Aron Pálmarsson tók þátt í æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í morgun en fann fyrir eymslum eftir æfinguna.
Aron mun hvíla í dag og sjá hvernig hnéið er en lokaæfing landsliðsins fyrir leikinn er í fyrramálið. Verður staðan tekin þá áður en lokaákvörðun er tekin um þátttöku Arons.
Ísland mætir Bosníu í umspili upp á sæti á HM í Katar á sunnudaginn í Laugardalshöll og hefst leikurinn 17.15. Bosnía vann fyrri leik liðanna 33-32 og þurfa strákarnir okkar á öllum sínum bestu mönnum að halda á sunnudaginn.
Aron fann fyrir eymslum á æfingu

Tengdar fréttir

Aron í hópnum gegn Bosníu
Aron Pálmarsson verður með Íslandi í seinni leiknum gegn Bosníu í Höllinni á laugardaginn.

Helmingslíkur á að Aron spili
Aron Kristjánsson fer yfir fyrri leikinn í umspilsrimmunni gegn Bosníu og segir frá undirbúningnum fyrir þann síðari.