„Við erum ekki rasistar“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. maí 2014 22:30 „Við erum ekki rasistar,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sem skipar annað sæti lista Framsóknar og flugvallarsinna í Reykjavík. Hún lýsir yfir fullum stuðningi við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur sem oddvita flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talsverð óánægja meðal margra Framsóknarmanna vegna ummæla Sveinbjargar Birnu, en hún sagði í viðtali á Vísi í gær að hún vildi afturkalla úhlutun lóðar undir mosku við Suðurlandsbraut. Hallur Magnússon, fyrrverandi kosningastjóri Framsóknarflokksins, segir í grein sem birtist á Eyjunni að Sveinbjörg hefði forsmáð gildin umburðarlyndi og samvinnu sem Framsóknarflokkurinn hafi staðið fyrir um áratugaskeið. Hreiðar Eiríksson, sem skipar fimmta sæti lista flokksins, er hættur afskiptum af framboðinu vegna málsins og segir oddvitann ganga gegn stefnu flokksins. „Ég hef skilið stefnu flokksins þannig að flokkurinn standi fyrir einingu og samvinnu og vernd mannréttinda,“ segir Hreiðar. „Þetta framboð hefur varið í vegferð sem ég get ekki farið með í.“ Guðfinna Jóhanna skipar annað sæti Framsóknar og flugvallavina. Hún segir mikla einingu ríkja meðal frambjóðenda og að engin krafa hafi komið um að Sveinbjörg stígi til hliðar. „Nei, það hefur ekkert komið til tals, enda erum við öll fullir stuðningsmenn Sveinbjargar,“ segir Guðfinna. „Það eru ansi margir sem hafa komið á máli við okkur og lýst skoðun sinni að það sé ekki hægt að það hafi verið veitt frí lóð til trúfélags á meðan það er húsnæðisekkla í borginni. Það er ekki verið að hugsa um þá sem minna mega sín, það hefur verið lítil sem engin uppbygging á þessu kjörtímabili.“ Guðfinna segir Framsóknarmenn ekki hræðast slæmt umtal. „Fólk þorir ekki að tala um þessa hluti,“ segir hún. „Það er hrætt við umræðuna, að vera stimplaðir sem rasistar og fá heilan her á Facebook og blogginu og athugasemdakerfum dagblaðanna að segja að fólk sé rasistar. En við virðum, í Framsókn og flugvallarvinum, trúfrelsi. Við erum ekki rasistar.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Oddviti Framsóknar og flugvallarvina með sólópróf í flugi Segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. 30. apríl 2014 20:57 Oddviti Framsóknar sakar Láru Hönnu um einelti „Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. 15. maí 2014 22:07 Sveinbjörg Birna oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir skömmu. 29. apríl 2014 20:27 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Við erum ekki rasistar,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sem skipar annað sæti lista Framsóknar og flugvallarsinna í Reykjavík. Hún lýsir yfir fullum stuðningi við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur sem oddvita flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talsverð óánægja meðal margra Framsóknarmanna vegna ummæla Sveinbjargar Birnu, en hún sagði í viðtali á Vísi í gær að hún vildi afturkalla úhlutun lóðar undir mosku við Suðurlandsbraut. Hallur Magnússon, fyrrverandi kosningastjóri Framsóknarflokksins, segir í grein sem birtist á Eyjunni að Sveinbjörg hefði forsmáð gildin umburðarlyndi og samvinnu sem Framsóknarflokkurinn hafi staðið fyrir um áratugaskeið. Hreiðar Eiríksson, sem skipar fimmta sæti lista flokksins, er hættur afskiptum af framboðinu vegna málsins og segir oddvitann ganga gegn stefnu flokksins. „Ég hef skilið stefnu flokksins þannig að flokkurinn standi fyrir einingu og samvinnu og vernd mannréttinda,“ segir Hreiðar. „Þetta framboð hefur varið í vegferð sem ég get ekki farið með í.“ Guðfinna Jóhanna skipar annað sæti Framsóknar og flugvallavina. Hún segir mikla einingu ríkja meðal frambjóðenda og að engin krafa hafi komið um að Sveinbjörg stígi til hliðar. „Nei, það hefur ekkert komið til tals, enda erum við öll fullir stuðningsmenn Sveinbjargar,“ segir Guðfinna. „Það eru ansi margir sem hafa komið á máli við okkur og lýst skoðun sinni að það sé ekki hægt að það hafi verið veitt frí lóð til trúfélags á meðan það er húsnæðisekkla í borginni. Það er ekki verið að hugsa um þá sem minna mega sín, það hefur verið lítil sem engin uppbygging á þessu kjörtímabili.“ Guðfinna segir Framsóknarmenn ekki hræðast slæmt umtal. „Fólk þorir ekki að tala um þessa hluti,“ segir hún. „Það er hrætt við umræðuna, að vera stimplaðir sem rasistar og fá heilan her á Facebook og blogginu og athugasemdakerfum dagblaðanna að segja að fólk sé rasistar. En við virðum, í Framsókn og flugvallarvinum, trúfrelsi. Við erum ekki rasistar.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Oddviti Framsóknar og flugvallarvina með sólópróf í flugi Segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. 30. apríl 2014 20:57 Oddviti Framsóknar sakar Láru Hönnu um einelti „Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. 15. maí 2014 22:07 Sveinbjörg Birna oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir skömmu. 29. apríl 2014 20:27 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15
Oddviti Framsóknar og flugvallarvina með sólópróf í flugi Segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. 30. apríl 2014 20:57
Oddviti Framsóknar sakar Láru Hönnu um einelti „Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. 15. maí 2014 22:07
Sveinbjörg Birna oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir skömmu. 29. apríl 2014 20:27
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08
Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46