Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Atli Ísleifsson skrifar 17. júlí 2014 15:26 Ástandið á slysstað er vægast sagt hræðilegt, lík og flugvélabrak dreifast um sveitirnar nálægt bænum Grabovo. Allir farþegar Boeing-vélar malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines, MH17, eru látnir eftir að farþegavélin var skotin niður í Úkraínu, sextíu kílómetrum frá borginni Donetsk og fjörutíu kílómetrum frá rússnesku landamærunum. Úkraínska innanríkisráðuneytið hefur nú staðfest þessar fregnir en innanríkisráðherrann Anton Gerashchenko, sagði á Facebook-síðu sinni að „280 farþegar og 15 áhafnarmeðlimir“ væru látnir.Uppfært: Tala látinna er 298 en ekki 295 eins og talið var í fyrstu. Þrjú ungabörn voru í vélinni sem ekki hafði verið gert ráð fyrir þar sem þau voru ekki með eigin sæti. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 777, var á leið frá Amsterdam í Hollandi til malasísku höfuðborgarinnar Kuala Lumpur. Hún tók á loft frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun og átti að lenda í Kuala Lumpur klukkan 6.10 að staðartíma.Flugvélar annarra flugfélaga sneiða nú hjá Austur-Úkraínu en farþegaflug yfir átakasvæðunum eru tíð.Starfsmaður borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins segir í samtali við Vísi að ráðuneytið vinni að því að komast að hvort einhverjir Íslendingar hafi verið um borð í vélinni. Erlendir fjölmiðlar, þar á meðal rússneska fréttaveitan Interfax, segja að vélin hafi verið skotin niður á meðan hún flaug í 10 þúsund metra hæð í austurhluta Úkraínu skammt frá bænum Torez nærri Shakhtersk í Donetsk héraði. Vélin var um 50 kílómetra frá rússneskri lofthelgi.Fréttastofa Reuters segir að starfsmaður þeirra sé kominn að flaki vélarinnar sem stendur í ljósum logum og lík farþega er að finna á jörðinni, allt að fimmtán kílómetrum frá flakinu sjálfu. Miklir bardagar hafa geisað á landamærum Rússlands og Úkraínu milli úkraínskra hersveita og aðskilnaðarhreyfingum að undanförnu. Heimildarmaður úr úkraínska innanríkisráðuneytinu segir að vélin hafi verið skotin niður með flugskeytum frá jörðu. Talið er að flugskeytið hafi verið af gerðinni Buk sem lengi voru notuð af sovéska hernum.Hér má sjá flugleið vélarinnar.Innanríkisráðuneyti Úkraínu heldur því einnig fram að aðskilnaðarsinnar beri ábyrgð á ódæðinu en það hefur ekki fengist staðfest. Aðskilnaðarsinnar, stuðningsmenn Rússa sem lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi Donetsk í apríl síðastliðinn, segjast ekki bera ábyrgð á verknaðinum en montuðu sig af því fyrr í dag að hafa skotið niður „úkraínska fraktvél“. Talsmaður aðskilnaðarsinna segir þá ekki búa yfir þeim vopnum sem krefst til að skjóta niður vélar í þessari hæð. Petro Poroshenko Úkraínuforseti segist viss um að þeir sem beri ábyrgð á harmleiknum muni þurfa að svara til saka. Rússneska fréttaveitan Interfax segir að leiðtogar aðskilnaðarsinna ætli að afhenda rússneskum yfirvöldum svarta kassann úr vélinni.Um borð voru 154 Hollendingar. Einnig 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. Enn á eftir að staðfesta þjóðerni rúmlega 60 af þeim 295 farþegum sem voru um borð. Alexander Borodai, leiðtogi aðskilnaðarsinna, sakar úkraínska stjórnarherinn um að hafa skotið vélinni niður. Stjórnvöld í höfuðborginni Kíev hafna þessu ásökunum. Forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, hefur farið fram á opinbera rannsókn á málinu. Það hefur forsætisráðherra Malasíu einnig gert:I am shocked by reports that an MH plane crashed. We are launching an immediate investigation. — Mohd Najib Tun Razak (@NajibRazak) July 17, 2014Malasya Airlines sagði frá því fljótlega eftir að sambandið tapaðist við vélina á Twitter-síðu sinni: Malaysia Airlines has lost contact of MH17 from Amsterdam. The last known position was over Ukrainian airspace. More details to follow.— Malaysia Airlines (@MAS) July 17, 2014 Hishamuddin Hussein, varnarmálaráðherra Malasíu, sagði á Twitter-síðu sinni að ekki væri staðfest að vélin hefði verið skotin niður. Malasíski herinn sé að athuga málið nánar. No comfirmation it was shot down! Our military have been instructed 2 get on it! “@Nessie43: @tenoq Ukr Gov report plane was shot down— Hishammuddin Hussein (@HishammuddinH2O) July 17, 2014 Fólk skilur eftir blóm og kerti fyrir utan Hollenska sendiráðið í Kænugarði. Í ljós hefur komið að 154 þeirra sem fórust voru Hollendingar. People bringing flowers and candles to the Embassy of the #Netherlands in #Kyiv - pic by Marichka Padalko pic.twitter.com/Xx59SfZWhg— Myroslava Petsa (@myroslavapetsa) July 17, 2014 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir harmleikinn vera 'svartan dag' í sögu Hollands. 'Allt landið syrgir. Þessi fallegi sumardagur endaði á myrkasta mögulega hátt.' Bandaríkjamenn eru handvissir um að vélin hafi verið skotin niður. 'Þetta var ekki slys. Hún var skotin niður,' segir Joe Biden varaforseti. Barack Obama forseti hringdi í Petro Poroshenko Úkraínuforseta og tjáði honum að þeir ætli að hjálpa þeim að komast til botns í málinu. Ekki megi hrófla of mikið við brakinu þar til alþjóðlegt lið rannsakenda sé komið á staðinn. Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Úkraínumenn bera ábyrgð á þessum harmleik. Flugvélin fór niður yfir þeirra landi og það hefði ekki gerst ef stjórnvöld í Kænugarði hefðu ekki aukið hernað á móti aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins. Hér fyrir neðan eru skilaboð frá Flightradar 24, sem fylgist með allri flugvélaumferð. Á myndinni sést hvar vélin var stödd þegar hún hrapaði. Signal from #MH17 was lost over Ukraine just before Russian border http://t.co/5L9EPHjC01 pic.twitter.com/2dIUTPFaje— Flightradar24 (@flightradar24) July 17, 2014 Hér fyrir neðan má sjá myndband af YouTube, sem sýnir reykinn frá slysstað. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem fréttamenn og aðrir á slysstað hafa sent frá sér. Við vörum viðkvæma við þeim. #LifeNews публикует первые фото с места катастрофы http://t.co/QNTnncGU8J pic.twitter.com/taOndFfAFr— LIFENEWS (@lifenews_ru) July 17, 2014 Alleged photo of Malaysian Airlines #MH17 wreckage (via @Novorossia) http://t.co/x3ufu5gKvq pic.twitter.com/4Vf3768p26— New York Post (@nypost) July 17, 2014 Video grab from Russia 24, large smoke plume and smaller one to right can be seen. #MH17 pic.twitter.com/gyNLmwGoFG— Martyn Williams (@martyn_williams) July 17, 2014 #LifeNews публикует первые фото с места катастрофы http://t.co/QNTnncGU8J pic.twitter.com/taOndFfAFr— LIFENEWS (@lifenews_ru) July 17, 2014 Flight #MH-17 #Torez #Donetsk #Ukraine by Nadezhda Chernetskaya pic.twitter.com/z4byDeovcp— legionar (@MatevzNovak) July 17, 2014 #MH-17 wreckage in Eastern Ukraine by eyewitnes Nadezhda Chernetskaya via @MatevzNovak pic.twitter.com/httJbl7rvc— Maxim Eristavi (@MaximEristavi) July 17, 2014 Russia's @lifenews_ru crew is at the #MH17 crash site pic.twitter.com/hfxub18Iar— Maxim Eristavi (@MaximEristavi) July 17, 2014 WRAP UP: Malaysian #MH17 crashes in E. #Ukraine near Russian border, 280+ people on board http://t.co/4nYqODD8HX pic.twitter.com/pTwP3qfCm1— RT (@RT_com) July 17, 2014 A man works at putting out a fire at the site of Malaysia Airlines plane crash: http://t.co/EePQX9ePvD #MH17 pic.twitter.com/d856B9Q44l— Wall Street Journal (@WSJ) July 17, 2014 MH17 Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Allir farþegar Boeing-vélar malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines, MH17, eru látnir eftir að farþegavélin var skotin niður í Úkraínu, sextíu kílómetrum frá borginni Donetsk og fjörutíu kílómetrum frá rússnesku landamærunum. Úkraínska innanríkisráðuneytið hefur nú staðfest þessar fregnir en innanríkisráðherrann Anton Gerashchenko, sagði á Facebook-síðu sinni að „280 farþegar og 15 áhafnarmeðlimir“ væru látnir.Uppfært: Tala látinna er 298 en ekki 295 eins og talið var í fyrstu. Þrjú ungabörn voru í vélinni sem ekki hafði verið gert ráð fyrir þar sem þau voru ekki með eigin sæti. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 777, var á leið frá Amsterdam í Hollandi til malasísku höfuðborgarinnar Kuala Lumpur. Hún tók á loft frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun og átti að lenda í Kuala Lumpur klukkan 6.10 að staðartíma.Flugvélar annarra flugfélaga sneiða nú hjá Austur-Úkraínu en farþegaflug yfir átakasvæðunum eru tíð.Starfsmaður borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins segir í samtali við Vísi að ráðuneytið vinni að því að komast að hvort einhverjir Íslendingar hafi verið um borð í vélinni. Erlendir fjölmiðlar, þar á meðal rússneska fréttaveitan Interfax, segja að vélin hafi verið skotin niður á meðan hún flaug í 10 þúsund metra hæð í austurhluta Úkraínu skammt frá bænum Torez nærri Shakhtersk í Donetsk héraði. Vélin var um 50 kílómetra frá rússneskri lofthelgi.Fréttastofa Reuters segir að starfsmaður þeirra sé kominn að flaki vélarinnar sem stendur í ljósum logum og lík farþega er að finna á jörðinni, allt að fimmtán kílómetrum frá flakinu sjálfu. Miklir bardagar hafa geisað á landamærum Rússlands og Úkraínu milli úkraínskra hersveita og aðskilnaðarhreyfingum að undanförnu. Heimildarmaður úr úkraínska innanríkisráðuneytinu segir að vélin hafi verið skotin niður með flugskeytum frá jörðu. Talið er að flugskeytið hafi verið af gerðinni Buk sem lengi voru notuð af sovéska hernum.Hér má sjá flugleið vélarinnar.Innanríkisráðuneyti Úkraínu heldur því einnig fram að aðskilnaðarsinnar beri ábyrgð á ódæðinu en það hefur ekki fengist staðfest. Aðskilnaðarsinnar, stuðningsmenn Rússa sem lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi Donetsk í apríl síðastliðinn, segjast ekki bera ábyrgð á verknaðinum en montuðu sig af því fyrr í dag að hafa skotið niður „úkraínska fraktvél“. Talsmaður aðskilnaðarsinna segir þá ekki búa yfir þeim vopnum sem krefst til að skjóta niður vélar í þessari hæð. Petro Poroshenko Úkraínuforseti segist viss um að þeir sem beri ábyrgð á harmleiknum muni þurfa að svara til saka. Rússneska fréttaveitan Interfax segir að leiðtogar aðskilnaðarsinna ætli að afhenda rússneskum yfirvöldum svarta kassann úr vélinni.Um borð voru 154 Hollendingar. Einnig 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. Enn á eftir að staðfesta þjóðerni rúmlega 60 af þeim 295 farþegum sem voru um borð. Alexander Borodai, leiðtogi aðskilnaðarsinna, sakar úkraínska stjórnarherinn um að hafa skotið vélinni niður. Stjórnvöld í höfuðborginni Kíev hafna þessu ásökunum. Forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, hefur farið fram á opinbera rannsókn á málinu. Það hefur forsætisráðherra Malasíu einnig gert:I am shocked by reports that an MH plane crashed. We are launching an immediate investigation. — Mohd Najib Tun Razak (@NajibRazak) July 17, 2014Malasya Airlines sagði frá því fljótlega eftir að sambandið tapaðist við vélina á Twitter-síðu sinni: Malaysia Airlines has lost contact of MH17 from Amsterdam. The last known position was over Ukrainian airspace. More details to follow.— Malaysia Airlines (@MAS) July 17, 2014 Hishamuddin Hussein, varnarmálaráðherra Malasíu, sagði á Twitter-síðu sinni að ekki væri staðfest að vélin hefði verið skotin niður. Malasíski herinn sé að athuga málið nánar. No comfirmation it was shot down! Our military have been instructed 2 get on it! “@Nessie43: @tenoq Ukr Gov report plane was shot down— Hishammuddin Hussein (@HishammuddinH2O) July 17, 2014 Fólk skilur eftir blóm og kerti fyrir utan Hollenska sendiráðið í Kænugarði. Í ljós hefur komið að 154 þeirra sem fórust voru Hollendingar. People bringing flowers and candles to the Embassy of the #Netherlands in #Kyiv - pic by Marichka Padalko pic.twitter.com/Xx59SfZWhg— Myroslava Petsa (@myroslavapetsa) July 17, 2014 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir harmleikinn vera 'svartan dag' í sögu Hollands. 'Allt landið syrgir. Þessi fallegi sumardagur endaði á myrkasta mögulega hátt.' Bandaríkjamenn eru handvissir um að vélin hafi verið skotin niður. 'Þetta var ekki slys. Hún var skotin niður,' segir Joe Biden varaforseti. Barack Obama forseti hringdi í Petro Poroshenko Úkraínuforseta og tjáði honum að þeir ætli að hjálpa þeim að komast til botns í málinu. Ekki megi hrófla of mikið við brakinu þar til alþjóðlegt lið rannsakenda sé komið á staðinn. Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Úkraínumenn bera ábyrgð á þessum harmleik. Flugvélin fór niður yfir þeirra landi og það hefði ekki gerst ef stjórnvöld í Kænugarði hefðu ekki aukið hernað á móti aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins. Hér fyrir neðan eru skilaboð frá Flightradar 24, sem fylgist með allri flugvélaumferð. Á myndinni sést hvar vélin var stödd þegar hún hrapaði. Signal from #MH17 was lost over Ukraine just before Russian border http://t.co/5L9EPHjC01 pic.twitter.com/2dIUTPFaje— Flightradar24 (@flightradar24) July 17, 2014 Hér fyrir neðan má sjá myndband af YouTube, sem sýnir reykinn frá slysstað. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem fréttamenn og aðrir á slysstað hafa sent frá sér. Við vörum viðkvæma við þeim. #LifeNews публикует первые фото с места катастрофы http://t.co/QNTnncGU8J pic.twitter.com/taOndFfAFr— LIFENEWS (@lifenews_ru) July 17, 2014 Alleged photo of Malaysian Airlines #MH17 wreckage (via @Novorossia) http://t.co/x3ufu5gKvq pic.twitter.com/4Vf3768p26— New York Post (@nypost) July 17, 2014 Video grab from Russia 24, large smoke plume and smaller one to right can be seen. #MH17 pic.twitter.com/gyNLmwGoFG— Martyn Williams (@martyn_williams) July 17, 2014 #LifeNews публикует первые фото с места катастрофы http://t.co/QNTnncGU8J pic.twitter.com/taOndFfAFr— LIFENEWS (@lifenews_ru) July 17, 2014 Flight #MH-17 #Torez #Donetsk #Ukraine by Nadezhda Chernetskaya pic.twitter.com/z4byDeovcp— legionar (@MatevzNovak) July 17, 2014 #MH-17 wreckage in Eastern Ukraine by eyewitnes Nadezhda Chernetskaya via @MatevzNovak pic.twitter.com/httJbl7rvc— Maxim Eristavi (@MaximEristavi) July 17, 2014 Russia's @lifenews_ru crew is at the #MH17 crash site pic.twitter.com/hfxub18Iar— Maxim Eristavi (@MaximEristavi) July 17, 2014 WRAP UP: Malaysian #MH17 crashes in E. #Ukraine near Russian border, 280+ people on board http://t.co/4nYqODD8HX pic.twitter.com/pTwP3qfCm1— RT (@RT_com) July 17, 2014 A man works at putting out a fire at the site of Malaysia Airlines plane crash: http://t.co/EePQX9ePvD #MH17 pic.twitter.com/d856B9Q44l— Wall Street Journal (@WSJ) July 17, 2014
MH17 Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58
Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58