Í-listinn á Ísafirði fær hreinan meirihluta með 44% atkvæða, sem nægir fyrir fimm bæjarfulltrúum. Öll atkvæði hafa verið talin.
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 32,3% atkvæða, tapar einum bæjarfulltrúa og fær þrjá.
Framsóknarflokkurinn fékk 15,6% atkvæða og heldur sínum bæjarfulltrúa.
Björt framtíð hlaut 8,2% atkvæða en fær engan bæjarfulltrúa.
