Minnst 156 fallnir í átökunum Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2014 10:30 Vísir/AFP Ísraelsmenn gerðu loftárásir á stofnanir á Gaza svæðinu, sem grunaðar eru um tengsl við Hamas samtökin og sendu hermenn inn á svæðið í fyrsta sinn frá því átökin hófust fyrir viku. Þrátt fyrir alþjóðlegan þrýsting um vopnahlé segjast báðir aðilar ekki vera tilbúnir til friðarviðræðna. Meira en 156 Palestínumenn hafa fallið í átökunum samkvæmt AP fréttaveitunni. Hermenn gerðu árás á stað sem notaður var til að skjóta eldflaugum á Ísrael og herinn segir fjóra þeirra hafa særst í árásinni. Þeir munu nú vera komnir aftur til Ísrael. Þetta er í fyrsta sinn sem hermenn eru sendir inn á Gaza í þessum átökum en AP segir þá vera sérsveitarmenn. Ekki sé útlit fyrir að um sé að ræða fyrsta skref innrásar. Þá var fjöldi loftárása gerðar á Gaza í gær og í nótt. Þá lenti sprengja á endurhæfingarmiðstöð þar sem tveir sjúklingar létust og fjórir særðust. Einnig var loftárás gerð á heimili lögreglustjórans á Gaza í gær, sem hrundi. Hluti nærliggjandi mosku hrundi einnig og minnst 18 létust og 50 særðust. Ísraelar segja loftárásirnar vera í sjálfsvörn gegn eldflaugum sem skotið sé frá Gaza. Þeis saka Hamas samtökin um að skýla sér að baki borgurum með því að skjóta eldflaugunum úr íbúabyggð. Aðrir segja þó loftárásir Ísrael á einu þéttbyggðasta svæði heims vera helstu ástæðu þess að borgarar séu í hættu. Sarit Michaeli hjá ísraelsku mannréttindasamtökunum B´Tselem sagði AP að þrátt fyrir að Hamas brytu alþjóðalög með því að skýla sér að baki borgara, gæfi það Ísraelsmönnum ekki rétt til þess að brjóta alþjóðalög einnig. Hér að neðan má sjá myndbandi af loftvörnum Ísrael skjóta niður tvær eldflaugar fyrir ofan íbúahverfi í Ísrael. Post by Mary Michelle Ruben Pritas. Gasa Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Ísraelsmenn gerðu loftárásir á stofnanir á Gaza svæðinu, sem grunaðar eru um tengsl við Hamas samtökin og sendu hermenn inn á svæðið í fyrsta sinn frá því átökin hófust fyrir viku. Þrátt fyrir alþjóðlegan þrýsting um vopnahlé segjast báðir aðilar ekki vera tilbúnir til friðarviðræðna. Meira en 156 Palestínumenn hafa fallið í átökunum samkvæmt AP fréttaveitunni. Hermenn gerðu árás á stað sem notaður var til að skjóta eldflaugum á Ísrael og herinn segir fjóra þeirra hafa særst í árásinni. Þeir munu nú vera komnir aftur til Ísrael. Þetta er í fyrsta sinn sem hermenn eru sendir inn á Gaza í þessum átökum en AP segir þá vera sérsveitarmenn. Ekki sé útlit fyrir að um sé að ræða fyrsta skref innrásar. Þá var fjöldi loftárása gerðar á Gaza í gær og í nótt. Þá lenti sprengja á endurhæfingarmiðstöð þar sem tveir sjúklingar létust og fjórir særðust. Einnig var loftárás gerð á heimili lögreglustjórans á Gaza í gær, sem hrundi. Hluti nærliggjandi mosku hrundi einnig og minnst 18 létust og 50 særðust. Ísraelar segja loftárásirnar vera í sjálfsvörn gegn eldflaugum sem skotið sé frá Gaza. Þeis saka Hamas samtökin um að skýla sér að baki borgurum með því að skjóta eldflaugunum úr íbúabyggð. Aðrir segja þó loftárásir Ísrael á einu þéttbyggðasta svæði heims vera helstu ástæðu þess að borgarar séu í hættu. Sarit Michaeli hjá ísraelsku mannréttindasamtökunum B´Tselem sagði AP að þrátt fyrir að Hamas brytu alþjóðalög með því að skýla sér að baki borgara, gæfi það Ísraelsmönnum ekki rétt til þess að brjóta alþjóðalög einnig. Hér að neðan má sjá myndbandi af loftvörnum Ísrael skjóta niður tvær eldflaugar fyrir ofan íbúahverfi í Ísrael. Post by Mary Michelle Ruben Pritas.
Gasa Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira