Skorað á S.Þ. að stöðva þjóðarmorð á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2014 19:41 Utanríkisráðherra Palestínu skorar á Sameinuðu þjóðirnar að veita íbúum Gaza öryggi og vernd og stöðva það sem hann kallar þjóðarmorð Ísraelsmanna á Gaza. Tugþúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gazastrandarinnar eftir að ísraelsher boðaði hertar loftárásir og jafnvel landhernað á því svæði. Alþjóðasamfélagið hefur reynst algerlega ófært um að miðla málum milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, hvað þá stöðva blóðsúthellingarnar á Gaza. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels þakkar Bandaríkjamönnum stuðninginn við þróun eldflaugavarna landsins, sem náð hafa að skjóta niður fjölda flauga sem hamasliðar hafa skotið á Ísrael. „Munurinn á okkur og palestínumönnum er sá að við notum eldflaugavarnarkerfi til að verja þegna okkar en þeir nota þegna sína til að verja eldflaugar sínar. Það er megin munurinn á okkur. Þeir verja þessar hryðjuverkaeldflaugar og reyna að drepa eins marga og þeir geta,“ segir Nethanyahu. Hins vegar hefur enginn Ísraelsmaður fallið frá því á þriðjudag, en 170 Palestínumenn, þar af tugir barna, hafa fallið í árásum Ísrelsmanna á sama tíma. Riad Al-Maliki Utanríkisráðherra Palestínu kom til fundar með leiðtogum Arababandalagsins í Kairó höfðborg Egyptalands í dag. „Við vonum að Sameinuðu þjóðirnar færist í átt til umræðna um kröfu Palestínumanna um að flýta viðbrögðum þeirra til öryggis og verndar varnarlausra Palestínumanna, sem verða fyrir þjóðarmorði, stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu. Glæpir sem ekki eru einungis framdir af ísraelskum hermönnum, heldur þeim sem gefa þeim skipanir, hvort sem það eru stjórnmálamenn, embættismenn, þingmenn eða aðrir,“ segir Al-Maliki. Þúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gaza eftir að ísraelski herinn kastaði dreifimiðum úr flugvélum yfir svæðið í gær þar sem íbúum var sagt að forða sér þar sem herða ætti loftárásir á svæðið. Um fjórðungur bæjarbúa Beit Lahiya þar sem 70 þúsund manns búa, flúðu bæinn og leituðu margir skjóls í skóla Sameinuðu þjóðanna. „Hér er hvorki vatn á baðherbergjum né til drykkjar, utanaðkomandi fólk kemur hingað með vatn til okkar. Við yfirgáfum heimili okkar og allar okkar eigur og komum hingað þar sem ekkert bíður okkar. Aðstæður hér eru verri en þær sem skepnur njóta. Börnin okkar sofa á gólfinu,“ segir ónefnd palestínsk móðir sem getur ekki haldið aftur af tárum sínum. Gasa Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Utanríkisráðherra Palestínu skorar á Sameinuðu þjóðirnar að veita íbúum Gaza öryggi og vernd og stöðva það sem hann kallar þjóðarmorð Ísraelsmanna á Gaza. Tugþúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gazastrandarinnar eftir að ísraelsher boðaði hertar loftárásir og jafnvel landhernað á því svæði. Alþjóðasamfélagið hefur reynst algerlega ófært um að miðla málum milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, hvað þá stöðva blóðsúthellingarnar á Gaza. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels þakkar Bandaríkjamönnum stuðninginn við þróun eldflaugavarna landsins, sem náð hafa að skjóta niður fjölda flauga sem hamasliðar hafa skotið á Ísrael. „Munurinn á okkur og palestínumönnum er sá að við notum eldflaugavarnarkerfi til að verja þegna okkar en þeir nota þegna sína til að verja eldflaugar sínar. Það er megin munurinn á okkur. Þeir verja þessar hryðjuverkaeldflaugar og reyna að drepa eins marga og þeir geta,“ segir Nethanyahu. Hins vegar hefur enginn Ísraelsmaður fallið frá því á þriðjudag, en 170 Palestínumenn, þar af tugir barna, hafa fallið í árásum Ísrelsmanna á sama tíma. Riad Al-Maliki Utanríkisráðherra Palestínu kom til fundar með leiðtogum Arababandalagsins í Kairó höfðborg Egyptalands í dag. „Við vonum að Sameinuðu þjóðirnar færist í átt til umræðna um kröfu Palestínumanna um að flýta viðbrögðum þeirra til öryggis og verndar varnarlausra Palestínumanna, sem verða fyrir þjóðarmorði, stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu. Glæpir sem ekki eru einungis framdir af ísraelskum hermönnum, heldur þeim sem gefa þeim skipanir, hvort sem það eru stjórnmálamenn, embættismenn, þingmenn eða aðrir,“ segir Al-Maliki. Þúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gaza eftir að ísraelski herinn kastaði dreifimiðum úr flugvélum yfir svæðið í gær þar sem íbúum var sagt að forða sér þar sem herða ætti loftárásir á svæðið. Um fjórðungur bæjarbúa Beit Lahiya þar sem 70 þúsund manns búa, flúðu bæinn og leituðu margir skjóls í skóla Sameinuðu þjóðanna. „Hér er hvorki vatn á baðherbergjum né til drykkjar, utanaðkomandi fólk kemur hingað með vatn til okkar. Við yfirgáfum heimili okkar og allar okkar eigur og komum hingað þar sem ekkert bíður okkar. Aðstæður hér eru verri en þær sem skepnur njóta. Börnin okkar sofa á gólfinu,“ segir ónefnd palestínsk móðir sem getur ekki haldið aftur af tárum sínum.
Gasa Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira