Annar útifundur á morgun vegna ástandsins á Gaza Bjarki Ármannsson skrifar 22. júlí 2014 11:38 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ræðumaður dagsins. Vísir/Arnþór/Arnþór Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir öðrum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík á morgun vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ræðumaður dagsins og segist Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins, eiga von á enn betri mætingu en á síðasta fundi. „Maður veit náttúrulega aldrei, en nú koma enn fleiri til liðs við okkur,“ segir Sveinn. „Það eru verkalýðssamtök og fjöldasamtök önnur sem auglýsa fundinn og styðja hann.“Finnur fyrir stuðningi og samstöðu Sveinn segir að Íslendingar séu almennt ekki nógu vel upplýstir um skelfilegt ástand íbúa Gaza-svæðisins. „En á hinn bóginn vil ég segja að við erum áreiðanlega svona almennt betur upplýst en margar aðrar þjóðir. Það er enginn vafi á því og ég finn fyrir þvílíkum stuðningi og samstöðu með Palestínumönnnum, nú meira en nokkru sinni.“ Rúmlega sex hundruð Palestínumenn, langflestir almennir borgarar, og 29 Ísraelsmenn hafa látist á undanförnum tveimur vikum. Einnig er talið að rúmlega hundrað þúsund manns séu á vergangi á svæðinu. „Megintilgangur fundarins er að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni,“ segir Sveinn. „Fólkið á Gaza er búið að vera lokað þar inni í nærri átta ár og það kemst ekkert. Fólk hefur engan stað að flýja á, það er hvergi óhult. Það er engin framtíð sem boðið er upp á.“Fundurinn hefst klukkan 17:00 á morgun og verður að fundi loknum gengið að stjórnarráðinu þar sem fórnarlamba átakanna verður minnst. Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi vill að stjórnvöld og neytendur hætti að kaupa ísraelskar vörur, eins og þessar tilteknu kryddjurtir. 15. júlí 2014 11:34 Útifundur hafinn á Lækjartorgi Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur. 14. júlí 2014 17:35 Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir öðrum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík á morgun vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ræðumaður dagsins og segist Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins, eiga von á enn betri mætingu en á síðasta fundi. „Maður veit náttúrulega aldrei, en nú koma enn fleiri til liðs við okkur,“ segir Sveinn. „Það eru verkalýðssamtök og fjöldasamtök önnur sem auglýsa fundinn og styðja hann.“Finnur fyrir stuðningi og samstöðu Sveinn segir að Íslendingar séu almennt ekki nógu vel upplýstir um skelfilegt ástand íbúa Gaza-svæðisins. „En á hinn bóginn vil ég segja að við erum áreiðanlega svona almennt betur upplýst en margar aðrar þjóðir. Það er enginn vafi á því og ég finn fyrir þvílíkum stuðningi og samstöðu með Palestínumönnnum, nú meira en nokkru sinni.“ Rúmlega sex hundruð Palestínumenn, langflestir almennir borgarar, og 29 Ísraelsmenn hafa látist á undanförnum tveimur vikum. Einnig er talið að rúmlega hundrað þúsund manns séu á vergangi á svæðinu. „Megintilgangur fundarins er að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni,“ segir Sveinn. „Fólkið á Gaza er búið að vera lokað þar inni í nærri átta ár og það kemst ekkert. Fólk hefur engan stað að flýja á, það er hvergi óhult. Það er engin framtíð sem boðið er upp á.“Fundurinn hefst klukkan 17:00 á morgun og verður að fundi loknum gengið að stjórnarráðinu þar sem fórnarlamba átakanna verður minnst.
Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi vill að stjórnvöld og neytendur hætti að kaupa ísraelskar vörur, eins og þessar tilteknu kryddjurtir. 15. júlí 2014 11:34 Útifundur hafinn á Lækjartorgi Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur. 14. júlí 2014 17:35 Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49
Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi vill að stjórnvöld og neytendur hætti að kaupa ísraelskar vörur, eins og þessar tilteknu kryddjurtir. 15. júlí 2014 11:34
Útifundur hafinn á Lækjartorgi Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur. 14. júlí 2014 17:35
Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09