Af hverju er ég að skrifa þennan pistil? Óttar Martin Norðfjörð skrifar 29. júlí 2014 13:54 Af hverju er ég að skrifa þennan pistil? Ég skil ekki neitt. Er í lagi að skrifa pistla þegar maður skilur ekki neitt? Eru kannski of margir pistlar birtir daglega þar sem fólk þykist skilja allt, þessa fínu þræði heimsins, og þess vegna reynir það að veita manni svör, en í sannleika sagt skilur það heldur ekki neitt? Skilur einhver eitthvað? Ég veit það ekki. Ég hef ekki tölu á greinunum, pistlunum, fréttaskýringunum og viðtölunum sem ég hef horft á og lesið síðustu daga til að reyna að skilja það sem er að gerast á Gaza. Öll útskýra þau aðdragandann eða rekja átakasöguna, en samt er ég engu nær. Ég skil einfaldlega ekki hvað er að gerast. Ég skil hvers vegna þetta er að gerast, sögulega, en ég skil ekki einhverja aðra, dýpri tegund af „hvers vegna“. Hvers vegna drepur fólk hvert annað? Hvers vegna hafa stríð fylgt manninum frá upphafi? Eru stríð í dag hryllilegri en áður fyrr því við teljum okkur siðmenntaðri með öll okkar mannréttindi, lög og reglur? Erum við siðmenntaðri? Ég veit það ekki. Ég veit ekki neitt, enda skil ég ekki neitt. Mér leiðast pistlar sem þykjast veita svör við ósvaranlegum hlutum. Pistlar þar sem höfundar setjast í hálfgerð hásæti með útskýringum sínum á ástandi heimsins, máli málanna þá vikuna. Væri ekki heiðarlegra að viðurkenna að stundum eru engin svör til, engar útskýringar, ekkert sem varpar ljósi á málið, að minnsta kosti ekki í stóra samhenginu? Kannski. Ég veit það ekki. Það er sérlega erfitt að skilja heiminn þessa dagana, því þessa dagana erum við minnt á hvernig heimurinn er. Eða getur verið. Eða mun alltaf vera. Eða hefur alltaf verið. Við fáum myndir af látnum börnum sem eru borin um götur Gaza. Við fáum myndir af látnum hermönnum í fyrri heimsstyrjöld sem hófst fyrir 100 árum. Hvernig eigum við að skilja þetta? Hvert er samhengið í gömlu og nýju stríðsmyndunum? Látið fólk í gamla daga vegna einhvers sem enginn skildi þá. Látið fólk í dag vegna einhvers sem enginn skilur nú. Á maður að vera bjartsýnn fyrir hönd mannkyns? Eða svartsýnn? Á maður að trúa því að hlutirnir lagist einn daginn? Eða eiga þeir kannski eftir að verða verri? Mun einhvern tíma eitthvað breytast? Ég hef ekki hugmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Af hverju er ég að skrifa þennan pistil? Ég skil ekki neitt. Er í lagi að skrifa pistla þegar maður skilur ekki neitt? Eru kannski of margir pistlar birtir daglega þar sem fólk þykist skilja allt, þessa fínu þræði heimsins, og þess vegna reynir það að veita manni svör, en í sannleika sagt skilur það heldur ekki neitt? Skilur einhver eitthvað? Ég veit það ekki. Ég hef ekki tölu á greinunum, pistlunum, fréttaskýringunum og viðtölunum sem ég hef horft á og lesið síðustu daga til að reyna að skilja það sem er að gerast á Gaza. Öll útskýra þau aðdragandann eða rekja átakasöguna, en samt er ég engu nær. Ég skil einfaldlega ekki hvað er að gerast. Ég skil hvers vegna þetta er að gerast, sögulega, en ég skil ekki einhverja aðra, dýpri tegund af „hvers vegna“. Hvers vegna drepur fólk hvert annað? Hvers vegna hafa stríð fylgt manninum frá upphafi? Eru stríð í dag hryllilegri en áður fyrr því við teljum okkur siðmenntaðri með öll okkar mannréttindi, lög og reglur? Erum við siðmenntaðri? Ég veit það ekki. Ég veit ekki neitt, enda skil ég ekki neitt. Mér leiðast pistlar sem þykjast veita svör við ósvaranlegum hlutum. Pistlar þar sem höfundar setjast í hálfgerð hásæti með útskýringum sínum á ástandi heimsins, máli málanna þá vikuna. Væri ekki heiðarlegra að viðurkenna að stundum eru engin svör til, engar útskýringar, ekkert sem varpar ljósi á málið, að minnsta kosti ekki í stóra samhenginu? Kannski. Ég veit það ekki. Það er sérlega erfitt að skilja heiminn þessa dagana, því þessa dagana erum við minnt á hvernig heimurinn er. Eða getur verið. Eða mun alltaf vera. Eða hefur alltaf verið. Við fáum myndir af látnum börnum sem eru borin um götur Gaza. Við fáum myndir af látnum hermönnum í fyrri heimsstyrjöld sem hófst fyrir 100 árum. Hvernig eigum við að skilja þetta? Hvert er samhengið í gömlu og nýju stríðsmyndunum? Látið fólk í gamla daga vegna einhvers sem enginn skildi þá. Látið fólk í dag vegna einhvers sem enginn skilur nú. Á maður að vera bjartsýnn fyrir hönd mannkyns? Eða svartsýnn? Á maður að trúa því að hlutirnir lagist einn daginn? Eða eiga þeir kannski eftir að verða verri? Mun einhvern tíma eitthvað breytast? Ég hef ekki hugmynd.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun