Maðurinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu sýktist sjálfur Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2014 21:44 VÍSIR/AFP Læknirinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu-veirunni í Síerra Leóne hefur nú sjálfur smitast af sjúkdómnum. Er þetta álitið mikið reiðarslag fyrir heilbrigðisyfirvöld í landinu en læknirinn, hinn 39 ára gamli Sheik Umar Khan, er í miklum metum og litið er á hann sem „þjóðarhetju“ fyrir vasklega framgöngu hans gegn sjúkdómnum sem dregið hefur rúmlega 200 manns til dauða í Síerra Leóne. Engin lækning er til við Ebólu sem getur dregið níu af hverjum tíu til dauða sem smitast af veirunni en dánarhlutfall faraldursins sem nú geisar er um 60 prósent. Alls hafa 632 látið lífið í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne af völdum sjúkdómsins samkvæmt nýjustu tölum frá Alþjóða heilbrigðisstofnunni og eru heilbrigðiskerfi fjölda landa á vesturströnd Afríku í lamasessi vegna útbreiðslu veirunnar. Sheik Umar KhanKhan, sem sagður er hafa hlúð að rúmlega 100 Ebólusjúkum, hefur verið fluttur á stofnun á vegum Lækna án landamæra og samkvæmt tilkynningu sem gefin var út í gær er hann á lífi og verið er að reyna að hjúkra honum. Ebóla er bráðsmitandi og heilbrigðisstarfsfólk á í mikill hættu að næla sér í veiruna, þrátt fyrir að það klæðist hlífðarfatnaði. Þrjár hjúkrunarkonur sem unnu á sömu deild og Khan létust úr Ebólu á sunnudag. Ebóla dregur nafn sitt af fljóti í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst upp árið 1976. Þá dró hún 280 manns til dauða en alls hafa 1600 manns fallið af hennar völdum frá miðjum áttunda áratug síðustu aldar. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans. Ebóla Tengdar fréttir Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58 Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00 Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Læknirinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu-veirunni í Síerra Leóne hefur nú sjálfur smitast af sjúkdómnum. Er þetta álitið mikið reiðarslag fyrir heilbrigðisyfirvöld í landinu en læknirinn, hinn 39 ára gamli Sheik Umar Khan, er í miklum metum og litið er á hann sem „þjóðarhetju“ fyrir vasklega framgöngu hans gegn sjúkdómnum sem dregið hefur rúmlega 200 manns til dauða í Síerra Leóne. Engin lækning er til við Ebólu sem getur dregið níu af hverjum tíu til dauða sem smitast af veirunni en dánarhlutfall faraldursins sem nú geisar er um 60 prósent. Alls hafa 632 látið lífið í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne af völdum sjúkdómsins samkvæmt nýjustu tölum frá Alþjóða heilbrigðisstofnunni og eru heilbrigðiskerfi fjölda landa á vesturströnd Afríku í lamasessi vegna útbreiðslu veirunnar. Sheik Umar KhanKhan, sem sagður er hafa hlúð að rúmlega 100 Ebólusjúkum, hefur verið fluttur á stofnun á vegum Lækna án landamæra og samkvæmt tilkynningu sem gefin var út í gær er hann á lífi og verið er að reyna að hjúkra honum. Ebóla er bráðsmitandi og heilbrigðisstarfsfólk á í mikill hættu að næla sér í veiruna, þrátt fyrir að það klæðist hlífðarfatnaði. Þrjár hjúkrunarkonur sem unnu á sömu deild og Khan létust úr Ebólu á sunnudag. Ebóla dregur nafn sitt af fljóti í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst upp árið 1976. Þá dró hún 280 manns til dauða en alls hafa 1600 manns fallið af hennar völdum frá miðjum áttunda áratug síðustu aldar. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans.
Ebóla Tengdar fréttir Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58 Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00 Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58
Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00
Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00