Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Pétur Marinó Jónsson skrifar 24. júlí 2014 22:45 Matt Brown lét Erick Silva finna vel fyrir því í hans síðasta bardaga. Vísir/Getty Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. Matt „The immortal“ Brown er enginn venjulegur bardagamaður. Hann átti lengi við fíkniefnavandamál að stríða og átti erfitt uppdráttar á yngri árum. Hann hefur borið viðurnefnið „The immortal“, eða sá ódauðlegi, frá vinum og vandamönnum eftir að hann lifði af eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. Eftir þetta snéri Brown við blaðinu og ákvað að segja skilið við djammlífstílinn sem hann hafði stundað svo lengi. Brown vantaði áhugamál til að halda sér uppteknum og fann þá japanskt jiu-jitsu. Það var þá sem hann snéri við blaðinu og eftir að hafa kynnst bardagamanninum Jorge Gurgel ákvað hann að prófa MMA. Matt Brown komst í UFC í gegnum The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttinn þar sem hann datt út í 8-manna úrslitum. Fyrstu þrjú árin í UFC átti Brown misjöfnu gengi að fagna. Á einum tímapunkti tapaði hann þremur bardögum í röð og var á barmi þess að missa starf sitt í UFC. Síðan hann tapaði fyrir Seth Baczynski í nóvember 2011 hefur hann óvænt sigrað sjö bardaga í röð. Af þessum sjö sigrum hafa sex komið eftir rothögg og það hefur skilað honum í 5. sæti á styrkleikalista UFC. Viðurnefnið hans á vel við bardagastíl hans. Nokkrum sinnum á ferlinum hefur hann tekið miklar barsmíðar og legið óvígur eftir skrokkhögg en á einhvern ótrúlegan hátt hefur hann náð að halda sér í bardaganum og rotað andstæðing sinn í næstu lotu (sjá bardagana gegn Jordan Mein og Erick Silva). Það má því segja að hann hafi risið upp frá dauðum í annarri lotu og staðið uppi sem sigurvegari í fyrrgreindum bardögum. Sigurvegarinn á laugardaginn fær líklegast titilbardaga gegn veltivigtarmeistaranum Johny Hendricks. Bardaginn gæti orðið frábær skemmtun en Robbie Lawler er einnig gríðarlega áhugaverður bardagamaður. Matt Brown hefur átt áhugaverðan feril í UFC. Bardagar hans eru alltaf þrælskemmtilegir og spennandi og er ekki annað hægt en að samgleðjast honum eftir velgengni undanfarinna ára. Hann fór frá því að vera heróínfíkill yfir í að verða miðlungs bardagamaður en er nú talinn einn af þeim bestu í heimi í veltivigtinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ “Það er spurning fyrir stjórnina“ Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sjá meira
Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. Matt „The immortal“ Brown er enginn venjulegur bardagamaður. Hann átti lengi við fíkniefnavandamál að stríða og átti erfitt uppdráttar á yngri árum. Hann hefur borið viðurnefnið „The immortal“, eða sá ódauðlegi, frá vinum og vandamönnum eftir að hann lifði af eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. Eftir þetta snéri Brown við blaðinu og ákvað að segja skilið við djammlífstílinn sem hann hafði stundað svo lengi. Brown vantaði áhugamál til að halda sér uppteknum og fann þá japanskt jiu-jitsu. Það var þá sem hann snéri við blaðinu og eftir að hafa kynnst bardagamanninum Jorge Gurgel ákvað hann að prófa MMA. Matt Brown komst í UFC í gegnum The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttinn þar sem hann datt út í 8-manna úrslitum. Fyrstu þrjú árin í UFC átti Brown misjöfnu gengi að fagna. Á einum tímapunkti tapaði hann þremur bardögum í röð og var á barmi þess að missa starf sitt í UFC. Síðan hann tapaði fyrir Seth Baczynski í nóvember 2011 hefur hann óvænt sigrað sjö bardaga í röð. Af þessum sjö sigrum hafa sex komið eftir rothögg og það hefur skilað honum í 5. sæti á styrkleikalista UFC. Viðurnefnið hans á vel við bardagastíl hans. Nokkrum sinnum á ferlinum hefur hann tekið miklar barsmíðar og legið óvígur eftir skrokkhögg en á einhvern ótrúlegan hátt hefur hann náð að halda sér í bardaganum og rotað andstæðing sinn í næstu lotu (sjá bardagana gegn Jordan Mein og Erick Silva). Það má því segja að hann hafi risið upp frá dauðum í annarri lotu og staðið uppi sem sigurvegari í fyrrgreindum bardögum. Sigurvegarinn á laugardaginn fær líklegast titilbardaga gegn veltivigtarmeistaranum Johny Hendricks. Bardaginn gæti orðið frábær skemmtun en Robbie Lawler er einnig gríðarlega áhugaverður bardagamaður. Matt Brown hefur átt áhugaverðan feril í UFC. Bardagar hans eru alltaf þrælskemmtilegir og spennandi og er ekki annað hægt en að samgleðjast honum eftir velgengni undanfarinna ára. Hann fór frá því að vera heróínfíkill yfir í að verða miðlungs bardagamaður en er nú talinn einn af þeim bestu í heimi í veltivigtinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ “Það er spurning fyrir stjórnina“ Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sjá meira