Skorað á S.Þ. að stöðva þjóðarmorð á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2014 19:41 Utanríkisráðherra Palestínu skorar á Sameinuðu þjóðirnar að veita íbúum Gaza öryggi og vernd og stöðva það sem hann kallar þjóðarmorð Ísraelsmanna á Gaza. Tugþúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gazastrandarinnar eftir að ísraelsher boðaði hertar loftárásir og jafnvel landhernað á því svæði. Alþjóðasamfélagið hefur reynst algerlega ófært um að miðla málum milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, hvað þá stöðva blóðsúthellingarnar á Gaza. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels þakkar Bandaríkjamönnum stuðninginn við þróun eldflaugavarna landsins, sem náð hafa að skjóta niður fjölda flauga sem hamasliðar hafa skotið á Ísrael. „Munurinn á okkur og palestínumönnum er sá að við notum eldflaugavarnarkerfi til að verja þegna okkar en þeir nota þegna sína til að verja eldflaugar sínar. Það er megin munurinn á okkur. Þeir verja þessar hryðjuverkaeldflaugar og reyna að drepa eins marga og þeir geta,“ segir Nethanyahu. Hins vegar hefur enginn Ísraelsmaður fallið frá því á þriðjudag, en 170 Palestínumenn, þar af tugir barna, hafa fallið í árásum Ísrelsmanna á sama tíma. Riad Al-Maliki Utanríkisráðherra Palestínu kom til fundar með leiðtogum Arababandalagsins í Kairó höfðborg Egyptalands í dag. „Við vonum að Sameinuðu þjóðirnar færist í átt til umræðna um kröfu Palestínumanna um að flýta viðbrögðum þeirra til öryggis og verndar varnarlausra Palestínumanna, sem verða fyrir þjóðarmorði, stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu. Glæpir sem ekki eru einungis framdir af ísraelskum hermönnum, heldur þeim sem gefa þeim skipanir, hvort sem það eru stjórnmálamenn, embættismenn, þingmenn eða aðrir,“ segir Al-Maliki. Þúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gaza eftir að ísraelski herinn kastaði dreifimiðum úr flugvélum yfir svæðið í gær þar sem íbúum var sagt að forða sér þar sem herða ætti loftárásir á svæðið. Um fjórðungur bæjarbúa Beit Lahiya þar sem 70 þúsund manns búa, flúðu bæinn og leituðu margir skjóls í skóla Sameinuðu þjóðanna. „Hér er hvorki vatn á baðherbergjum né til drykkjar, utanaðkomandi fólk kemur hingað með vatn til okkar. Við yfirgáfum heimili okkar og allar okkar eigur og komum hingað þar sem ekkert bíður okkar. Aðstæður hér eru verri en þær sem skepnur njóta. Börnin okkar sofa á gólfinu,“ segir ónefnd palestínsk móðir sem getur ekki haldið aftur af tárum sínum. Gasa Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Utanríkisráðherra Palestínu skorar á Sameinuðu þjóðirnar að veita íbúum Gaza öryggi og vernd og stöðva það sem hann kallar þjóðarmorð Ísraelsmanna á Gaza. Tugþúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gazastrandarinnar eftir að ísraelsher boðaði hertar loftárásir og jafnvel landhernað á því svæði. Alþjóðasamfélagið hefur reynst algerlega ófært um að miðla málum milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, hvað þá stöðva blóðsúthellingarnar á Gaza. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels þakkar Bandaríkjamönnum stuðninginn við þróun eldflaugavarna landsins, sem náð hafa að skjóta niður fjölda flauga sem hamasliðar hafa skotið á Ísrael. „Munurinn á okkur og palestínumönnum er sá að við notum eldflaugavarnarkerfi til að verja þegna okkar en þeir nota þegna sína til að verja eldflaugar sínar. Það er megin munurinn á okkur. Þeir verja þessar hryðjuverkaeldflaugar og reyna að drepa eins marga og þeir geta,“ segir Nethanyahu. Hins vegar hefur enginn Ísraelsmaður fallið frá því á þriðjudag, en 170 Palestínumenn, þar af tugir barna, hafa fallið í árásum Ísrelsmanna á sama tíma. Riad Al-Maliki Utanríkisráðherra Palestínu kom til fundar með leiðtogum Arababandalagsins í Kairó höfðborg Egyptalands í dag. „Við vonum að Sameinuðu þjóðirnar færist í átt til umræðna um kröfu Palestínumanna um að flýta viðbrögðum þeirra til öryggis og verndar varnarlausra Palestínumanna, sem verða fyrir þjóðarmorði, stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu. Glæpir sem ekki eru einungis framdir af ísraelskum hermönnum, heldur þeim sem gefa þeim skipanir, hvort sem það eru stjórnmálamenn, embættismenn, þingmenn eða aðrir,“ segir Al-Maliki. Þúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gaza eftir að ísraelski herinn kastaði dreifimiðum úr flugvélum yfir svæðið í gær þar sem íbúum var sagt að forða sér þar sem herða ætti loftárásir á svæðið. Um fjórðungur bæjarbúa Beit Lahiya þar sem 70 þúsund manns búa, flúðu bæinn og leituðu margir skjóls í skóla Sameinuðu þjóðanna. „Hér er hvorki vatn á baðherbergjum né til drykkjar, utanaðkomandi fólk kemur hingað með vatn til okkar. Við yfirgáfum heimili okkar og allar okkar eigur og komum hingað þar sem ekkert bíður okkar. Aðstæður hér eru verri en þær sem skepnur njóta. Börnin okkar sofa á gólfinu,“ segir ónefnd palestínsk móðir sem getur ekki haldið aftur af tárum sínum.
Gasa Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira