Deilan hættuleg heimsfriði Atli Ísleifsson skrifar 18. júlí 2014 12:06 Eiríkur Bergmann segir atburðinn í Austur-Úkraínu setja mjög aukna pressu á að Vesturlönd bregðist við útþenslu- og hernaðartilburðum Rússa síðustu missera. Vísir/AFP Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir atburði gærdagsins í austurhluta Úkraínu varpa mjög skæru og skelfilegu ljósi á tengsl uppreisnarmanna á þessum slóðum og rússneska hersins. Segir hann að eftir að upptökur af samtölum milli þessara aðila, sem birst hafi í fjölmiðlum, geti Vladimír Pútín Rússlandsforseti ekki lengur afneitað þessum uppreisnarmönnum í austurhluta Úkraínu. Eiríkur segir í samtali við Vísi að ekkert sé vitað um það á þessari stundu hvaða áhrif atburðurinn muni hafa á samskipti Rússa og Vesturlanda. „Pútín hefur augljóslega verið að kynda undir ófriðarbálinu á þessum slóðum og ber því að einhverju leyti ábyrgð á þessari hernaðaraðgerð, þó svo að hún hafi grundvallast á misskilningi. Þetta setur alveg örugglega mjög aukna pressu á að Vesturlönd bregðist við útþenslu- og hernaðartilburðum Rússa undanfarinna mánaða og missera.“ Að sögn Eiríks kann „sú deila sem var farin af stað milli Rússa og Vesturlanda – einhvers konar endurlífgun kalda stríðsins – að stigmagnast verulega við þessa atburði. Við höfum að sjálfsögðu enga hugmynd um það hvernig þetta mun spilast út. Það fer alfarið eftir viðbrögðum Vesturlanda og Pútíns. Það er í sjálfu sér ekkert sem gefur til kynna núna að Pútín ætli sér að draga úr þessari deilu.“ Eiríkur telur að stjórnvöld á Vesturlöndum muni auka stuðning sinn við stjórnvöld í Úkraínu vegna þessa atburðar. Línan verði skarpari. „Það er líka annað sem getur gerst. Almenningur í Rússlandi, sem hefur stutt þessa tilburði Pútíns varðandi innlimun Krím og að einhverju leyti uppreisnin í austurhluta Úkraínu, mun eiga mjög erfitt með að styðja svona verknað. Því gæti myndast þrýstingur heima fyrir um að Pútín láti af þessum tilburðum sínum.“ Eiríkur segir málið vera flókið og í rauninni margflókið. „Við áttum okkur ekki á því núna hvernig þetta mun á endanum spilast ut. Þetta er þó klárlega mál sem mun setja aukinn þrýsting á á stjórnvöld og hætta er á að deilan stigmagnist sem væri mjög hættulegt fyrir heimsfrið.“ MH17 Úkraína Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir atburði gærdagsins í austurhluta Úkraínu varpa mjög skæru og skelfilegu ljósi á tengsl uppreisnarmanna á þessum slóðum og rússneska hersins. Segir hann að eftir að upptökur af samtölum milli þessara aðila, sem birst hafi í fjölmiðlum, geti Vladimír Pútín Rússlandsforseti ekki lengur afneitað þessum uppreisnarmönnum í austurhluta Úkraínu. Eiríkur segir í samtali við Vísi að ekkert sé vitað um það á þessari stundu hvaða áhrif atburðurinn muni hafa á samskipti Rússa og Vesturlanda. „Pútín hefur augljóslega verið að kynda undir ófriðarbálinu á þessum slóðum og ber því að einhverju leyti ábyrgð á þessari hernaðaraðgerð, þó svo að hún hafi grundvallast á misskilningi. Þetta setur alveg örugglega mjög aukna pressu á að Vesturlönd bregðist við útþenslu- og hernaðartilburðum Rússa undanfarinna mánaða og missera.“ Að sögn Eiríks kann „sú deila sem var farin af stað milli Rússa og Vesturlanda – einhvers konar endurlífgun kalda stríðsins – að stigmagnast verulega við þessa atburði. Við höfum að sjálfsögðu enga hugmynd um það hvernig þetta mun spilast út. Það fer alfarið eftir viðbrögðum Vesturlanda og Pútíns. Það er í sjálfu sér ekkert sem gefur til kynna núna að Pútín ætli sér að draga úr þessari deilu.“ Eiríkur telur að stjórnvöld á Vesturlöndum muni auka stuðning sinn við stjórnvöld í Úkraínu vegna þessa atburðar. Línan verði skarpari. „Það er líka annað sem getur gerst. Almenningur í Rússlandi, sem hefur stutt þessa tilburði Pútíns varðandi innlimun Krím og að einhverju leyti uppreisnin í austurhluta Úkraínu, mun eiga mjög erfitt með að styðja svona verknað. Því gæti myndast þrýstingur heima fyrir um að Pútín láti af þessum tilburðum sínum.“ Eiríkur segir málið vera flókið og í rauninni margflókið. „Við áttum okkur ekki á því núna hvernig þetta mun á endanum spilast ut. Þetta er þó klárlega mál sem mun setja aukinn þrýsting á á stjórnvöld og hætta er á að deilan stigmagnist sem væri mjög hættulegt fyrir heimsfrið.“
MH17 Úkraína Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira