Upphitun fyrir UFC Fight Night: Fyrri hluti Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. júní 2014 22:30 Ricardo Lamas ætlar sér að komast aftur á sigurbraut eftir tap um titilinn síðast. Vísir/Getty Annað kvöld fer fram UFC Fight Night: Swanson vs. Stephens í San Antonio í Texas. Sex bardagar verða á dagskrá á Stöð 2 Sport á laugardaginn og hefst útsendingin kl 2.Joe Ellenberger (14-1-0) gegn James Moontasri (7-1-0) - léttvigt (70 kg) Fyrsti bardagi kvöldsins er milli Joe Ellenberger og James Moontasri. Ellenberger hefur verið í miklum vandræðum með að fá andstæðing svo ekki sé meira sagt. Moontasri er fjórði andstæðingurinn sem Ellenberger hefur átt að mæta í þessum bardaga en hinir þrír þurftu að hætta við vegna meiðsla. James Moontasri þykir góður í standandi viðureign og æfir hjá Black House en þar hafa menn á borð við Anderson Silva, Lyoto Machida og fleiri sterkir kappar æft.3 atriði til að hafa í hugaJoe Ellenberger er tvíburabróðir Jake Ellenberger sem berst einnig í UFC.Joe Ellenberger er með sjaldgæfan blóðsjúkdóm sem hefur haldið honum frá búrinu í tæp tvö ár.Moontasri er tvöfaldur Bandaríkjameistari í Tækvondó og var nálægt því að komast á Ólympíuleikana 2008 í íþróttinni.Ricardo Lamas (13-3-0) gegn Hacran Dias (21-2-1) - fjaðurvigt (66 kg)Ricardo Lamas barðist síðast gegn Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn. Þar tapaði hann eftir 5 lotu bardaga og átti litla möguleika gegn meistaranum. Hann er þrátt fyrir tapið frábær bardagamaður og ætlar vafalaust að sýna að hann eigi heima meðal þeirra bestu í fjaðurvigtinni. Hacran Dias er 30 ára Brasilíumaður og æfir hjá Nova Uniao eins og síðasti andstæðingur Lamas, Jose Aldo. Hann reyndi að komast í The Ultimate Fighter: Brazil en í stað þess að taka þátt í seríunni var honum boðinn samningur umsvifalaust.3 atriði til að hafa í hugaLamas hlaut All-American nafnbótina í þriðju deildinni í bandarísku háskólaglímunni.Dias er með 78% felluvörn í UFC.Dias æfir daglega með Renan Barao og Jose Aldo.Clint Hester (10-3-0) gegn Antonio Braga Neto (9-1-0) - millivigt (84 kg)Clint Hester var meðlimur í 17. seríu The Ultimate Fighter þar sem hann var fyrsta val þjálfarans Jon Jones. Hester er fyrrum atvinnuboxari en skipti yfir í MMA eftir að boxklúbburinn hans lagði upp laupana. Hann mætir Brasilíumanninum Antonio Braga Neto sem er tvöfaldur heimsmeistari svartbeltinga í brasilísku jiu-jitsu og fjórfaldur Pan-Ams meistari sem er sterkt BJJ mót. Neto hefur æft BJJ frá fjögurra ára aldri en hefur barist í MMA frá árinu 2006.3 atriði til að hafa í hugaHester er með 8 sigra eftir rothögg.Neto er með 7 sigra eftir uppgajafartök.Af 9 sigrum Neto hafa 7 komið í fyrstu lotu.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Cub Swanson - hvolpurinn með ljónshjartað Cub Swanson mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 26. júní 2014 19:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Annað kvöld fer fram UFC Fight Night: Swanson vs. Stephens í San Antonio í Texas. Sex bardagar verða á dagskrá á Stöð 2 Sport á laugardaginn og hefst útsendingin kl 2.Joe Ellenberger (14-1-0) gegn James Moontasri (7-1-0) - léttvigt (70 kg) Fyrsti bardagi kvöldsins er milli Joe Ellenberger og James Moontasri. Ellenberger hefur verið í miklum vandræðum með að fá andstæðing svo ekki sé meira sagt. Moontasri er fjórði andstæðingurinn sem Ellenberger hefur átt að mæta í þessum bardaga en hinir þrír þurftu að hætta við vegna meiðsla. James Moontasri þykir góður í standandi viðureign og æfir hjá Black House en þar hafa menn á borð við Anderson Silva, Lyoto Machida og fleiri sterkir kappar æft.3 atriði til að hafa í hugaJoe Ellenberger er tvíburabróðir Jake Ellenberger sem berst einnig í UFC.Joe Ellenberger er með sjaldgæfan blóðsjúkdóm sem hefur haldið honum frá búrinu í tæp tvö ár.Moontasri er tvöfaldur Bandaríkjameistari í Tækvondó og var nálægt því að komast á Ólympíuleikana 2008 í íþróttinni.Ricardo Lamas (13-3-0) gegn Hacran Dias (21-2-1) - fjaðurvigt (66 kg)Ricardo Lamas barðist síðast gegn Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn. Þar tapaði hann eftir 5 lotu bardaga og átti litla möguleika gegn meistaranum. Hann er þrátt fyrir tapið frábær bardagamaður og ætlar vafalaust að sýna að hann eigi heima meðal þeirra bestu í fjaðurvigtinni. Hacran Dias er 30 ára Brasilíumaður og æfir hjá Nova Uniao eins og síðasti andstæðingur Lamas, Jose Aldo. Hann reyndi að komast í The Ultimate Fighter: Brazil en í stað þess að taka þátt í seríunni var honum boðinn samningur umsvifalaust.3 atriði til að hafa í hugaLamas hlaut All-American nafnbótina í þriðju deildinni í bandarísku háskólaglímunni.Dias er með 78% felluvörn í UFC.Dias æfir daglega með Renan Barao og Jose Aldo.Clint Hester (10-3-0) gegn Antonio Braga Neto (9-1-0) - millivigt (84 kg)Clint Hester var meðlimur í 17. seríu The Ultimate Fighter þar sem hann var fyrsta val þjálfarans Jon Jones. Hester er fyrrum atvinnuboxari en skipti yfir í MMA eftir að boxklúbburinn hans lagði upp laupana. Hann mætir Brasilíumanninum Antonio Braga Neto sem er tvöfaldur heimsmeistari svartbeltinga í brasilísku jiu-jitsu og fjórfaldur Pan-Ams meistari sem er sterkt BJJ mót. Neto hefur æft BJJ frá fjögurra ára aldri en hefur barist í MMA frá árinu 2006.3 atriði til að hafa í hugaHester er með 8 sigra eftir rothögg.Neto er með 7 sigra eftir uppgajafartök.Af 9 sigrum Neto hafa 7 komið í fyrstu lotu.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Cub Swanson - hvolpurinn með ljónshjartað Cub Swanson mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 26. júní 2014 19:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Cub Swanson - hvolpurinn með ljónshjartað Cub Swanson mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 26. júní 2014 19:00