Umdeild teikning í Fréttablaðinu Bjarki Ármannsson skrifar 31. maí 2014 13:46 Ólafur segir það ekki koma til greina að biðjast afsökunar á skopmynd Gunnars. Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir harðlega skopmynd Gunnar Karlssonar í Fréttablaðinu í dag. Hann segir ritstjórn blaðsins hafa með birtingu myndarinnar „opinberað hatur sitt“ á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins.Myndina má sjá hér. Svanur fullyrðir ennfremur í yfirlýsingu sinni að fréttaflutningur 365 miðla hafi verið bæði „rangur“ og „hlutdrægur gegn Framsókn og flugvallarvinum.“Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir það ekki koma til greina að biðjast afsökunar á myndinni. „Við höfum aldrei gefið skopteiknurum okkar nein fyrirmæli um það hvað þeir eiga að teikna og ekki ritskoðað þá. Það hefur aldrei komið mynd sem við höfum ekki séð ástæðu til að birta. Þær hafa verið umdeildar og þær hafa valdið einhverju fjaðrafoki, því auðvitað er háðið beitt í sumum tilvikum. Það er ekkert öðruvísi í þessu tilviki. Þarna er beitt háð á ferðinni, allt partur af opinni umræðu í samfélaginu. Við höfum ekki hugsað okkur að biðjast afsökunar á því eða að beita skopteiknarana okkar neinni ritskoðun.“ Yfirlýsing Svans Guðmundssonar er hér í heild sinni:Til þeirra sem málið varða.Undirritaður vill senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna myndar í Fréttablaðinu í dag undir Spottinu.Í þeirri mynd eru allir frambjóðendur teiknaðir nokkuð glaðir en Sveinbjörg er sett í Ku Klux Klan búning. Með því er einn oddvitinn tekinn út og níddur á mjög óforskammaðan hátt og það á sjálfan kjördag. Þetta er einelti og dónaskapur í sinni grófustu mynd. Ku Klux Klan eru alþekkt samtök öfgamanna sem tóku blökkumenn af lífi með hengingum, barsmíðum og brenndu þá. Sveinbjörg er með þessari myndbirtingu sett á bekk með þessum óhugnanlegu morðingjum.Við sem höfum unnið að þessari kosningabaráttu með Sveinbjörgu þekkjum hana og hennar kosti og virðum hana mikils fyrir hvað hún hefur verið laus við að svara öfgum og hatursfullum áróðri sem á hana hafa dunið og látið vera að falla í sömu gryfju.Með þessari myndbirtingu hefur ritstjórn Fréttablaðsins opinberað hatur sitt á Sveinbjörgu. Eitt er hvað fréttaflutningur hefur verið beinlínis rangur hjá þessum miðli og hversu hlutdrægur hann hefur verið gegn Framsókn og flugvallarvinum þá ganga þeir of langt með þessari myndbirtingu og ráðast á hana persónulega með því að setja hana á bekk með Ku Klux Klan.Menn vilja að menn haldi sig við málefnin og fari ekki í manninn en með þessari mynd er verið að taka hana af lífi á færi.Ritstjórn Fréttablaðsins á að biðjast afsökunar á þessari myndbirtingu og það strax bæði opinberlega og til hennar persónulega.MBKSvanur GuðmundssonKosningastjóriFramsóknar og flugvallarvina. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir harðlega skopmynd Gunnar Karlssonar í Fréttablaðinu í dag. Hann segir ritstjórn blaðsins hafa með birtingu myndarinnar „opinberað hatur sitt“ á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins.Myndina má sjá hér. Svanur fullyrðir ennfremur í yfirlýsingu sinni að fréttaflutningur 365 miðla hafi verið bæði „rangur“ og „hlutdrægur gegn Framsókn og flugvallarvinum.“Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir það ekki koma til greina að biðjast afsökunar á myndinni. „Við höfum aldrei gefið skopteiknurum okkar nein fyrirmæli um það hvað þeir eiga að teikna og ekki ritskoðað þá. Það hefur aldrei komið mynd sem við höfum ekki séð ástæðu til að birta. Þær hafa verið umdeildar og þær hafa valdið einhverju fjaðrafoki, því auðvitað er háðið beitt í sumum tilvikum. Það er ekkert öðruvísi í þessu tilviki. Þarna er beitt háð á ferðinni, allt partur af opinni umræðu í samfélaginu. Við höfum ekki hugsað okkur að biðjast afsökunar á því eða að beita skopteiknarana okkar neinni ritskoðun.“ Yfirlýsing Svans Guðmundssonar er hér í heild sinni:Til þeirra sem málið varða.Undirritaður vill senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna myndar í Fréttablaðinu í dag undir Spottinu.Í þeirri mynd eru allir frambjóðendur teiknaðir nokkuð glaðir en Sveinbjörg er sett í Ku Klux Klan búning. Með því er einn oddvitinn tekinn út og níddur á mjög óforskammaðan hátt og það á sjálfan kjördag. Þetta er einelti og dónaskapur í sinni grófustu mynd. Ku Klux Klan eru alþekkt samtök öfgamanna sem tóku blökkumenn af lífi með hengingum, barsmíðum og brenndu þá. Sveinbjörg er með þessari myndbirtingu sett á bekk með þessum óhugnanlegu morðingjum.Við sem höfum unnið að þessari kosningabaráttu með Sveinbjörgu þekkjum hana og hennar kosti og virðum hana mikils fyrir hvað hún hefur verið laus við að svara öfgum og hatursfullum áróðri sem á hana hafa dunið og látið vera að falla í sömu gryfju.Með þessari myndbirtingu hefur ritstjórn Fréttablaðsins opinberað hatur sitt á Sveinbjörgu. Eitt er hvað fréttaflutningur hefur verið beinlínis rangur hjá þessum miðli og hversu hlutdrægur hann hefur verið gegn Framsókn og flugvallarvinum þá ganga þeir of langt með þessari myndbirtingu og ráðast á hana persónulega með því að setja hana á bekk með Ku Klux Klan.Menn vilja að menn haldi sig við málefnin og fari ekki í manninn en með þessari mynd er verið að taka hana af lífi á færi.Ritstjórn Fréttablaðsins á að biðjast afsökunar á þessari myndbirtingu og það strax bæði opinberlega og til hennar persónulega.MBKSvanur GuðmundssonKosningastjóriFramsóknar og flugvallarvina.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira