Heimdallur gagnrýnir tillögur Samfylkingar í húsnæðismálum Randver Kári Randversson skrifar 23. maí 2014 11:53 Ingvar Smári Birgisson, formaður Heimdallar. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, gagnrýnir tillögur Samfylkingarinnar sem fela í sér að borgaryfirvöld fari í samkeppni á leigumarkaði. Félagið telur að borgaryfirvöld eigi ekki að vera í leigustarfsemi, heldur megi leysa húsnæðisvanda ungs fólks með markaðsmiðuðum lausnum. Fjölga þurfi íbúðum og lækka leiguverð. Þá telur félagið að afnám fjármagnstekjuskatts á leigutekjur myndi örva íslenskan leigumarkað og útrýma svartri leigu. Þetta kemur fram í ályktun frá Heimdalli um húsnæðismál ungs fólks í Reykjavík, en hún hjóðar svo í heild sinni:Ungt fólk á milli steins og sleggjuHeimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, harmar stöðu húsnæðismála ungs fólks. Yfir 1000 nemar eru á biðlista eftir stúdentaíbúðum og þúsundir fleiri í leit að húsnæði við hæfi.Staðan er sú í dag að það er mun dýrara fyrir ungt fólk að flytja að heiman en á árum áður. Velmeinandi, en íþyngjandi reglugerðir, lóðaskortur og háir skattar stuðla að háu húsnæðisverði svo erfitt er fyrir einkaaðila að koma til móts við þarfir ungs fólks sem vill ódýrt húsnæði. Ekki er langt síðan lóðaverð var 4% af byggingakostnaði en í dag er sami kostnaðarliður 17%. Einnig eru borguð jafnhá lóða- og gatnagerðargjöld vegna 35 fermetra íbúðar og 135 fermetra íbúðar, en vegna þess er hagstæðara að byggja stórar íbúðir fremur en smáar. Félagið bendir líka á að afnám fjármagnstekjuskatts á leigutekjur væri mikil örvun fyrir íslenskan leigumarkað og mundi útrýma svartri leigu.Að lokum vill félagið gagnrýna tillögur Samfylkingarinnar sem fela í sér að borgaryfirvöld fari í samkeppni á leigumarkaði. Borgaryfirvöld eiga svo sannarlega ekki að vera í leigustarfsemi, sérstaklega þegar hægt er að leysa húsnæðisvandann með markaðsmiðuðum lausnum án þess að blása út velferðarþjónustu hins opinbera, sem er alltof stór fyrir.Fjölga þarf íbúðum og lækka leiguverð - en ekki á kostnað skattgreiðenda. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurivision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, gagnrýnir tillögur Samfylkingarinnar sem fela í sér að borgaryfirvöld fari í samkeppni á leigumarkaði. Félagið telur að borgaryfirvöld eigi ekki að vera í leigustarfsemi, heldur megi leysa húsnæðisvanda ungs fólks með markaðsmiðuðum lausnum. Fjölga þurfi íbúðum og lækka leiguverð. Þá telur félagið að afnám fjármagnstekjuskatts á leigutekjur myndi örva íslenskan leigumarkað og útrýma svartri leigu. Þetta kemur fram í ályktun frá Heimdalli um húsnæðismál ungs fólks í Reykjavík, en hún hjóðar svo í heild sinni:Ungt fólk á milli steins og sleggjuHeimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, harmar stöðu húsnæðismála ungs fólks. Yfir 1000 nemar eru á biðlista eftir stúdentaíbúðum og þúsundir fleiri í leit að húsnæði við hæfi.Staðan er sú í dag að það er mun dýrara fyrir ungt fólk að flytja að heiman en á árum áður. Velmeinandi, en íþyngjandi reglugerðir, lóðaskortur og háir skattar stuðla að háu húsnæðisverði svo erfitt er fyrir einkaaðila að koma til móts við þarfir ungs fólks sem vill ódýrt húsnæði. Ekki er langt síðan lóðaverð var 4% af byggingakostnaði en í dag er sami kostnaðarliður 17%. Einnig eru borguð jafnhá lóða- og gatnagerðargjöld vegna 35 fermetra íbúðar og 135 fermetra íbúðar, en vegna þess er hagstæðara að byggja stórar íbúðir fremur en smáar. Félagið bendir líka á að afnám fjármagnstekjuskatts á leigutekjur væri mikil örvun fyrir íslenskan leigumarkað og mundi útrýma svartri leigu.Að lokum vill félagið gagnrýna tillögur Samfylkingarinnar sem fela í sér að borgaryfirvöld fari í samkeppni á leigumarkaði. Borgaryfirvöld eiga svo sannarlega ekki að vera í leigustarfsemi, sérstaklega þegar hægt er að leysa húsnæðisvandann með markaðsmiðuðum lausnum án þess að blása út velferðarþjónustu hins opinbera, sem er alltof stór fyrir.Fjölga þarf íbúðum og lækka leiguverð - en ekki á kostnað skattgreiðenda.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurivision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira