Risabardagi í þyngdarflokki Gunnars í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. júlí 2014 12:15 Robbie Lawler og Matt Brown í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Það verður sannkallaður risabardagi í veltivigt UFC í kvöld þegar Matt Brown og Robbie Lawler mætast. Sigurvegarinn fær líklegast titilbardaga í veltivigtinni gegn núverandi meistara. Bardaginn er einn af fjórum bardögum sem sýndur er á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. Þeir Matt Brown og Robbie Lawler eru báðir á topp 5 á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og því er þetta gríðarlega mikilvægur bardagi í kvöld. Okkar maður, Gunnar Nelson, er í 12. sæti í veltivigtinni eftir að hafa hækkað um eitt sæti í vikunni. Veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks hefur haft það náðugt síðan hann tryggði sér titilinn í mars á þessu ári. Það gæti breyst í kvöld þar sem sigurvegarinn í kvöld verður líklegast næsta áskorun meistarans. Ferlar Brown og Lawler hafa ekki verið ósvipaðir undanfarin ár. Fyrir þremur árum síðan hefði enginn búist við því að annar hvor þeirra, hvað þá báðir, væru að berjast á toppi veltivigtarinnar. Árið 2010 tapaði Brown þremur bardögum í röð á meðan Robbie Lawler var meðalmaður í Strikeforce bardagasamtökunum. Þeir hafa báðir náð að snúa döpru gengi sínu við og eru nú meðal bestu veltivigtarmanna heims. Hér fyrir neðan má sjá styrkleika og veikleika beggja bardagamanna.Robbie LawlerStyrkleikarEr frábær í gagnhöggum þegar hann pressar andstæðinginnHarða höku og erfitt að rota hannMikill rotari (19 sigrar eftir rothögg)VeikleikarHefur alltaf átt í vandræðum með að verja lágspörk (sjá Hendricks, Manhoef og Spratt bardagana)Hefur lent í vandræðum gegn sterkum glímumönnumMatt BrownStyrkleikarHarða höku – aldrei verið rotaðurSetur mikla pressu á andstæðinginn sem fáir ná að standastKróar andstæðinginn af við búriðVeikleikar9 af 11 töpum hans hafa komið eftir uppgjafartökHefur átt í vandræðum með sterka glímumenn Þrátt fyrir að báðir bardagamenn hafi lent í vandræðum gegn sterkum glímumönnum ætti það ekki að vera mikilvæg breyta í þessum bardaga. Þessi bardagi mun líklegast fara fram standandi og kæmi það undirrituðum verulega á óvart færi hann lengur en í 2. lotu. Báðir bardagamenn vilja sækja fram þó þeir geri það á mismunandi hátt. Brown veður áfram með hrátt sparkboxið sitt og mikla pressu. Á sama tíma beitir Lawler gagnhöggum á meðan hann pressar andstæðinginn. Þetta verða því tvær óstöðvandi vélar sem munu mætast í átthyrningnum í kvöld. Það er uppskrift af frábærum bardaga og gætum við fengið að sjá einn besta bardaga ársins í kvöld. Enginn bardagaáhugamaður má láta þennan bardaga framhjá sér fara!Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. 24. júlí 2014 22:45 Gunnar Nelson upp um eitt sæti á styrkleikalistanum Skiptir um sæti við Bandaríkjamann sem hann átti að berjast við. 23. júlí 2014 22:00 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sjá meira
Það verður sannkallaður risabardagi í veltivigt UFC í kvöld þegar Matt Brown og Robbie Lawler mætast. Sigurvegarinn fær líklegast titilbardaga í veltivigtinni gegn núverandi meistara. Bardaginn er einn af fjórum bardögum sem sýndur er á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. Þeir Matt Brown og Robbie Lawler eru báðir á topp 5 á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og því er þetta gríðarlega mikilvægur bardagi í kvöld. Okkar maður, Gunnar Nelson, er í 12. sæti í veltivigtinni eftir að hafa hækkað um eitt sæti í vikunni. Veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks hefur haft það náðugt síðan hann tryggði sér titilinn í mars á þessu ári. Það gæti breyst í kvöld þar sem sigurvegarinn í kvöld verður líklegast næsta áskorun meistarans. Ferlar Brown og Lawler hafa ekki verið ósvipaðir undanfarin ár. Fyrir þremur árum síðan hefði enginn búist við því að annar hvor þeirra, hvað þá báðir, væru að berjast á toppi veltivigtarinnar. Árið 2010 tapaði Brown þremur bardögum í röð á meðan Robbie Lawler var meðalmaður í Strikeforce bardagasamtökunum. Þeir hafa báðir náð að snúa döpru gengi sínu við og eru nú meðal bestu veltivigtarmanna heims. Hér fyrir neðan má sjá styrkleika og veikleika beggja bardagamanna.Robbie LawlerStyrkleikarEr frábær í gagnhöggum þegar hann pressar andstæðinginnHarða höku og erfitt að rota hannMikill rotari (19 sigrar eftir rothögg)VeikleikarHefur alltaf átt í vandræðum með að verja lágspörk (sjá Hendricks, Manhoef og Spratt bardagana)Hefur lent í vandræðum gegn sterkum glímumönnumMatt BrownStyrkleikarHarða höku – aldrei verið rotaðurSetur mikla pressu á andstæðinginn sem fáir ná að standastKróar andstæðinginn af við búriðVeikleikar9 af 11 töpum hans hafa komið eftir uppgjafartökHefur átt í vandræðum með sterka glímumenn Þrátt fyrir að báðir bardagamenn hafi lent í vandræðum gegn sterkum glímumönnum ætti það ekki að vera mikilvæg breyta í þessum bardaga. Þessi bardagi mun líklegast fara fram standandi og kæmi það undirrituðum verulega á óvart færi hann lengur en í 2. lotu. Báðir bardagamenn vilja sækja fram þó þeir geri það á mismunandi hátt. Brown veður áfram með hrátt sparkboxið sitt og mikla pressu. Á sama tíma beitir Lawler gagnhöggum á meðan hann pressar andstæðinginn. Þetta verða því tvær óstöðvandi vélar sem munu mætast í átthyrningnum í kvöld. Það er uppskrift af frábærum bardaga og gætum við fengið að sjá einn besta bardaga ársins í kvöld. Enginn bardagaáhugamaður má láta þennan bardaga framhjá sér fara!Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. 24. júlí 2014 22:45 Gunnar Nelson upp um eitt sæti á styrkleikalistanum Skiptir um sæti við Bandaríkjamann sem hann átti að berjast við. 23. júlí 2014 22:00 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sjá meira
Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. 24. júlí 2014 22:45
Gunnar Nelson upp um eitt sæti á styrkleikalistanum Skiptir um sæti við Bandaríkjamann sem hann átti að berjast við. 23. júlí 2014 22:00