Rory McIlroy sigraði á BMW PGA meistaramótinu eftir frábæran lokahring 25. maí 2014 19:38 McIlroy sigraði á sínu fyrsta móti á tímabilinu í dag. AP/Getty Rory McIlroy sigraði á BMW PGA meistaramótinu á ævintýralegan hátt í dag en Norður-Írinn ungi vann upp sjö högga forystu Danans Thomas Björn á lokahringnum. McIlroy var átta höggum undir pari fyrir lokahringinn sem hann lék Wentworth völlinn á 66 höggum eða sex undir pari og endaði hann því á 14 höggum undir pari í heildina. Björn hafði leitt mótið frá fyrsta hring og hóf daginn á 15 höggum undir en hann fann sig alls ekki í dag, lék á 75 höggum eða þremur yfir pari og endaði því mótið á 12 höggum undir pari. Hann endaði jafn í þriðja sæti ásamt Luke Donald en Írinn Shane Lowry krækti í annað sætið eftir hring upp á 68 högg í dag. Sigurinn hjá McIlroy í dag er hans fyrsti á tímabilinu en hann hefur átt erfitt uppdráttar í einkalífinu að undanförnu eftir að flosnaði upp úr sambandi hans við dönsku tenniskonuna Caroline Wozniacki. Það virðist þó ekki hafa haft slæm áhrif á leik hans en McIlroy lék frábært golf alla helgina og gæti hæglega verið að nálgast sitt besta form nú þegar US Open nálgast óðfluga. Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy sigraði á BMW PGA meistaramótinu á ævintýralegan hátt í dag en Norður-Írinn ungi vann upp sjö högga forystu Danans Thomas Björn á lokahringnum. McIlroy var átta höggum undir pari fyrir lokahringinn sem hann lék Wentworth völlinn á 66 höggum eða sex undir pari og endaði hann því á 14 höggum undir pari í heildina. Björn hafði leitt mótið frá fyrsta hring og hóf daginn á 15 höggum undir en hann fann sig alls ekki í dag, lék á 75 höggum eða þremur yfir pari og endaði því mótið á 12 höggum undir pari. Hann endaði jafn í þriðja sæti ásamt Luke Donald en Írinn Shane Lowry krækti í annað sætið eftir hring upp á 68 högg í dag. Sigurinn hjá McIlroy í dag er hans fyrsti á tímabilinu en hann hefur átt erfitt uppdráttar í einkalífinu að undanförnu eftir að flosnaði upp úr sambandi hans við dönsku tenniskonuna Caroline Wozniacki. Það virðist þó ekki hafa haft slæm áhrif á leik hans en McIlroy lék frábært golf alla helgina og gæti hæglega verið að nálgast sitt besta form nú þegar US Open nálgast óðfluga.
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira