HSÍ krefst þess að Ísland fái sæti á HM 2015 Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. júlí 2014 18:15 Vísir/Vilhelm Handknattleikssamband Íslands hefur óskað þess að Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, dragi til baka ákvörðun sína að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Katar 2015. Hefur HSÍ óskað þess að fulltrúi evrópska handknattleikssambandsins, EHF, sem situr í stjórn IHF beiti sér fyrir því. Þýskaland fékk óvænt þátttökurétt á HM í síðustu viku eftir að Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, ákvað að afturkalla sæti Eyjaálfu og veita Þýskalandi sætið. Þetta gerði IHF þrátt fyrir að Ísland hafi verið fyrsta varaþjóð hjá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF. Samkvæmt IHF var ákvörðun tekin um breytingu á reglugerð um mótafyrirkomulagi á fundi þann 30. maí sl. og hafi ákvörðunin verið tekin áður en fyrir lægi hvaða lið hefðu tryggt sér keppnisrétt í umspili. HSÍ hefur fengið staðfest að enginn slíkur fundur var haldinn 30. maí heldur var sendur út tölvupóstur til fulltrúa þar sem óskað var eftir heimilda til að vinna að breytingum á reglugerðum. Því er ljóst að ákvörðunin var ekki tekin 30. maí eins og IHF fullyrðir heldur var það gert 8. júlí. Lá því fyrir þegar ákvörðunin var tekin hvaða þjóðir um ræddi. Var það eftir að EHF gaf út yfirlýsingu þann 16. júní að Ísland væri fyrsta varaþjóð frá Evrópu inn á HM í Katar. Minnir HSÍ að lokum á að þegar um jafn íþyngjandi ákvarðanir er að ræða ættu slíkar reglur ekki að taka gildi fyrr en næsta keppni hefst. Yfirlýsingu HSÍ má sjá hér fyrir neðan.HSÍ ósátt með svör IHF og EHFHSÍ hefur undanfarið kallað eftir gögnum frá Handknattleikssambandi Evrópu og AlþjóðaHandknattleikssambandinu varðandi þá ákvörðun að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Qatar 2015.Í svari frá EHF kemur fram að engar upplýsingar hafi verið sendar til þeirra varðandi þessa ákvörðun og hafa þeir bent á IHF.Í svari IHF frá í gær eru gefnar skýringar á því af hverju Eyjaálfa er svipt keppnisrétti. Vísað er til fyrri samskipta á milli IHF og Eyjaálfu og er HSI ekki í stöðu til að meta lögmæti þeirrar ákvörðunar en hefur efasemdir um að sú afturvirka ákvörðun standist lög eftir að keppni er hafin.Varðandi þá ákvörðun að úthluta sætinu til Þýskalands er fullyrt af hálfu IHF að ákvörðun um breytingar á grein 2.8 sem fjallar um hvernig úthluta eigi lausu sæti hafi verið tekin af Council IHF þann 30. maí sl. og það hafi verið gert til að breytingin tæki gildi áður en fyrir lægi hvaða lið hafi tryggt sér keppnisrétt í gegnum umspil.Við höfum fengið það staðfest af fulltrúum í Council IHF að enginn fundur var haldinn þann 30. maí. Hins vegar virðist sem tölvupóstur hafi verið sendur til fulltrúa og óskað eftir heimild til að vinna að breytingu á reglugerð.Það er því ljóst að ákvörðunin var ekki tekin 30. maí eins og fullyrt er heldur var það gert 8. júlí.Þetta er í samræmi við þá staðreynd að umrætt mál var ekki rætt á stjórnarfundi í EHF í júní og auk þess EHF gaf út yfirlýsingu þann 16. júní að Ísland væri fyrsta varaþjóð inn á HM í Qatar 2015.HSÍ lítur svo á að þegar breytingar eru gerðar á þátttöku- eða keppnisreglum þá taki þær reglur ekki gildi fyrr en næsta keppni hefst. Á það enn frekar við þegar íþyngjandi ákvörðun er að ræða. Byggir þetta á almennum lögskýringarsjónarmiðum sem gilda jafnt um reglur IHF sem og aðrar reglur.Er ákvörðun þann 8. júlí var tekin var undankeppnin hafin og umspilsleikjum lokið og fyrir lá hvaða lið áttu rétt á lausu sæti væri það í boði.HSI hefur gert þær kröfur til IHF að Íslandi verði úthlutað þessu sæti nú þegar og hefur jafnframt krafist þess að formaður EHF sem jafnframt er meðlimur í ráðinu beiti sér fyrir því . Krefist hefur verið svara fyrir lok dags 17. júlí.Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ.Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30 Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45 Svona var reglunum breytt hjá IHF Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvæga þar sem Þýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta. 12. júlí 2014 09:11 Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30 Kretzschmar um IHF-farsann: Snýst bara um peninga Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, segist vera með blendnar tilfinningar gagnvart þátttöku Þýskalands á HM í Katar. 16. júlí 2014 09:15 Útilokum engar dómstólaleiðir Formaður HSÍ furðar sig á því að hægt sé að breyta reglum eftir að keppni er hafin. 14. júlí 2014 12:00 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands hefur óskað þess að Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, dragi til baka ákvörðun sína að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Katar 2015. Hefur HSÍ óskað þess að fulltrúi evrópska handknattleikssambandsins, EHF, sem situr í stjórn IHF beiti sér fyrir því. Þýskaland fékk óvænt þátttökurétt á HM í síðustu viku eftir að Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, ákvað að afturkalla sæti Eyjaálfu og veita Þýskalandi sætið. Þetta gerði IHF þrátt fyrir að Ísland hafi verið fyrsta varaþjóð hjá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF. Samkvæmt IHF var ákvörðun tekin um breytingu á reglugerð um mótafyrirkomulagi á fundi þann 30. maí sl. og hafi ákvörðunin verið tekin áður en fyrir lægi hvaða lið hefðu tryggt sér keppnisrétt í umspili. HSÍ hefur fengið staðfest að enginn slíkur fundur var haldinn 30. maí heldur var sendur út tölvupóstur til fulltrúa þar sem óskað var eftir heimilda til að vinna að breytingum á reglugerðum. Því er ljóst að ákvörðunin var ekki tekin 30. maí eins og IHF fullyrðir heldur var það gert 8. júlí. Lá því fyrir þegar ákvörðunin var tekin hvaða þjóðir um ræddi. Var það eftir að EHF gaf út yfirlýsingu þann 16. júní að Ísland væri fyrsta varaþjóð frá Evrópu inn á HM í Katar. Minnir HSÍ að lokum á að þegar um jafn íþyngjandi ákvarðanir er að ræða ættu slíkar reglur ekki að taka gildi fyrr en næsta keppni hefst. Yfirlýsingu HSÍ má sjá hér fyrir neðan.HSÍ ósátt með svör IHF og EHFHSÍ hefur undanfarið kallað eftir gögnum frá Handknattleikssambandi Evrópu og AlþjóðaHandknattleikssambandinu varðandi þá ákvörðun að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Qatar 2015.Í svari frá EHF kemur fram að engar upplýsingar hafi verið sendar til þeirra varðandi þessa ákvörðun og hafa þeir bent á IHF.Í svari IHF frá í gær eru gefnar skýringar á því af hverju Eyjaálfa er svipt keppnisrétti. Vísað er til fyrri samskipta á milli IHF og Eyjaálfu og er HSI ekki í stöðu til að meta lögmæti þeirrar ákvörðunar en hefur efasemdir um að sú afturvirka ákvörðun standist lög eftir að keppni er hafin.Varðandi þá ákvörðun að úthluta sætinu til Þýskalands er fullyrt af hálfu IHF að ákvörðun um breytingar á grein 2.8 sem fjallar um hvernig úthluta eigi lausu sæti hafi verið tekin af Council IHF þann 30. maí sl. og það hafi verið gert til að breytingin tæki gildi áður en fyrir lægi hvaða lið hafi tryggt sér keppnisrétt í gegnum umspil.Við höfum fengið það staðfest af fulltrúum í Council IHF að enginn fundur var haldinn þann 30. maí. Hins vegar virðist sem tölvupóstur hafi verið sendur til fulltrúa og óskað eftir heimild til að vinna að breytingu á reglugerð.Það er því ljóst að ákvörðunin var ekki tekin 30. maí eins og fullyrt er heldur var það gert 8. júlí.Þetta er í samræmi við þá staðreynd að umrætt mál var ekki rætt á stjórnarfundi í EHF í júní og auk þess EHF gaf út yfirlýsingu þann 16. júní að Ísland væri fyrsta varaþjóð inn á HM í Qatar 2015.HSÍ lítur svo á að þegar breytingar eru gerðar á þátttöku- eða keppnisreglum þá taki þær reglur ekki gildi fyrr en næsta keppni hefst. Á það enn frekar við þegar íþyngjandi ákvörðun er að ræða. Byggir þetta á almennum lögskýringarsjónarmiðum sem gilda jafnt um reglur IHF sem og aðrar reglur.Er ákvörðun þann 8. júlí var tekin var undankeppnin hafin og umspilsleikjum lokið og fyrir lá hvaða lið áttu rétt á lausu sæti væri það í boði.HSI hefur gert þær kröfur til IHF að Íslandi verði úthlutað þessu sæti nú þegar og hefur jafnframt krafist þess að formaður EHF sem jafnframt er meðlimur í ráðinu beiti sér fyrir því . Krefist hefur verið svara fyrir lok dags 17. júlí.Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ.Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30 Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45 Svona var reglunum breytt hjá IHF Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvæga þar sem Þýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta. 12. júlí 2014 09:11 Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30 Kretzschmar um IHF-farsann: Snýst bara um peninga Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, segist vera með blendnar tilfinningar gagnvart þátttöku Þýskalands á HM í Katar. 16. júlí 2014 09:15 Útilokum engar dómstólaleiðir Formaður HSÍ furðar sig á því að hægt sé að breyta reglum eftir að keppni er hafin. 14. júlí 2014 12:00 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15
Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30
Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45
Svona var reglunum breytt hjá IHF Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvæga þar sem Þýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta. 12. júlí 2014 09:11
Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30
Kretzschmar um IHF-farsann: Snýst bara um peninga Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, segist vera með blendnar tilfinningar gagnvart þátttöku Þýskalands á HM í Katar. 16. júlí 2014 09:15
Útilokum engar dómstólaleiðir Formaður HSÍ furðar sig á því að hægt sé að breyta reglum eftir að keppni er hafin. 14. júlí 2014 12:00
EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48