Íslendingur vitni að skotárás á Vesturbakkanum Heimir Már Pétursson skrifar 27. júlí 2014 20:00 Íslendingur á Vesturbakkanum segir að það hafi verið skelfilegt að upplifa þegar skotið var á göngu Palestínumanna við landamærin að Jerúsalem á fimmtudag. Tilraunir til vopnahlés á Gaza hafa farið út um þúfur síðasta sólahringinn og hafa minnst tíu manns fallið þar í dag. Oddur Sigurjónsson hefur verið á Vesturbakkanum í um viku og segir fremur rólegt þar. Hann tók hins vegar þátt í árlegri göngu Palestínumanna frá Ramalla til Jerúsalem á fimmtudag. Palestínumönnum sé ekki hleypt í gegnum landamærastöð inn í Jerúsalem og yfirleitt beiti lögregla táragasi og gúmmíhúðuðum stálkúlum reyni fólk að nálgast landamærastöðina. „En þarna var farið strax í að skjóta með alvöru byssuskotum. Það var mjög ógnvekjandi tilfinning að vera þarna. Ég held að minnst hundrað eða 150 manns hafi særst. Það er enn óljóst hvað margir létust, einn, tveir eða fjórir. Maður hefur heyrt þessar tölur,“ segir Oddur. Hann segir að þessi ganga hafi ekki verið eins fjölmenn í mörg ár. „Það var svo mikil ringulreið þarna. Það kom sjúkrabíll eftir sjúkrabíl og fólk hlaupandi um með særða,“ segir Oddur. Ísraelsmenn segjast hafa fundið og náð að aftengja sprengju í bíl sem stöðvaður var við Beitar landamærastöðina á Vestubakkanum í dag. Ísraelsher sendi einnig frá sér myndband í dag sem á að sýna eldflaug skotið frá skólabyggingu á Gaza í gær. Þá hafi ísraelskir hermenn fundið vopn og sprengjur inni á heimilum fólks á Gaza. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir friðartillögur Egypta vera einu lausnina. „Það kallar á, í sjálfu sér, að afvopna Gaza. Það þýðir að við verðum að afvopna Gaza, gera upptæk þau vopn sem Hamas hefur komið fyrir á svæðinu, eldflaugar og eyðileggja göng sem hamasliðar hafa grafið. Við getum ekki liðið að þeir endurnýi vopnabirgðir sínar því þá verðum við föst í sama ástandinu í fimm til sex mánuði í viðbót,“ segir Netanyahu. Stríðandi fylkingar hafa tvívegis lýst yfir vopnahléi, fyrst Ísraelsmenn þegar þeir lýstu yfir tólf tíma vopnahléi í gær og svo Palestínumenn sem lýstu yfir sólahrings vopnahléi í dag. Þau hafa hins vegar ekki haldið og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið á Gaza í dag. Tala fallina þar er komin í eitt þúsund og sextíu frá því átökin hófust fyrir tuttugu dögum og 43 ísraelskir hermenn hafa fallið og þrír óbreyttir borgarar í Ísrael. Gasa Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Íslendingur á Vesturbakkanum segir að það hafi verið skelfilegt að upplifa þegar skotið var á göngu Palestínumanna við landamærin að Jerúsalem á fimmtudag. Tilraunir til vopnahlés á Gaza hafa farið út um þúfur síðasta sólahringinn og hafa minnst tíu manns fallið þar í dag. Oddur Sigurjónsson hefur verið á Vesturbakkanum í um viku og segir fremur rólegt þar. Hann tók hins vegar þátt í árlegri göngu Palestínumanna frá Ramalla til Jerúsalem á fimmtudag. Palestínumönnum sé ekki hleypt í gegnum landamærastöð inn í Jerúsalem og yfirleitt beiti lögregla táragasi og gúmmíhúðuðum stálkúlum reyni fólk að nálgast landamærastöðina. „En þarna var farið strax í að skjóta með alvöru byssuskotum. Það var mjög ógnvekjandi tilfinning að vera þarna. Ég held að minnst hundrað eða 150 manns hafi særst. Það er enn óljóst hvað margir létust, einn, tveir eða fjórir. Maður hefur heyrt þessar tölur,“ segir Oddur. Hann segir að þessi ganga hafi ekki verið eins fjölmenn í mörg ár. „Það var svo mikil ringulreið þarna. Það kom sjúkrabíll eftir sjúkrabíl og fólk hlaupandi um með særða,“ segir Oddur. Ísraelsmenn segjast hafa fundið og náð að aftengja sprengju í bíl sem stöðvaður var við Beitar landamærastöðina á Vestubakkanum í dag. Ísraelsher sendi einnig frá sér myndband í dag sem á að sýna eldflaug skotið frá skólabyggingu á Gaza í gær. Þá hafi ísraelskir hermenn fundið vopn og sprengjur inni á heimilum fólks á Gaza. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir friðartillögur Egypta vera einu lausnina. „Það kallar á, í sjálfu sér, að afvopna Gaza. Það þýðir að við verðum að afvopna Gaza, gera upptæk þau vopn sem Hamas hefur komið fyrir á svæðinu, eldflaugar og eyðileggja göng sem hamasliðar hafa grafið. Við getum ekki liðið að þeir endurnýi vopnabirgðir sínar því þá verðum við föst í sama ástandinu í fimm til sex mánuði í viðbót,“ segir Netanyahu. Stríðandi fylkingar hafa tvívegis lýst yfir vopnahléi, fyrst Ísraelsmenn þegar þeir lýstu yfir tólf tíma vopnahléi í gær og svo Palestínumenn sem lýstu yfir sólahrings vopnahléi í dag. Þau hafa hins vegar ekki haldið og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið á Gaza í dag. Tala fallina þar er komin í eitt þúsund og sextíu frá því átökin hófust fyrir tuttugu dögum og 43 ísraelskir hermenn hafa fallið og þrír óbreyttir borgarar í Ísrael.
Gasa Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira