Klúður í Kópavogi: Kjörstjórn ruglaðist á A og Æ Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2014 13:56 Eldri hjón sem kusu utankjörstaða í Kópavogi skrifuðu A en ekki Æ á sinn kjörseðil og eru afar óhress. Þeim hjá Bjartri framtíð í Kópavogi hefur borist til eyrna að embætti Sýslumannsins í Kópavogi sé ekki með réttan bókstaf hjá framboðinu þeirra er varðar varðandi utankjörstaðaatkvæði. „Þetta hafi þrír mismunandi aðilar staðfest við okkur. Þeir hafi fengið bókstafinn A en á fundi kjörstjórnar í Kópavogi 10. maí s.l. samþykkti kjörstjórnin að Björt framtíð í Kópavogi (og reyndar framboð Bjartrar framtíðar um allt land) fengi bókstafinn Æ,“ segir í bréfi sem Andrés Pétursson formaður framkvæmdastjórnar Bjartrar framtíðar í Kópavogi sendi Vísi. „Björt framtíð í Kópavogi hefur farið fram á það við embættið að það kippi þessu í liðinn strax til að fyrirbyggja misskilning. Eldri hjón sem komu að kjósa utankjörstaða í gær voru til dæmis mjög óhress með þetta mál.“ Björt framtíð í Kópavogi lýsir yfir undrun á þessu vinnulagi og hvetur sýslumanninn til að vera í betra sambandi við kjörstjórnina í bænum.Theodóra S. Þorsteinsdóttir er efsti maður á lista Bjartrar framtíðar í Kópavogi segir þetta alveg einstaklega óþægilegt. Þau hafa fengið það staðfest frá þremur einstaklingum sem vildu kjósa Bjarta framtíð utan kjörstaða að þeir hafi, samkvæmt upplýsingum kjörstjórnar, skrifað bókstafinn A á auðan kosningaseðilinn en ekki Æ. „Við viljum vita hvað verður um þessi atkvæði – hvort þau gildi sem Æ,“ segir Theodóra. Ekki er vitað hversu mörg atkvæði er um að ræða. Theodóra segir að það liggi fyrir að það sé á ábyrgð hvers kjósenda að vita hvaða staf hann eigi að skrifa niður en það sé ótækt að kjósendur fái rangar upplýsingar um það á kjörstað. Spurð hvort Björt framtíð geti ekki sjálfum sér um kennt, að hafa ekki verið duglegri við að auglýsa sinn staf, segir Theodóra það vel mega vera. En, hægara er um að tala en í að komast. „Það var ekki ljóst fyrr en 10. maí hvort við fengjum Æ eða ekki. 13. maí bar þeim þá, kjörstjórn, að birta upplýsingar um það á heimasíðu sinni. Það var ekki búið þá og er ekki búið enn. Þetta er mjög óþægilegt.“ Þau hjá Bjartri framtíð hafa rætt málið við sýslumanninn í Kópavogi og bæjaryfirvöld og verið er að skoða málið sem enn ríkir veruleg óvissa um. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Þeim hjá Bjartri framtíð í Kópavogi hefur borist til eyrna að embætti Sýslumannsins í Kópavogi sé ekki með réttan bókstaf hjá framboðinu þeirra er varðar varðandi utankjörstaðaatkvæði. „Þetta hafi þrír mismunandi aðilar staðfest við okkur. Þeir hafi fengið bókstafinn A en á fundi kjörstjórnar í Kópavogi 10. maí s.l. samþykkti kjörstjórnin að Björt framtíð í Kópavogi (og reyndar framboð Bjartrar framtíðar um allt land) fengi bókstafinn Æ,“ segir í bréfi sem Andrés Pétursson formaður framkvæmdastjórnar Bjartrar framtíðar í Kópavogi sendi Vísi. „Björt framtíð í Kópavogi hefur farið fram á það við embættið að það kippi þessu í liðinn strax til að fyrirbyggja misskilning. Eldri hjón sem komu að kjósa utankjörstaða í gær voru til dæmis mjög óhress með þetta mál.“ Björt framtíð í Kópavogi lýsir yfir undrun á þessu vinnulagi og hvetur sýslumanninn til að vera í betra sambandi við kjörstjórnina í bænum.Theodóra S. Þorsteinsdóttir er efsti maður á lista Bjartrar framtíðar í Kópavogi segir þetta alveg einstaklega óþægilegt. Þau hafa fengið það staðfest frá þremur einstaklingum sem vildu kjósa Bjarta framtíð utan kjörstaða að þeir hafi, samkvæmt upplýsingum kjörstjórnar, skrifað bókstafinn A á auðan kosningaseðilinn en ekki Æ. „Við viljum vita hvað verður um þessi atkvæði – hvort þau gildi sem Æ,“ segir Theodóra. Ekki er vitað hversu mörg atkvæði er um að ræða. Theodóra segir að það liggi fyrir að það sé á ábyrgð hvers kjósenda að vita hvaða staf hann eigi að skrifa niður en það sé ótækt að kjósendur fái rangar upplýsingar um það á kjörstað. Spurð hvort Björt framtíð geti ekki sjálfum sér um kennt, að hafa ekki verið duglegri við að auglýsa sinn staf, segir Theodóra það vel mega vera. En, hægara er um að tala en í að komast. „Það var ekki ljóst fyrr en 10. maí hvort við fengjum Æ eða ekki. 13. maí bar þeim þá, kjörstjórn, að birta upplýsingar um það á heimasíðu sinni. Það var ekki búið þá og er ekki búið enn. Þetta er mjög óþægilegt.“ Þau hjá Bjartri framtíð hafa rætt málið við sýslumanninn í Kópavogi og bæjaryfirvöld og verið er að skoða málið sem enn ríkir veruleg óvissa um.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira