Þjóðarsorg í Hollandi Atli Ísleifsson skrifar 18. júlí 2014 10:42 173 af 298 farþegum MH17-vélarinnar voru Hollendingar. Vísir/AFP Þjóðarsorg ríkir nú í Hollandi eftir að 173 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17-vél Malaysia Airlines var skotin niður í austurhluta Úkraínu um miðjan dag í gær. Forsætisráðherra Hollands fyrirskipaði að flaggað yrði í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum í dag vegna atviksins sem hann kallaði mestu hörmungar í sögu hollenskrar flugsögu. Gerðar hafa verið breytingar á sjónvarpsútsendingum vegna atburðarins og umfang viðburða til að marka lok Nijmegen-göngunnar hefur verið minnkað í virðingarskyni. Þessi alþjóðlega ganga stendur yfir í fjóra daga, er rúmlega 200 kílómetra löng og er gengið um fimmtíu kílómetra daglega. Þátttakendur eru um 40 þúsund og gangan því sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Þá hefur árlegri sumarljósmyndatöku konungsfjölskyldunnar verið aflýst. Vél flugfélagsins var á leið frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Kuala Lumpur í Malasíu en var skotin niður þegar henni var flogið yfir átakasvæði í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar kljást við úkraínska stjórnarherinn. Mark Rutte forsætisráðherra sagði þetta vera „svartan dag“ í sögu Hollands. „Allir Hollendingar syrgja. Þessi fallegi sumardagur lýkur á versta mögulega hátt,“ sagði Rutte þegar hann ræddi við fréttamenn á Schiphol síðdegis í gær. Á fréttavef Reuters segir að fleiri hundruð manna hafi skilið eftir blómvendi fyrir utan hollenska sendiráðið í Kíev, höfuðborg Úkraínu. MH17 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Þjóðarsorg ríkir nú í Hollandi eftir að 173 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17-vél Malaysia Airlines var skotin niður í austurhluta Úkraínu um miðjan dag í gær. Forsætisráðherra Hollands fyrirskipaði að flaggað yrði í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum í dag vegna atviksins sem hann kallaði mestu hörmungar í sögu hollenskrar flugsögu. Gerðar hafa verið breytingar á sjónvarpsútsendingum vegna atburðarins og umfang viðburða til að marka lok Nijmegen-göngunnar hefur verið minnkað í virðingarskyni. Þessi alþjóðlega ganga stendur yfir í fjóra daga, er rúmlega 200 kílómetra löng og er gengið um fimmtíu kílómetra daglega. Þátttakendur eru um 40 þúsund og gangan því sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Þá hefur árlegri sumarljósmyndatöku konungsfjölskyldunnar verið aflýst. Vél flugfélagsins var á leið frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Kuala Lumpur í Malasíu en var skotin niður þegar henni var flogið yfir átakasvæði í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar kljást við úkraínska stjórnarherinn. Mark Rutte forsætisráðherra sagði þetta vera „svartan dag“ í sögu Hollands. „Allir Hollendingar syrgja. Þessi fallegi sumardagur lýkur á versta mögulega hátt,“ sagði Rutte þegar hann ræddi við fréttamenn á Schiphol síðdegis í gær. Á fréttavef Reuters segir að fleiri hundruð manna hafi skilið eftir blómvendi fyrir utan hollenska sendiráðið í Kíev, höfuðborg Úkraínu.
MH17 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira