Af hverju er ég að skrifa þennan pistil? Óttar Martin Norðfjörð skrifar 29. júlí 2014 13:54 Af hverju er ég að skrifa þennan pistil? Ég skil ekki neitt. Er í lagi að skrifa pistla þegar maður skilur ekki neitt? Eru kannski of margir pistlar birtir daglega þar sem fólk þykist skilja allt, þessa fínu þræði heimsins, og þess vegna reynir það að veita manni svör, en í sannleika sagt skilur það heldur ekki neitt? Skilur einhver eitthvað? Ég veit það ekki. Ég hef ekki tölu á greinunum, pistlunum, fréttaskýringunum og viðtölunum sem ég hef horft á og lesið síðustu daga til að reyna að skilja það sem er að gerast á Gaza. Öll útskýra þau aðdragandann eða rekja átakasöguna, en samt er ég engu nær. Ég skil einfaldlega ekki hvað er að gerast. Ég skil hvers vegna þetta er að gerast, sögulega, en ég skil ekki einhverja aðra, dýpri tegund af „hvers vegna“. Hvers vegna drepur fólk hvert annað? Hvers vegna hafa stríð fylgt manninum frá upphafi? Eru stríð í dag hryllilegri en áður fyrr því við teljum okkur siðmenntaðri með öll okkar mannréttindi, lög og reglur? Erum við siðmenntaðri? Ég veit það ekki. Ég veit ekki neitt, enda skil ég ekki neitt. Mér leiðast pistlar sem þykjast veita svör við ósvaranlegum hlutum. Pistlar þar sem höfundar setjast í hálfgerð hásæti með útskýringum sínum á ástandi heimsins, máli málanna þá vikuna. Væri ekki heiðarlegra að viðurkenna að stundum eru engin svör til, engar útskýringar, ekkert sem varpar ljósi á málið, að minnsta kosti ekki í stóra samhenginu? Kannski. Ég veit það ekki. Það er sérlega erfitt að skilja heiminn þessa dagana, því þessa dagana erum við minnt á hvernig heimurinn er. Eða getur verið. Eða mun alltaf vera. Eða hefur alltaf verið. Við fáum myndir af látnum börnum sem eru borin um götur Gaza. Við fáum myndir af látnum hermönnum í fyrri heimsstyrjöld sem hófst fyrir 100 árum. Hvernig eigum við að skilja þetta? Hvert er samhengið í gömlu og nýju stríðsmyndunum? Látið fólk í gamla daga vegna einhvers sem enginn skildi þá. Látið fólk í dag vegna einhvers sem enginn skilur nú. Á maður að vera bjartsýnn fyrir hönd mannkyns? Eða svartsýnn? Á maður að trúa því að hlutirnir lagist einn daginn? Eða eiga þeir kannski eftir að verða verri? Mun einhvern tíma eitthvað breytast? Ég hef ekki hugmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Af hverju er ég að skrifa þennan pistil? Ég skil ekki neitt. Er í lagi að skrifa pistla þegar maður skilur ekki neitt? Eru kannski of margir pistlar birtir daglega þar sem fólk þykist skilja allt, þessa fínu þræði heimsins, og þess vegna reynir það að veita manni svör, en í sannleika sagt skilur það heldur ekki neitt? Skilur einhver eitthvað? Ég veit það ekki. Ég hef ekki tölu á greinunum, pistlunum, fréttaskýringunum og viðtölunum sem ég hef horft á og lesið síðustu daga til að reyna að skilja það sem er að gerast á Gaza. Öll útskýra þau aðdragandann eða rekja átakasöguna, en samt er ég engu nær. Ég skil einfaldlega ekki hvað er að gerast. Ég skil hvers vegna þetta er að gerast, sögulega, en ég skil ekki einhverja aðra, dýpri tegund af „hvers vegna“. Hvers vegna drepur fólk hvert annað? Hvers vegna hafa stríð fylgt manninum frá upphafi? Eru stríð í dag hryllilegri en áður fyrr því við teljum okkur siðmenntaðri með öll okkar mannréttindi, lög og reglur? Erum við siðmenntaðri? Ég veit það ekki. Ég veit ekki neitt, enda skil ég ekki neitt. Mér leiðast pistlar sem þykjast veita svör við ósvaranlegum hlutum. Pistlar þar sem höfundar setjast í hálfgerð hásæti með útskýringum sínum á ástandi heimsins, máli málanna þá vikuna. Væri ekki heiðarlegra að viðurkenna að stundum eru engin svör til, engar útskýringar, ekkert sem varpar ljósi á málið, að minnsta kosti ekki í stóra samhenginu? Kannski. Ég veit það ekki. Það er sérlega erfitt að skilja heiminn þessa dagana, því þessa dagana erum við minnt á hvernig heimurinn er. Eða getur verið. Eða mun alltaf vera. Eða hefur alltaf verið. Við fáum myndir af látnum börnum sem eru borin um götur Gaza. Við fáum myndir af látnum hermönnum í fyrri heimsstyrjöld sem hófst fyrir 100 árum. Hvernig eigum við að skilja þetta? Hvert er samhengið í gömlu og nýju stríðsmyndunum? Látið fólk í gamla daga vegna einhvers sem enginn skildi þá. Látið fólk í dag vegna einhvers sem enginn skilur nú. Á maður að vera bjartsýnn fyrir hönd mannkyns? Eða svartsýnn? Á maður að trúa því að hlutirnir lagist einn daginn? Eða eiga þeir kannski eftir að verða verri? Mun einhvern tíma eitthvað breytast? Ég hef ekki hugmynd.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar