Utanríkisráðherrar ESB-ríkja ræða um viðbrögð við MH17 Atli Ísleifsson skrifar 22. júlí 2014 11:10 Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB komu saman í Brussel í morgun til að ræða hvort beita skuli Rússum hertari viðskiptaþvingunum. Vísir/AFP Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar í morgun til að ræða viðbrögð ESB við árásinni á farþegaþotunni MH17 sem var skotin niður í austurhluta Úkraínu á fimmtudaginn. Í frétt EU Observer segir að grunur leiki á að aðskilnaðarsinnar á bandi Rússa hafi við verknaðinn notast við eldflaugakerfi sem Rússar útveguðu þeim. Þá hafi aðskilnaðarsinnar hamlað rannsóknarmönnum aðgengi að flaki vélarinnar sem er á landi sem aðskilnaðarsinnar ráða yfir. Hollensk og bresk stjórnvöld hafa þrýst á að viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum verði hertar. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði að ESB myndi setja „virktavini og ólígarka“ nána Vladimír Pútín Rússlandsforseta á svartan lista sem lið í nýjum viðskiptaþvingunum á hendur Rússum. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði möguleika á að öllum efnahagslegum og pólitískum ráðstöfunum yrði beitt, veittu aðskilnaðarsinnar alþjóðlegum rannsóknarmönnum ekki aðgang að líkum farþega vélarinnar. EU Observer segir að þó sé möguleiki að aðskilnaðarsinnar hafi gert nægilega mikið til að forðast það að sambandið beiti Rússum víðtækum þvingunum, en aðskilnaðarsinnar hafa nú komið flugritum vélarinnar í hendur malasískra yfirvalda og veitt hollenskum rannsóknarmönnum aðgang að líkum og flaki vélarinnar. Búist er við að ESB samþykki að flýta viðskiptaþvingunum gegn rússneskum einstaklingum og jafnvel fyrirtækjum, en samkomulag náðist um slíkt á öðrum fundi sem fram fór áður en vélin var skotin niður. Þá er reiknað með að viðræður muni að miklu leyti snúast um hve nærri Pútín og nánustu samstarfsmönnum hans viðskiptaþvingununum skuli beitt. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á aðildarríki ESB að herða viðskiptaþvinganir sínar gegn Rússum og þó að Bretar og Hollendingar tali fyrir hertari þingunum, eru Þjóðverjar og Frakkar meira hikandi í afstöðu sinni. Litháísk stjórnvöld hafa einnig verið hörð í afstöðu sinni gegn Rússum og segja veik viðbrögð ESB einungis munu auka á vandann. Linas Linkevicius utanríkisráðherra sagði atburðinn í austurhluta Úkraínu vera „hryðjuverk“ og að aðskilnaðarsinnar skuli flokkast sem „hryðjuverkamenn“. „Vegna veikrar afstöðu okkar erum við orðin hluti af vandamálinu, ekki lausninni,“ sagði Linkevicius. MH17 Tengdar fréttir Flugritar MH17 afhentir malasískum sérfræðingum Uppreisnarmenn í austur Úkraínu hafa nú afhent flugrita vélarinnar MH17 til malasískra sérfræðinga. 22. júlí 2014 06:54 Hvernig virkar eldflaugakerfið sem skaut niður flug MH17? Sönnunargögnin hrannast upp um óbeina aðild Rússa að því þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu. Til er hljóðupptaka af samtali leiðtoga aðskilnaðarsinna og rússnesks embættismanns sem bendlar málið við Rússa. Þotan var skotin niður með tæknilega fullkomnu eldflugakerfi. 19. júlí 2014 20:51 Aðskilnaðarsinnar ganga rétt frá líkum Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu fylgja eftirlitsmönnum ÖSE hvert fótmál um svæðið þar sem brak úr MH17 lenti. Starfsmaður ÖSE segist þó hvergi banginn. 22. júlí 2014 00:01 Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar í morgun til að ræða viðbrögð ESB við árásinni á farþegaþotunni MH17 sem var skotin niður í austurhluta Úkraínu á fimmtudaginn. Í frétt EU Observer segir að grunur leiki á að aðskilnaðarsinnar á bandi Rússa hafi við verknaðinn notast við eldflaugakerfi sem Rússar útveguðu þeim. Þá hafi aðskilnaðarsinnar hamlað rannsóknarmönnum aðgengi að flaki vélarinnar sem er á landi sem aðskilnaðarsinnar ráða yfir. Hollensk og bresk stjórnvöld hafa þrýst á að viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum verði hertar. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði að ESB myndi setja „virktavini og ólígarka“ nána Vladimír Pútín Rússlandsforseta á svartan lista sem lið í nýjum viðskiptaþvingunum á hendur Rússum. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði möguleika á að öllum efnahagslegum og pólitískum ráðstöfunum yrði beitt, veittu aðskilnaðarsinnar alþjóðlegum rannsóknarmönnum ekki aðgang að líkum farþega vélarinnar. EU Observer segir að þó sé möguleiki að aðskilnaðarsinnar hafi gert nægilega mikið til að forðast það að sambandið beiti Rússum víðtækum þvingunum, en aðskilnaðarsinnar hafa nú komið flugritum vélarinnar í hendur malasískra yfirvalda og veitt hollenskum rannsóknarmönnum aðgang að líkum og flaki vélarinnar. Búist er við að ESB samþykki að flýta viðskiptaþvingunum gegn rússneskum einstaklingum og jafnvel fyrirtækjum, en samkomulag náðist um slíkt á öðrum fundi sem fram fór áður en vélin var skotin niður. Þá er reiknað með að viðræður muni að miklu leyti snúast um hve nærri Pútín og nánustu samstarfsmönnum hans viðskiptaþvingununum skuli beitt. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á aðildarríki ESB að herða viðskiptaþvinganir sínar gegn Rússum og þó að Bretar og Hollendingar tali fyrir hertari þingunum, eru Þjóðverjar og Frakkar meira hikandi í afstöðu sinni. Litháísk stjórnvöld hafa einnig verið hörð í afstöðu sinni gegn Rússum og segja veik viðbrögð ESB einungis munu auka á vandann. Linas Linkevicius utanríkisráðherra sagði atburðinn í austurhluta Úkraínu vera „hryðjuverk“ og að aðskilnaðarsinnar skuli flokkast sem „hryðjuverkamenn“. „Vegna veikrar afstöðu okkar erum við orðin hluti af vandamálinu, ekki lausninni,“ sagði Linkevicius.
MH17 Tengdar fréttir Flugritar MH17 afhentir malasískum sérfræðingum Uppreisnarmenn í austur Úkraínu hafa nú afhent flugrita vélarinnar MH17 til malasískra sérfræðinga. 22. júlí 2014 06:54 Hvernig virkar eldflaugakerfið sem skaut niður flug MH17? Sönnunargögnin hrannast upp um óbeina aðild Rússa að því þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu. Til er hljóðupptaka af samtali leiðtoga aðskilnaðarsinna og rússnesks embættismanns sem bendlar málið við Rússa. Þotan var skotin niður með tæknilega fullkomnu eldflugakerfi. 19. júlí 2014 20:51 Aðskilnaðarsinnar ganga rétt frá líkum Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu fylgja eftirlitsmönnum ÖSE hvert fótmál um svæðið þar sem brak úr MH17 lenti. Starfsmaður ÖSE segist þó hvergi banginn. 22. júlí 2014 00:01 Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Flugritar MH17 afhentir malasískum sérfræðingum Uppreisnarmenn í austur Úkraínu hafa nú afhent flugrita vélarinnar MH17 til malasískra sérfræðinga. 22. júlí 2014 06:54
Hvernig virkar eldflaugakerfið sem skaut niður flug MH17? Sönnunargögnin hrannast upp um óbeina aðild Rússa að því þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu. Til er hljóðupptaka af samtali leiðtoga aðskilnaðarsinna og rússnesks embættismanns sem bendlar málið við Rússa. Þotan var skotin niður með tæknilega fullkomnu eldflugakerfi. 19. júlí 2014 20:51
Aðskilnaðarsinnar ganga rétt frá líkum Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu fylgja eftirlitsmönnum ÖSE hvert fótmál um svæðið þar sem brak úr MH17 lenti. Starfsmaður ÖSE segist þó hvergi banginn. 22. júlí 2014 00:01
Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44
Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42
Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12