Ísraelsmenn herja á MAMMÚT Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2014 13:44 „Það að fólk haldi að það sprengja upp börn og óbreytta borgara, á svæði þar sem meðalaldurinn er 17 ára, sé einhverskonar „erfið ákvörðun“ en jafnframt „lausn á vandamáli“ er svo snar ruglað að ég get ekki orða bundist.“ Þetta skrifar Alexandra Baldursdóttir, einn meðlima í hljómsveitinni MAMMÚT. Meðlimir hljómsveitarinnar birtu mynd af sér á Facebook síðastliðinn laugardag með liti palestínska fánans á vöngum sér, undir merkingunni „Frjáls Palestína“. Í kjölfar þessa kom fjöldinn allur af athugasemdum frá harðorðum Ísraelsmönnum. „Það sem verið er að skrifa þarna er í raun svo langt frá vestrænu samfélagi og því sem við þekkjum. Þarna skrifa Ísraelsmenn til dæmis að fólkið á Gasa eigi ekki skilið að lifa því það fæddist í Palestínu. Maður verður bara reiður að lesa svona og það er fullt af Íslendingum þarna sem blöskrar þessi ummæli,“ segir Alexandra í samtali við Vísi.Forvitnilegt að fá að skyggjast inn í hugarheim fólks Alexandra getur vart orða bundist yfir umræðunni sem þarna myndaðist í kjölfar stöðuuppfærslu þeirra, en segir þetta þó ekki hafa áhrif á skoðanir meðlima hljómsveitarinnar sem ætla að öllum líkindum að halda áfram að nota þennan vettvang til þess að viðra skoðanir sínar. „Við höldum hvorki með Hamas né Ísrael. Við höldum með almennum mannréttindum og það sem er að gerast þarna er bara ómannúðlegt og í raun ógeðslegt,“ segir Alexandra sem er þó ánægð með að orð þeirra hafi vakið athygli í netheimum, víðs vegar um heiminn. „Samt sem áður erum við mjög ánægð með þessa umræðu ef eitthvað er. Það er forvitnilegt að sjá inn í hugarheim fólks sem í raun reynir að réttlæta þjóðarmorð þarna á einu bretti.“ Stöðuuppfærslu hljómsveitarinnar má sjá hér að neðan. Post by MAMMÚT. Gasa Tengdar fréttir Stórskotaárásir halda áfram Átökin á milli Ísraela og Palestínumanna halda áfram að harðna, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í nótt í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. 29. júlí 2014 10:20 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli Sjá meira
„Það að fólk haldi að það sprengja upp börn og óbreytta borgara, á svæði þar sem meðalaldurinn er 17 ára, sé einhverskonar „erfið ákvörðun“ en jafnframt „lausn á vandamáli“ er svo snar ruglað að ég get ekki orða bundist.“ Þetta skrifar Alexandra Baldursdóttir, einn meðlima í hljómsveitinni MAMMÚT. Meðlimir hljómsveitarinnar birtu mynd af sér á Facebook síðastliðinn laugardag með liti palestínska fánans á vöngum sér, undir merkingunni „Frjáls Palestína“. Í kjölfar þessa kom fjöldinn allur af athugasemdum frá harðorðum Ísraelsmönnum. „Það sem verið er að skrifa þarna er í raun svo langt frá vestrænu samfélagi og því sem við þekkjum. Þarna skrifa Ísraelsmenn til dæmis að fólkið á Gasa eigi ekki skilið að lifa því það fæddist í Palestínu. Maður verður bara reiður að lesa svona og það er fullt af Íslendingum þarna sem blöskrar þessi ummæli,“ segir Alexandra í samtali við Vísi.Forvitnilegt að fá að skyggjast inn í hugarheim fólks Alexandra getur vart orða bundist yfir umræðunni sem þarna myndaðist í kjölfar stöðuuppfærslu þeirra, en segir þetta þó ekki hafa áhrif á skoðanir meðlima hljómsveitarinnar sem ætla að öllum líkindum að halda áfram að nota þennan vettvang til þess að viðra skoðanir sínar. „Við höldum hvorki með Hamas né Ísrael. Við höldum með almennum mannréttindum og það sem er að gerast þarna er bara ómannúðlegt og í raun ógeðslegt,“ segir Alexandra sem er þó ánægð með að orð þeirra hafi vakið athygli í netheimum, víðs vegar um heiminn. „Samt sem áður erum við mjög ánægð með þessa umræðu ef eitthvað er. Það er forvitnilegt að sjá inn í hugarheim fólks sem í raun reynir að réttlæta þjóðarmorð þarna á einu bretti.“ Stöðuuppfærslu hljómsveitarinnar má sjá hér að neðan. Post by MAMMÚT.
Gasa Tengdar fréttir Stórskotaárásir halda áfram Átökin á milli Ísraela og Palestínumanna halda áfram að harðna, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í nótt í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. 29. júlí 2014 10:20 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli Sjá meira
Stórskotaárásir halda áfram Átökin á milli Ísraela og Palestínumanna halda áfram að harðna, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í nótt í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. 29. júlí 2014 10:20