Yfirlýsing: Frásögn Berserkja nokkuð einhliða 27. maí 2014 14:50 Meistaraflokkur Grundarfjarðar hefur gefið frá sér yfirlýsingu í ljósi ásakana Berserkja um atvik eftir leik liðanna í gærkvöldi. Að sögn stjórnar meistaraflokks Grundarfjarðar er um einhliða lýsingu á atvikinu að ræða sem komi niður á sannleiksgildi sögunnar. Benda þeir einnig á að Berserkir gætu ekki kvartað undan aðstæðum enda hafi Grundarfjörður lagt til að færa leikinn á sunnudaginn þegar aðstæður voru betri. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan.„Yfirlýsing Meistaraflokks Grundarfjarðar Stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar í knattspyrnu harmar mjög það atvik er varð eftir leik Grundarfjarðar og Berserkja mánudagskvöldið 26. maí síðastliðið. Einnig finnst okkur yfirlýsing gestaliðsins er birtist á fésbókarsíðu þeirra nokkuð einhliða þar sem að Kristinn Aron Hjartarson er sakaður um ósæmilega hegðun. Yfirleitt er einhver forsaga að svona en það þóknast þeim ekki að minnast á að 5-6 leikmanna þeirra hópast að fyrirliða Grundarfjarðarliðsins og svo að öðrum leikmönnum fyrir utan klefa okkar. Þar var Kristinn kallaður öllum illum og ósæmilegum nöfnum í vitna viðurvist en þar var einmitt ungur sonur Kristins staddur. Þurftu starfsmenn leiksins að skakka leikinn og er þetta hvorugu liði til framdráttar. Einnig setja stjórnarmenn Berserkja út á aðstæður til knattspyrnuiðkunar en þær voru vægast sagt ekki góðar, en það á samt við um bæði lið en ekki bara gestaliðið eins og þeir gefa í skyn á fésbókarsíðu sinni. Tilvitnun: "Þessar aðstæður hentuðu knattspyrnuliðinu sem mætti til leiks illa." Tilvitnun lýkur. Það er ekki eins og leikmenn Grundarfjarðar séu vanir að spila við slíkar aðstæður og því hentaði þetta báðum liðum jafn illa. Það má líka geta þess að leikmönnum Berserkja bauðst að mæta á sunnudeginum 25. Maí þar sem að veðurspá var góð og var hið besta knattspyrnuveður, logn og smá rigning. En þeim þóknaðist ekki að mæta á sunnudeginum og vildu heldur mæta á mánudeginum þar sem að veðurspáin var svipuð og á laugardeginum þegar að leiknum var frestað. Við í stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar vonum að menn læri af þessu og láti skapið ekki hlaupa með sig í gönur eins og þarna gerðist. Einnig vonumst við til að veðrið verði skárra í þeim leikjum sem eftir eru í sumar. Með virðingu og vinsemd. Meistaraflokksráð Grundarfjarðar“ Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Meistaraflokkur Grundarfjarðar hefur gefið frá sér yfirlýsingu í ljósi ásakana Berserkja um atvik eftir leik liðanna í gærkvöldi. Að sögn stjórnar meistaraflokks Grundarfjarðar er um einhliða lýsingu á atvikinu að ræða sem komi niður á sannleiksgildi sögunnar. Benda þeir einnig á að Berserkir gætu ekki kvartað undan aðstæðum enda hafi Grundarfjörður lagt til að færa leikinn á sunnudaginn þegar aðstæður voru betri. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan.„Yfirlýsing Meistaraflokks Grundarfjarðar Stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar í knattspyrnu harmar mjög það atvik er varð eftir leik Grundarfjarðar og Berserkja mánudagskvöldið 26. maí síðastliðið. Einnig finnst okkur yfirlýsing gestaliðsins er birtist á fésbókarsíðu þeirra nokkuð einhliða þar sem að Kristinn Aron Hjartarson er sakaður um ósæmilega hegðun. Yfirleitt er einhver forsaga að svona en það þóknast þeim ekki að minnast á að 5-6 leikmanna þeirra hópast að fyrirliða Grundarfjarðarliðsins og svo að öðrum leikmönnum fyrir utan klefa okkar. Þar var Kristinn kallaður öllum illum og ósæmilegum nöfnum í vitna viðurvist en þar var einmitt ungur sonur Kristins staddur. Þurftu starfsmenn leiksins að skakka leikinn og er þetta hvorugu liði til framdráttar. Einnig setja stjórnarmenn Berserkja út á aðstæður til knattspyrnuiðkunar en þær voru vægast sagt ekki góðar, en það á samt við um bæði lið en ekki bara gestaliðið eins og þeir gefa í skyn á fésbókarsíðu sinni. Tilvitnun: "Þessar aðstæður hentuðu knattspyrnuliðinu sem mætti til leiks illa." Tilvitnun lýkur. Það er ekki eins og leikmenn Grundarfjarðar séu vanir að spila við slíkar aðstæður og því hentaði þetta báðum liðum jafn illa. Það má líka geta þess að leikmönnum Berserkja bauðst að mæta á sunnudeginum 25. Maí þar sem að veðurspá var góð og var hið besta knattspyrnuveður, logn og smá rigning. En þeim þóknaðist ekki að mæta á sunnudeginum og vildu heldur mæta á mánudeginum þar sem að veðurspáin var svipuð og á laugardeginum þegar að leiknum var frestað. Við í stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar vonum að menn læri af þessu og láti skapið ekki hlaupa með sig í gönur eins og þarna gerðist. Einnig vonumst við til að veðrið verði skárra í þeim leikjum sem eftir eru í sumar. Með virðingu og vinsemd. Meistaraflokksráð Grundarfjarðar“
Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira