Greiða á annað hundrað þúsund í sektir vegna utanvegaaksturs Hrund Þórsdóttir skrifar 3. júlí 2014 20:00 Akstursbönn á hálendinu hafa verið virt að vettugi og skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Land- og skálaverðir segja bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga valda slíkum spjöllum. Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 fóru nýlega og skoðuðu skemmdir vegna utanvegaaksturs á hálendinu og í meðfylgjandi myndskeiði eru meðal annars sýndar skemmdir við Frostastaðaháls, rétt utan við Landmannalaugar og rætt við Ingibjörgu Eiríksdóttur, svæðalandvörð Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. „Hér er dæmi um það sem gerist þegar ekið er á snjó sem ekki uppfyllir þau skilyrði sem sett eru í náttúruverndarlögum, þ.e. að frost sé í jörðu og burðurinn í snjónum slíkur að hann haldi jeppunum ofan við landið,“ segir hún. Ingibjörg nefnir sem dæmi að farið sé inn á svæði sem sé lokað í leysingatíð og keyrt út fyrir vegi til að sneiða hjá sköflum. „Þetta er það sem við höfum verið að berjast við og svo auðvitað að menn taka hringi, leggja bíl lengst úti í móa o.s.frv. Það er ýmislegt sem við þurfum að ná betur utan um.“ Eins og sjá má í myndskeiðinu má víða sjá för eftir utanvegaakstur við Sigölduleið. För í sandi eru viðráðanleg með mikilli vinnu og þar hefur verið unnið að viðgerðum, en þegar fólk keyrir um gróin svæði getur það oft tekið landið áratugi eða meira að jafna sig. Sjálfboðaliðar sem staddir eru hér á landi segja utanvegaakstur skiljanlegan að því leyti að landið sé fallegt og því eðlilega spennandi að keyra utan leiða til að kanna landið. Þeir segja hins vegar slæmt að landið sé eyðilagt og þeir sjá eftir tíma sem fer í að lagfæra för eftir utanvegaakstur; þeim tíma væri betur varið í önnur verkefni. Ingibjörg segir reynt að ná til ferðafólks en gera þurfi betur, hugsanlega með rafrænni upplýsingatækni. Hún segir fólk ekki skemma landið viljandi. „En staðreyndin er sú að þessi ferðamennska er að valda landspjöllum og við þurfum að finna leiðir til að komast hjá þeim.“ Utanvegaakstur er lögbrot og ákvörðun um upphæð sekta er í höndum lögreglu. „En ég veit um dæmi alveg frá um 20 þúsund krónum upp í hundrað til tvö hundruð þúsund,“ segir Ingibjörg. Tengdar fréttir Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga „Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. 5. júní 2014 11:25 Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Akstursbönn á hálendinu hafa verið virt að vettugi og skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Land- og skálaverðir segja bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga valda slíkum spjöllum. Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 fóru nýlega og skoðuðu skemmdir vegna utanvegaaksturs á hálendinu og í meðfylgjandi myndskeiði eru meðal annars sýndar skemmdir við Frostastaðaháls, rétt utan við Landmannalaugar og rætt við Ingibjörgu Eiríksdóttur, svæðalandvörð Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. „Hér er dæmi um það sem gerist þegar ekið er á snjó sem ekki uppfyllir þau skilyrði sem sett eru í náttúruverndarlögum, þ.e. að frost sé í jörðu og burðurinn í snjónum slíkur að hann haldi jeppunum ofan við landið,“ segir hún. Ingibjörg nefnir sem dæmi að farið sé inn á svæði sem sé lokað í leysingatíð og keyrt út fyrir vegi til að sneiða hjá sköflum. „Þetta er það sem við höfum verið að berjast við og svo auðvitað að menn taka hringi, leggja bíl lengst úti í móa o.s.frv. Það er ýmislegt sem við þurfum að ná betur utan um.“ Eins og sjá má í myndskeiðinu má víða sjá för eftir utanvegaakstur við Sigölduleið. För í sandi eru viðráðanleg með mikilli vinnu og þar hefur verið unnið að viðgerðum, en þegar fólk keyrir um gróin svæði getur það oft tekið landið áratugi eða meira að jafna sig. Sjálfboðaliðar sem staddir eru hér á landi segja utanvegaakstur skiljanlegan að því leyti að landið sé fallegt og því eðlilega spennandi að keyra utan leiða til að kanna landið. Þeir segja hins vegar slæmt að landið sé eyðilagt og þeir sjá eftir tíma sem fer í að lagfæra för eftir utanvegaakstur; þeim tíma væri betur varið í önnur verkefni. Ingibjörg segir reynt að ná til ferðafólks en gera þurfi betur, hugsanlega með rafrænni upplýsingatækni. Hún segir fólk ekki skemma landið viljandi. „En staðreyndin er sú að þessi ferðamennska er að valda landspjöllum og við þurfum að finna leiðir til að komast hjá þeim.“ Utanvegaakstur er lögbrot og ákvörðun um upphæð sekta er í höndum lögreglu. „En ég veit um dæmi alveg frá um 20 þúsund krónum upp í hundrað til tvö hundruð þúsund,“ segir Ingibjörg.
Tengdar fréttir Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga „Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. 5. júní 2014 11:25 Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga „Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. 5. júní 2014 11:25
Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00
Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00