Hvers vegna stjórnmálaflokkur? Gísli Halldór Halldórsson skrifar 22. maí 2014 17:03 Ég hef komist að því í gegnum tíðina að fólk leggur mjög ólíka merkingu í þátttöku í stjórnmálaflokkum. Dæmigerð skilgreining á stjórnmálaflokkum er að þeir séu samtök fólks sem vinnur að sameiginlegum markmiðum með því að ná pólitískum áhrifum og beita þeim. Fólk er í stjórnmálaflokkum af ólíkum ástæðum. Sumir vilja bæta samfélagið, aðrir vilja berjast fyrir sínum prívat hagsmunum, einhverjir telja flokksvistina ættarskyldu sína – nánast arfgenga, svo eru einhverjir sem vilja bara vera í liðinu – svona eins og í fótboltanum, en er alveg sama um stjórnmál. Sjálfur lít ég á þátttöku mína í stjórnmálaflokki sem vettvang til að vinna að betra samfélagi eftir ákveðnum grundvallar hugsjónum. Flokkar geta auðvitað haft önnur markmið en betra samfélag. Þar að auki lítur hver sínum augum á silfrið og því getur fólk upplifað sama stjórnmálaflokkinn og markmið hans með mjög ólíkum hætti.FóstbræðralagiðEinhverjir virðast líta á flokka sem einskonar fóstbræðralag, eins og blóði sé blandað og flokkinn skuli verja út í rauðan dauðann – taka þá jafnvel ekkert tillit til þess þó flokkurinn vinni gegn félögum sínum eða samfélagi. Fyrir þessu fólki er það jafnvel heilög skylda að vera í flokknum, kjósa hann – alveg sama hvað hann býður upp á. Ég hef stundum á tilfinningunni að þeir sem reyna að blása öðrum þessi blóðbönd í brjóst beri enga sérstaka virðingu fyrir því að flokksmenn allir komi að stefnumótun flokksins. Áhrifamesta fólkið í stefnumótun stjórnmálaflokka er ekkert endilega allt að hugsa um þetta „fóstbræðralag“. Það getur þess vegna verið hugsa um hugðarefni sín eða hagsmuni, án tillits til þess hvort flokkurinn standi sterkari eða veikari eftir. Maður hefur heyrt um að fólk hafi verið skráð í flokk án sinnar vitundar, þó ég telji það heyra til mikilla undantekninga og kannski hefur það ekki gerst í tugi ára. Sjálfur hef ég hinsvegar fylgst með því hvernig fólki er smalað inn í flokka. „Ekkert mál. Skráir þig bara úr flokknum eftir prófkjör – bara eftir helgina.“ Hvað verður um fóstbræðralagið þá? Hve dýr eru böndin?Áhrifaöfl í flokkumÚtgerðarmenn hafa margir verið í mjög sérstakri stöðu vegna þess hve óheppilegt og misheppnað kvótakerfi er í fiskveiðum í landinu. Útgerðarmenn eru ekki verri eða betri en annað fólk, þeir eru mikilvægur þáttur í þeim þráðum sem landið okkar er ofið úr, atvinnulífi og samfélagi. Margir útgerðarmenn hafa þó að mínu mati misnotað Sjálfstæðisflokkinn í þágu útgerðanna. Það fólk hefur nánast farið með flokkinn eins og gólftusku, skemmt flokkinn. Þeir halda sumir að ég sé að eyðileggja partýið, en það er akkúrat þveröfugt.Ævin í stjórnmálumÉg þekki ekki mína framtíð í stjórnmálum og stjórnmálaflokkum, það verður hinsvegar aldrei þannig að ég telji mig æviráðinn í stjórnmálaflokk. Ef flokkur hefur á endanum ekki þau samfélagslegu markmið sem ég tel þörf á að vinna að þá hlýt ég að snúa mér annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Halldór Halldórsson Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég hef komist að því í gegnum tíðina að fólk leggur mjög ólíka merkingu í þátttöku í stjórnmálaflokkum. Dæmigerð skilgreining á stjórnmálaflokkum er að þeir séu samtök fólks sem vinnur að sameiginlegum markmiðum með því að ná pólitískum áhrifum og beita þeim. Fólk er í stjórnmálaflokkum af ólíkum ástæðum. Sumir vilja bæta samfélagið, aðrir vilja berjast fyrir sínum prívat hagsmunum, einhverjir telja flokksvistina ættarskyldu sína – nánast arfgenga, svo eru einhverjir sem vilja bara vera í liðinu – svona eins og í fótboltanum, en er alveg sama um stjórnmál. Sjálfur lít ég á þátttöku mína í stjórnmálaflokki sem vettvang til að vinna að betra samfélagi eftir ákveðnum grundvallar hugsjónum. Flokkar geta auðvitað haft önnur markmið en betra samfélag. Þar að auki lítur hver sínum augum á silfrið og því getur fólk upplifað sama stjórnmálaflokkinn og markmið hans með mjög ólíkum hætti.FóstbræðralagiðEinhverjir virðast líta á flokka sem einskonar fóstbræðralag, eins og blóði sé blandað og flokkinn skuli verja út í rauðan dauðann – taka þá jafnvel ekkert tillit til þess þó flokkurinn vinni gegn félögum sínum eða samfélagi. Fyrir þessu fólki er það jafnvel heilög skylda að vera í flokknum, kjósa hann – alveg sama hvað hann býður upp á. Ég hef stundum á tilfinningunni að þeir sem reyna að blása öðrum þessi blóðbönd í brjóst beri enga sérstaka virðingu fyrir því að flokksmenn allir komi að stefnumótun flokksins. Áhrifamesta fólkið í stefnumótun stjórnmálaflokka er ekkert endilega allt að hugsa um þetta „fóstbræðralag“. Það getur þess vegna verið hugsa um hugðarefni sín eða hagsmuni, án tillits til þess hvort flokkurinn standi sterkari eða veikari eftir. Maður hefur heyrt um að fólk hafi verið skráð í flokk án sinnar vitundar, þó ég telji það heyra til mikilla undantekninga og kannski hefur það ekki gerst í tugi ára. Sjálfur hef ég hinsvegar fylgst með því hvernig fólki er smalað inn í flokka. „Ekkert mál. Skráir þig bara úr flokknum eftir prófkjör – bara eftir helgina.“ Hvað verður um fóstbræðralagið þá? Hve dýr eru böndin?Áhrifaöfl í flokkumÚtgerðarmenn hafa margir verið í mjög sérstakri stöðu vegna þess hve óheppilegt og misheppnað kvótakerfi er í fiskveiðum í landinu. Útgerðarmenn eru ekki verri eða betri en annað fólk, þeir eru mikilvægur þáttur í þeim þráðum sem landið okkar er ofið úr, atvinnulífi og samfélagi. Margir útgerðarmenn hafa þó að mínu mati misnotað Sjálfstæðisflokkinn í þágu útgerðanna. Það fólk hefur nánast farið með flokkinn eins og gólftusku, skemmt flokkinn. Þeir halda sumir að ég sé að eyðileggja partýið, en það er akkúrat þveröfugt.Ævin í stjórnmálumÉg þekki ekki mína framtíð í stjórnmálum og stjórnmálaflokkum, það verður hinsvegar aldrei þannig að ég telji mig æviráðinn í stjórnmálaflokk. Ef flokkur hefur á endanum ekki þau samfélagslegu markmið sem ég tel þörf á að vinna að þá hlýt ég að snúa mér annað.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun