Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2014 13:10 Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang. vísir/afp Forsætisráðherra Úkraínu hefur boðið Hollendingum að taka yfir rannsókn á hrapi malaísku flugvélarinnar sem skotin var niður yfir austurhluta Úkraínu á fimmtudag. Rússneskur hernaðarsérfræðingur segir úkraínska stjórnarherinn hafa skotið flugvélina niður fyrir mistök á æfingu. Seinnipartinn í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því MH 17 flugvél Malaysia flugfélagsins var skotinn niður í Donetsk héraði í Úkraínu án þess að eignleg rannsókn á atburðinum hafi átt sér stað á vettvangi. Vopnaðir uppreisnarmenn í héraðinu umkringja brakið og líkamsleifar farþega og áhafnar og á meðan getur vettvangurinn spillst. Langflestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 193 af 298 manns um borð. Arseniy Yatsenyuk forsætisráðherra Úkraínu segir uppreisnarmenn enn koma í veg fyrir að rannsóknarteymi úkraínskra flugmálayfirvalda geti athafnað sig á svæðinu. Á blaðamannafundi í dag sagði hann stjórnvöld í Úkraínu reiðubúin að fela Hollendingum að leiða og skipuleggja rannsókn á vettvangi, enda hefðu þeir misst flesta þegna þegar flugvélin var skotinn niður. Þá sagði hann útilokað „að drukknir uppreisnarmenn“ hefðu getað ráðið við það tæknilega að skjóta háþróðari eldflaug á flugvélina. Til þess þurfi þjálfaða menn og stjórnvöld hefðu upplýsingar sem staðfestu að þjálfunin hefði átt sér stað í Rússlandi, verið fjármögnuð af Rússum, sem einnig hefðu útvegað flaugarnar. Yatsenyuk sagði að úkraínsk stjórnvöld myndu draga alla þá sem bæru ábyrgð á því að granda þotunni til ábyrgðar. Þar með það land sem á bakvið tjöldin útvegaði uppreisnarmönnum ólögleg vopn og fjárhagslegan stuðning, þjálfaði þá og skipuleggði jafnvel viðbjóðslegan glæp sem þennan. Rússar þvertaka hins vegar fyrir að hafa átt nokkra aðild að því að flugvélin var skotin niður. Konstantin Sivkov, sem er forseti Háskóla um landfræðilega pólitísk úrlausnarefni í Rússlandi, fullyrðir að úkraínskir hermenn hafi verið að æfa flugskeytaárás og skotið flugvélina niður fyrir mistök. Uppreisnarmenn hafi ekki vopnakerfi sem dragi tíu kílómetra í loft upp, aðeins flaugar sem dragi um þrjá og hálfan kílómetra. MH17 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Forsætisráðherra Úkraínu hefur boðið Hollendingum að taka yfir rannsókn á hrapi malaísku flugvélarinnar sem skotin var niður yfir austurhluta Úkraínu á fimmtudag. Rússneskur hernaðarsérfræðingur segir úkraínska stjórnarherinn hafa skotið flugvélina niður fyrir mistök á æfingu. Seinnipartinn í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því MH 17 flugvél Malaysia flugfélagsins var skotinn niður í Donetsk héraði í Úkraínu án þess að eignleg rannsókn á atburðinum hafi átt sér stað á vettvangi. Vopnaðir uppreisnarmenn í héraðinu umkringja brakið og líkamsleifar farþega og áhafnar og á meðan getur vettvangurinn spillst. Langflestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 193 af 298 manns um borð. Arseniy Yatsenyuk forsætisráðherra Úkraínu segir uppreisnarmenn enn koma í veg fyrir að rannsóknarteymi úkraínskra flugmálayfirvalda geti athafnað sig á svæðinu. Á blaðamannafundi í dag sagði hann stjórnvöld í Úkraínu reiðubúin að fela Hollendingum að leiða og skipuleggja rannsókn á vettvangi, enda hefðu þeir misst flesta þegna þegar flugvélin var skotinn niður. Þá sagði hann útilokað „að drukknir uppreisnarmenn“ hefðu getað ráðið við það tæknilega að skjóta háþróðari eldflaug á flugvélina. Til þess þurfi þjálfaða menn og stjórnvöld hefðu upplýsingar sem staðfestu að þjálfunin hefði átt sér stað í Rússlandi, verið fjármögnuð af Rússum, sem einnig hefðu útvegað flaugarnar. Yatsenyuk sagði að úkraínsk stjórnvöld myndu draga alla þá sem bæru ábyrgð á því að granda þotunni til ábyrgðar. Þar með það land sem á bakvið tjöldin útvegaði uppreisnarmönnum ólögleg vopn og fjárhagslegan stuðning, þjálfaði þá og skipuleggði jafnvel viðbjóðslegan glæp sem þennan. Rússar þvertaka hins vegar fyrir að hafa átt nokkra aðild að því að flugvélin var skotin niður. Konstantin Sivkov, sem er forseti Háskóla um landfræðilega pólitísk úrlausnarefni í Rússlandi, fullyrðir að úkraínskir hermenn hafi verið að æfa flugskeytaárás og skotið flugvélina niður fyrir mistök. Uppreisnarmenn hafi ekki vopnakerfi sem dragi tíu kílómetra í loft upp, aðeins flaugar sem dragi um þrjá og hálfan kílómetra.
MH17 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira