„Við erum ekki rasistar“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. maí 2014 22:30 „Við erum ekki rasistar,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sem skipar annað sæti lista Framsóknar og flugvallarsinna í Reykjavík. Hún lýsir yfir fullum stuðningi við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur sem oddvita flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talsverð óánægja meðal margra Framsóknarmanna vegna ummæla Sveinbjargar Birnu, en hún sagði í viðtali á Vísi í gær að hún vildi afturkalla úhlutun lóðar undir mosku við Suðurlandsbraut. Hallur Magnússon, fyrrverandi kosningastjóri Framsóknarflokksins, segir í grein sem birtist á Eyjunni að Sveinbjörg hefði forsmáð gildin umburðarlyndi og samvinnu sem Framsóknarflokkurinn hafi staðið fyrir um áratugaskeið. Hreiðar Eiríksson, sem skipar fimmta sæti lista flokksins, er hættur afskiptum af framboðinu vegna málsins og segir oddvitann ganga gegn stefnu flokksins. „Ég hef skilið stefnu flokksins þannig að flokkurinn standi fyrir einingu og samvinnu og vernd mannréttinda,“ segir Hreiðar. „Þetta framboð hefur varið í vegferð sem ég get ekki farið með í.“ Guðfinna Jóhanna skipar annað sæti Framsóknar og flugvallavina. Hún segir mikla einingu ríkja meðal frambjóðenda og að engin krafa hafi komið um að Sveinbjörg stígi til hliðar. „Nei, það hefur ekkert komið til tals, enda erum við öll fullir stuðningsmenn Sveinbjargar,“ segir Guðfinna. „Það eru ansi margir sem hafa komið á máli við okkur og lýst skoðun sinni að það sé ekki hægt að það hafi verið veitt frí lóð til trúfélags á meðan það er húsnæðisekkla í borginni. Það er ekki verið að hugsa um þá sem minna mega sín, það hefur verið lítil sem engin uppbygging á þessu kjörtímabili.“ Guðfinna segir Framsóknarmenn ekki hræðast slæmt umtal. „Fólk þorir ekki að tala um þessa hluti,“ segir hún. „Það er hrætt við umræðuna, að vera stimplaðir sem rasistar og fá heilan her á Facebook og blogginu og athugasemdakerfum dagblaðanna að segja að fólk sé rasistar. En við virðum, í Framsókn og flugvallarvinum, trúfrelsi. Við erum ekki rasistar.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Oddviti Framsóknar og flugvallarvina með sólópróf í flugi Segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. 30. apríl 2014 20:57 Oddviti Framsóknar sakar Láru Hönnu um einelti „Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. 15. maí 2014 22:07 Sveinbjörg Birna oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir skömmu. 29. apríl 2014 20:27 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
„Við erum ekki rasistar,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sem skipar annað sæti lista Framsóknar og flugvallarsinna í Reykjavík. Hún lýsir yfir fullum stuðningi við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur sem oddvita flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talsverð óánægja meðal margra Framsóknarmanna vegna ummæla Sveinbjargar Birnu, en hún sagði í viðtali á Vísi í gær að hún vildi afturkalla úhlutun lóðar undir mosku við Suðurlandsbraut. Hallur Magnússon, fyrrverandi kosningastjóri Framsóknarflokksins, segir í grein sem birtist á Eyjunni að Sveinbjörg hefði forsmáð gildin umburðarlyndi og samvinnu sem Framsóknarflokkurinn hafi staðið fyrir um áratugaskeið. Hreiðar Eiríksson, sem skipar fimmta sæti lista flokksins, er hættur afskiptum af framboðinu vegna málsins og segir oddvitann ganga gegn stefnu flokksins. „Ég hef skilið stefnu flokksins þannig að flokkurinn standi fyrir einingu og samvinnu og vernd mannréttinda,“ segir Hreiðar. „Þetta framboð hefur varið í vegferð sem ég get ekki farið með í.“ Guðfinna Jóhanna skipar annað sæti Framsóknar og flugvallavina. Hún segir mikla einingu ríkja meðal frambjóðenda og að engin krafa hafi komið um að Sveinbjörg stígi til hliðar. „Nei, það hefur ekkert komið til tals, enda erum við öll fullir stuðningsmenn Sveinbjargar,“ segir Guðfinna. „Það eru ansi margir sem hafa komið á máli við okkur og lýst skoðun sinni að það sé ekki hægt að það hafi verið veitt frí lóð til trúfélags á meðan það er húsnæðisekkla í borginni. Það er ekki verið að hugsa um þá sem minna mega sín, það hefur verið lítil sem engin uppbygging á þessu kjörtímabili.“ Guðfinna segir Framsóknarmenn ekki hræðast slæmt umtal. „Fólk þorir ekki að tala um þessa hluti,“ segir hún. „Það er hrætt við umræðuna, að vera stimplaðir sem rasistar og fá heilan her á Facebook og blogginu og athugasemdakerfum dagblaðanna að segja að fólk sé rasistar. En við virðum, í Framsókn og flugvallarvinum, trúfrelsi. Við erum ekki rasistar.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Oddviti Framsóknar og flugvallarvina með sólópróf í flugi Segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. 30. apríl 2014 20:57 Oddviti Framsóknar sakar Láru Hönnu um einelti „Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. 15. maí 2014 22:07 Sveinbjörg Birna oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir skömmu. 29. apríl 2014 20:27 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15
Oddviti Framsóknar og flugvallarvina með sólópróf í flugi Segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. 30. apríl 2014 20:57
Oddviti Framsóknar sakar Láru Hönnu um einelti „Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. 15. maí 2014 22:07
Sveinbjörg Birna oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir skömmu. 29. apríl 2014 20:27
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08
Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46