Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason skrifar 31. maí 2014 16:12 Sveinbjörg greiðir atkvæði í dag. Vísir/Pjetur „Ég hef það bara fínt,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. „Þetta er búið að vera ofboðslega góður dagur og skemmtilegar fimm vikur að baki. Þannig að nú ætlum við að fagna og uppskera með góðum vinum.“ Í dag vakti talsverða athygli skopmynd Gunnars Karlssonar í Fréttablaðinu, sem Sveinbjörg segist ekki hafa séð fyrr en í hádeginu. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt að sjá mig teiknaða með þeim hætti sem er gert í fjölmiðlinum. Þetta var svona smá högg í hjartað. En þetta er svona spurning, er þetta það sem konur mega eiga von á ef þær skella sér út í pólítík? Og ætla að opna umræðu um mál sem brennur á borgarbúum? Það er ekki nema von að hinn þögli meirihluti stækki mjög ört, því að fólk hræðist nákvæmlega þetta. En maður tekur að sér að vera skipstjóri á skipi og auðvitað kemur á það brotsjór og við siglum þær leiðir sem við ætluðum að fara. Ég lít á það þannig að nú séum við í innsiglingunni og við þurfum stuðning kjósenda til að sigla þessu skipi í höfn. Við erum eini flokkurinn sem skipar konum í fjórum efstu sætunum, við erum að brjóta blað í sögu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þetta er bylmingshögg sem við fáum, þrátt fyrir að hafa reynt að tala málefnalega og aldrei farið með neitt illt í umræðuna.“ Hún segir að ef hún fengi aftur boðið um að leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum hefði hún örugglega gert það. „Vegna þess að ég er að bjóða mig fram, ég er ný í pólítík. Minn karakter er enn mjög ljós og skín í gegn, það hefur aldrei tekist að ala mann nógu mikið upp til að gangast undir hæl á einhverjum. Mínar skoðanir endurspeglast í persónunni minni og fyrir það stend ég, og það er það sem ég er að bjóða Reykvíkingum. Ég er að sækja um vinnu hjá ykkur í dag og ég er viss um að það eru margir sem vilja ráða mig í vinnu.“ Hún vill ekki gefa upp hversu mörgum fulltrúum hún vonast til að ná inn í kosningum. „Þetta er í höndum kjósenda. Við sjáum bara til hvernig fer.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
„Ég hef það bara fínt,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. „Þetta er búið að vera ofboðslega góður dagur og skemmtilegar fimm vikur að baki. Þannig að nú ætlum við að fagna og uppskera með góðum vinum.“ Í dag vakti talsverða athygli skopmynd Gunnars Karlssonar í Fréttablaðinu, sem Sveinbjörg segist ekki hafa séð fyrr en í hádeginu. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt að sjá mig teiknaða með þeim hætti sem er gert í fjölmiðlinum. Þetta var svona smá högg í hjartað. En þetta er svona spurning, er þetta það sem konur mega eiga von á ef þær skella sér út í pólítík? Og ætla að opna umræðu um mál sem brennur á borgarbúum? Það er ekki nema von að hinn þögli meirihluti stækki mjög ört, því að fólk hræðist nákvæmlega þetta. En maður tekur að sér að vera skipstjóri á skipi og auðvitað kemur á það brotsjór og við siglum þær leiðir sem við ætluðum að fara. Ég lít á það þannig að nú séum við í innsiglingunni og við þurfum stuðning kjósenda til að sigla þessu skipi í höfn. Við erum eini flokkurinn sem skipar konum í fjórum efstu sætunum, við erum að brjóta blað í sögu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þetta er bylmingshögg sem við fáum, þrátt fyrir að hafa reynt að tala málefnalega og aldrei farið með neitt illt í umræðuna.“ Hún segir að ef hún fengi aftur boðið um að leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum hefði hún örugglega gert það. „Vegna þess að ég er að bjóða mig fram, ég er ný í pólítík. Minn karakter er enn mjög ljós og skín í gegn, það hefur aldrei tekist að ala mann nógu mikið upp til að gangast undir hæl á einhverjum. Mínar skoðanir endurspeglast í persónunni minni og fyrir það stend ég, og það er það sem ég er að bjóða Reykvíkingum. Ég er að sækja um vinnu hjá ykkur í dag og ég er viss um að það eru margir sem vilja ráða mig í vinnu.“ Hún vill ekki gefa upp hversu mörgum fulltrúum hún vonast til að ná inn í kosningum. „Þetta er í höndum kjósenda. Við sjáum bara til hvernig fer.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42
Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28
RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30
Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34
RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30