Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2014 11:43 Björn Jón fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirihluta komnar. Vísir/Aðsend/HAG „Þetta er rangt. Þetta er mynd úr drögum að aðalskipulaginu. Ef hún er ekki þar lengur, þá hefur hún bara verið tekin út.“ Þetta hefur Björn Jón Bragason, frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að segja um þá fullyrðingu borgaryfirvalda í gær að mynd sem sýnir fyrirhugaða blokkabyggð við Suðurlandsbraut sé ekki frá þeim komin. „Myndin er fengin frá borginni, það er alveg klárt mál,“ segir Björn. „Þetta er mynd sem var á netinu þegar það var verið að kynna drög að aðalskipulaginu.“ Björn er einn þeirra sem gagnrýnt hefur aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir að gera ráð fyrir byggingu meðfram austanverðri Suðurlandsbraut. Hann skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir á svæðinu muni loka fyrir útsýni til norðurs. Hann gefur lítið fyrir tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar sem segir að hugmyndir um byggingu á svæðinu samrýmist ekki aðalskipulagi, sem geri ráð fyrir þrengingu mögulegs uppbyggingarsvæðis frá fyrra skipulagi. „Ég las þennan pistil, sem er auðvitað bara pólítík,“ segir Björn. „Það er bara útúrsnúningur að segja að það hafi verið gert ráð fyrir þessu alla tíð. Þetta hefur tvisvar verið reynt áður, að borgarstjórnarmeirihluti hafi gert ráð fyrir byggingu á þessu svæði. Það var 1979, í tíð vinstrimeirihluta, og það var tvisvar í tíð R-listans. Í öll skiptin var Sjálfstæðisflokkurinn á móti. Og það þýðir ekkert að segja núna að það hafi verið inni á aðalskipulagi alla tíð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei áformað neina byggingu á þessu svæði, það hafa hins vegar vinstriflokkarnir gert.“ Björn segir að borgarráð hafi kynnt þessar tillögur í hverfisráði nýverið og að þar hafi þær mætt mótstöðu íbúa. „Þá var talað um það að þarna ættu að vera sex hæða blokkir. Það var bara vegna mótstöðu hverfisráðs sem þessu var breytt. Það var líka talað um að það yrði vegur þarna fyrir neðan, þannig að þá er allur skógur farinn og þú ert kominn langt inn á dalinn.“ Hann segir borgaryfirvöld ekki vilja kannast við þessar hugmyndir nú, einfaldlega vegna þess að þær séu óvinsælar. „Borgaryfirvöld eru bara á harðahlaupum undan eigin aðalskipulagi.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
„Þetta er rangt. Þetta er mynd úr drögum að aðalskipulaginu. Ef hún er ekki þar lengur, þá hefur hún bara verið tekin út.“ Þetta hefur Björn Jón Bragason, frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að segja um þá fullyrðingu borgaryfirvalda í gær að mynd sem sýnir fyrirhugaða blokkabyggð við Suðurlandsbraut sé ekki frá þeim komin. „Myndin er fengin frá borginni, það er alveg klárt mál,“ segir Björn. „Þetta er mynd sem var á netinu þegar það var verið að kynna drög að aðalskipulaginu.“ Björn er einn þeirra sem gagnrýnt hefur aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir að gera ráð fyrir byggingu meðfram austanverðri Suðurlandsbraut. Hann skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir á svæðinu muni loka fyrir útsýni til norðurs. Hann gefur lítið fyrir tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar sem segir að hugmyndir um byggingu á svæðinu samrýmist ekki aðalskipulagi, sem geri ráð fyrir þrengingu mögulegs uppbyggingarsvæðis frá fyrra skipulagi. „Ég las þennan pistil, sem er auðvitað bara pólítík,“ segir Björn. „Það er bara útúrsnúningur að segja að það hafi verið gert ráð fyrir þessu alla tíð. Þetta hefur tvisvar verið reynt áður, að borgarstjórnarmeirihluti hafi gert ráð fyrir byggingu á þessu svæði. Það var 1979, í tíð vinstrimeirihluta, og það var tvisvar í tíð R-listans. Í öll skiptin var Sjálfstæðisflokkurinn á móti. Og það þýðir ekkert að segja núna að það hafi verið inni á aðalskipulagi alla tíð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei áformað neina byggingu á þessu svæði, það hafa hins vegar vinstriflokkarnir gert.“ Björn segir að borgarráð hafi kynnt þessar tillögur í hverfisráði nýverið og að þar hafi þær mætt mótstöðu íbúa. „Þá var talað um það að þarna ættu að vera sex hæða blokkir. Það var bara vegna mótstöðu hverfisráðs sem þessu var breytt. Það var líka talað um að það yrði vegur þarna fyrir neðan, þannig að þá er allur skógur farinn og þú ert kominn langt inn á dalinn.“ Hann segir borgaryfirvöld ekki vilja kannast við þessar hugmyndir nú, einfaldlega vegna þess að þær séu óvinsælar. „Borgaryfirvöld eru bara á harðahlaupum undan eigin aðalskipulagi.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
„Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52