Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Bjarki Ármannsson skrifar 17. júlí 2014 16:55 239 manns hurfu sporlaust með flugvél Malaysia Airlines í mars síðastliðnum. Vísir/AP Farþegavélin MH17, sem hrapaði í Úkraínu í dag með 295 manns um borð, var á vegum flugfélagsins Malaysian Airlines. Þetta er í annað skiptið á mjög stuttum tíma sem alvarlegt slys hendir vél á vegum þessa flugfélags. Eins og lesendur muna líklega, hvarf farþegavélin MH370 sporlaust yfir Indlandshafi þann áttunda mars síðastliðinn og fannst aldrei. Víðtækasta og dýrasta leit sögunnar stóð yfir margar vikur á eftir, þar sem almenningur gat meðal annars tekið þátt með því að skoða svæðið úr gervihnattamyndavélum. 239 manns voru um borð í þeirri vél. Allt bendir til þess að enginn hafi komist lífs af þá sem og nú, sem þýðir að 534 hafa líklega tapað lífinu í tveimur flugum á vegum flugfélagsins á innan við hálfu ári. Ekki er enn ljóst hvaða fjárhagslega tjóni Malaysian Airlines verður fyrir vegna slyssins í dag. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu í verði um tuttugu prósent í kjölfar hvarfs MH370. Fyrirtækið tilkynnti einnig að miðasala hafi dregist saman, en nefndi aldrei nákvæmar tölur í því samhengi. MH17 Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Yfirvöld í Malasíu hvött til að herða leitina Enn bólar ekkert á farþegavél Malaysia Airlines sem hvarf á laugardag. 10. mars 2014 14:14 Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00 Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Farþegavélin MH17, sem hrapaði í Úkraínu í dag með 295 manns um borð, var á vegum flugfélagsins Malaysian Airlines. Þetta er í annað skiptið á mjög stuttum tíma sem alvarlegt slys hendir vél á vegum þessa flugfélags. Eins og lesendur muna líklega, hvarf farþegavélin MH370 sporlaust yfir Indlandshafi þann áttunda mars síðastliðinn og fannst aldrei. Víðtækasta og dýrasta leit sögunnar stóð yfir margar vikur á eftir, þar sem almenningur gat meðal annars tekið þátt með því að skoða svæðið úr gervihnattamyndavélum. 239 manns voru um borð í þeirri vél. Allt bendir til þess að enginn hafi komist lífs af þá sem og nú, sem þýðir að 534 hafa líklega tapað lífinu í tveimur flugum á vegum flugfélagsins á innan við hálfu ári. Ekki er enn ljóst hvaða fjárhagslega tjóni Malaysian Airlines verður fyrir vegna slyssins í dag. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu í verði um tuttugu prósent í kjölfar hvarfs MH370. Fyrirtækið tilkynnti einnig að miðasala hafi dregist saman, en nefndi aldrei nákvæmar tölur í því samhengi.
MH17 Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Yfirvöld í Malasíu hvött til að herða leitina Enn bólar ekkert á farþegavél Malaysia Airlines sem hvarf á laugardag. 10. mars 2014 14:14 Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00 Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58
Yfirvöld í Malasíu hvött til að herða leitina Enn bólar ekkert á farþegavél Malaysia Airlines sem hvarf á laugardag. 10. mars 2014 14:14
Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00
Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15
Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26
Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44