Tíu starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar tóku þátt í hjólakeppninni og komu í mark í gær á 49 klukkustundum og 39 mínútum. Sömuleiðis hafa þau safnað heilum 789 þúsund krónum í áheitum til styrktar bæklunarskurðdeildar Landspítala.
„Þetta byrjaði svo kaotískt,“ viðurkennir Elísabet Margeirsdóttir, önnur liðsmanna. „Ekkert okkar hafði farið áður en undir lokin gekk þetta svo vel. Maður hugsar, okei núna erum við að njóta, þetta er að verða búið.“


