UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Pétur Marinó Jónsson skrifar 1. júlí 2014 23:30 Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. Eftir að Machida færði sig niður úr léttþungavigt í millivigt hefur hann litið vel út og sigrað báða sína bardaga. Það er ekki þar með sagt að honum hafi vegnað illa í léttþungavigtinni en hann vann titilinn í léttþungavigtinni árið 2009. Lyoto Machida er með einstakan stíl í MMA. Hann er með afar sterkan bakgrunn í karate sem hann notar til að koma með vel tímasett gagnhögg en hann hefur verið svart belti í íþróttinni í 23 ár. Hann er einnig svart belti í brasilísku jiu-jitsu og æfði súmó glímu á sínum yngri árum sem hann segist nota til að hjálpa sér við að halda bardaganum standandi. Faðir hans er virtur karate þjálfari og minnir um margt á Mr. Miyagi úr Karate Kid myndunum. Hann er með óhefðbundnar þjálfunaraðferðir og þótt Machida æfi að mestu í Bandaríkjunum, fjarri föður sínum, eru hugmyndir hans skammt undan. Machida byrjar daginn á því að drekka eigið þvag. Þetta er eitthvað sem hann hefur frá föður sínum sem hefur stundað þetta í langan tíma. Machida byrjaði á þessu fyrir um sjö árum síðan þegar hann átti erfiðleikum með að losna við slæman hósta. Síðan Machida hóf að stunda þessa iðju hefur hann ekki enn fengið flensu og losnaði fljótt við hóstann. Machida hefur harma að hefna á laugardaginn. Einn af æfingafélögum hans og vinum, Anderson Silva, var millivigtarmeistarinn í mörg ár áður en Chris Weidman rotaði hann óvænt í fyrra og tók titilinn af honum. Machida ætlar sér að taka titilinn aftur til Brasilíu en það verður þrautinni þyngri gegn Chris Weidman. Bardagakvöldið á laugardaginn verður eitt það stærsta á árinu en fyrstu bardagar kvöldsins hefjast kl 2 (aðfaranótt sunnudags) á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Sjá meira
Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. Eftir að Machida færði sig niður úr léttþungavigt í millivigt hefur hann litið vel út og sigrað báða sína bardaga. Það er ekki þar með sagt að honum hafi vegnað illa í léttþungavigtinni en hann vann titilinn í léttþungavigtinni árið 2009. Lyoto Machida er með einstakan stíl í MMA. Hann er með afar sterkan bakgrunn í karate sem hann notar til að koma með vel tímasett gagnhögg en hann hefur verið svart belti í íþróttinni í 23 ár. Hann er einnig svart belti í brasilísku jiu-jitsu og æfði súmó glímu á sínum yngri árum sem hann segist nota til að hjálpa sér við að halda bardaganum standandi. Faðir hans er virtur karate þjálfari og minnir um margt á Mr. Miyagi úr Karate Kid myndunum. Hann er með óhefðbundnar þjálfunaraðferðir og þótt Machida æfi að mestu í Bandaríkjunum, fjarri föður sínum, eru hugmyndir hans skammt undan. Machida byrjar daginn á því að drekka eigið þvag. Þetta er eitthvað sem hann hefur frá föður sínum sem hefur stundað þetta í langan tíma. Machida byrjaði á þessu fyrir um sjö árum síðan þegar hann átti erfiðleikum með að losna við slæman hósta. Síðan Machida hóf að stunda þessa iðju hefur hann ekki enn fengið flensu og losnaði fljótt við hóstann. Machida hefur harma að hefna á laugardaginn. Einn af æfingafélögum hans og vinum, Anderson Silva, var millivigtarmeistarinn í mörg ár áður en Chris Weidman rotaði hann óvænt í fyrra og tók titilinn af honum. Machida ætlar sér að taka titilinn aftur til Brasilíu en það verður þrautinni þyngri gegn Chris Weidman. Bardagakvöldið á laugardaginn verður eitt það stærsta á árinu en fyrstu bardagar kvöldsins hefjast kl 2 (aðfaranótt sunnudags) á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Sjá meira