
Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines

Konan sem misst hefur tvo fjölskyldumeðlimi, heitir Kaylene Mann. Bróðir hennar Rod Burrows er talinn látinn ásamt konu sinni, en þau voru um borð í MH 370 sem hvarf í mars. Stjúpdóttir hennar Maree Rizk, lést ásamt 297 öðrum í flugvélinni sem skotin var niður í gær.
Báðar vélarnar voru í eigu Malaysia Airlines en einungis rúmir fjórir mánuðir eru síðan MH 370 hvarf.
„Þetta hefur dregið allt fram aftur,“ hefur AP-fréttastofan eftir Greg Burrows, bróður Kaylene. Hann segir þetta atvik hafa opnað öll sár aftur. „Hún missti bróður sinn nýlega og nú stjúpdóttur.“
Maree Rizk var á leið heim frá Evrópu eftir að hafa verið þar í fríi í mánuð.
Tengdar fréttir

Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar
Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið.

Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél
Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður.

Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu
Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag.

Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak
Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“

Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu.

Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu
Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um.

Þjóðerni hluta farþeganna staðfest
Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður.

Átján ár slétt síðan 230 manns létust í flugslysi
Þann 17. júlí 1996 hrapaði flugvél TWA 800 yfir Long Island á austurströnd Bandaríkjanna.

Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni
Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu.

Þjóðarsorg í Hollandi
Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær.

Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu
Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af.