýndu þeir flugfélagið harðlega fyrir að votta aðstandendum þeirra látnu ekki samúð sína í stað þess að reyna að hagnast á hryðjuverkunum. Ekki bætir úr skák að Singapore Airlines og Malaysia Airlines eru harðir samkeppnisaðilar. Í yfirlýsingu sem Singapore Airlines sendi frá sér í gær segir meðal annars, "Við gerum okkur grein fyrir því að skrif okkar á Twitter og Facebook gætu hafa móðgað einhverja,“ og bætt er við að fyrirtækið hafi fengið margar fyrirspurnir í kjölfar tíðinda fimmtudagsins sem snéru að flugleiðum félagsins. "Við áttum okkur á því að upplýsingunum sem við vildum koma á framfæri hefði mátt koma betur til skila og við biðjumst afsökunar á því hafa móðgað viðskiptavina okkar og aðra í netheimum.“ Hér að neðan má sjá tilraun flugfélagsins til að bæta upp fyrir fyrri skrif. Full seint í rassinn gripið segja sumir. Post by Singapore Airlines. MH17 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Singapore Airlines hefur beðist afsökunar á yfirlýsingum flugfélagsins á samskiptamiðlum eftir að vél Malaysia Airlines var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu á fimmtudag. Örfáum klukkustundum eftir að MH17 var grandað, með þeim afleiðingum að allir 298 farþegar vélarinnar létust, skrifaði singapúrska flugfélagið á Facebook og Twitter-síður sínar að flugvélar þessi flygju ekki í úkraínskri lofthelgi. Post by Singapore Airlines. Yfirlýsingarnar ollu ólgu meðal netverja sem ráku augun í færslurnar og gagnrýndu þeir flugfélagið harðlega fyrir að votta aðstandendum þeirra látnu ekki samúð sína í stað þess að reyna að hagnast á hryðjuverkunum. Ekki bætir úr skák að Singapore Airlines og Malaysia Airlines eru harðir samkeppnisaðilar. Í yfirlýsingu sem Singapore Airlines sendi frá sér í gær segir meðal annars, "Við gerum okkur grein fyrir því að skrif okkar á Twitter og Facebook gætu hafa móðgað einhverja,“ og bætt er við að fyrirtækið hafi fengið margar fyrirspurnir í kjölfar tíðinda fimmtudagsins sem snéru að flugleiðum félagsins. "Við áttum okkur á því að upplýsingunum sem við vildum koma á framfæri hefði mátt koma betur til skila og við biðjumst afsökunar á því hafa móðgað viðskiptavina okkar og aðra í netheimum.“ Hér að neðan má sjá tilraun flugfélagsins til að bæta upp fyrir fyrri skrif. Full seint í rassinn gripið segja sumir. Post by Singapore Airlines.
MH17 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira