Malaysia Airlines er þar engin undantekning og flugvél félagsins sem var á leið frá Kúala Lúmpúr til Lundúna í gær því beint þess í stað yfir Sýrland. Vefsíðan Flightradar24, sem heldur utan um flugumferð í heiminum, birti mynd af flugleið vélar Malaysia Airlines á Twitter-síðu sinni í morgun.
Þar má greinilega sjá hvernig vélin MH4 flýgur yfir landið en þar hefur ríkt hatrömm borgarstyrjöld frá fyrri hluta árs 2011 milli stuðningsmanna Bashar al-Assad forseta og uppreisnarmanna. Þrátt fyrir að ekki sé bannað að fljúga yfir Sýrland hafa flugmálayfirvöld víðsvegar um heiminn mælt „sterklega gegn því,“ meðal annars þau bandarísku í maí 2013.
Breytingin á flugleið MH4 endurspeglar þann vanda sem mörg flugfélög sem fljúga milli Asíu og Evrópu standa frammi fyrir eftir að lofthelgi Úkraínu var lokað því erfitt getur reynst að sneiða hjá átakasvæðunum í Austurlöndum nær. Hundruðir flugvéla fóru yfir austurhluta Úkraínu á degi hverjum en samkvæmt Evrópusamtökum flugmanna var flugleiðin ein sú fjölfarnasta í heiminum. Nú þurfa þessar vélar að halda annað, til að mynda í gegnum sýrlenska og afganska lofthelgi.
Malaysia Airlines flight MH4 (Airbus A380) flew over Syria yesterday http://t.co/MpWz4dKljl pic.twitter.com/nH8fGeIAlw
— Flightradar24 (@flightradar24) July 21, 2014