Yfirlýsing: Frásögn Berserkja nokkuð einhliða 27. maí 2014 14:50 Meistaraflokkur Grundarfjarðar hefur gefið frá sér yfirlýsingu í ljósi ásakana Berserkja um atvik eftir leik liðanna í gærkvöldi. Að sögn stjórnar meistaraflokks Grundarfjarðar er um einhliða lýsingu á atvikinu að ræða sem komi niður á sannleiksgildi sögunnar. Benda þeir einnig á að Berserkir gætu ekki kvartað undan aðstæðum enda hafi Grundarfjörður lagt til að færa leikinn á sunnudaginn þegar aðstæður voru betri. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan.„Yfirlýsing Meistaraflokks Grundarfjarðar Stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar í knattspyrnu harmar mjög það atvik er varð eftir leik Grundarfjarðar og Berserkja mánudagskvöldið 26. maí síðastliðið. Einnig finnst okkur yfirlýsing gestaliðsins er birtist á fésbókarsíðu þeirra nokkuð einhliða þar sem að Kristinn Aron Hjartarson er sakaður um ósæmilega hegðun. Yfirleitt er einhver forsaga að svona en það þóknast þeim ekki að minnast á að 5-6 leikmanna þeirra hópast að fyrirliða Grundarfjarðarliðsins og svo að öðrum leikmönnum fyrir utan klefa okkar. Þar var Kristinn kallaður öllum illum og ósæmilegum nöfnum í vitna viðurvist en þar var einmitt ungur sonur Kristins staddur. Þurftu starfsmenn leiksins að skakka leikinn og er þetta hvorugu liði til framdráttar. Einnig setja stjórnarmenn Berserkja út á aðstæður til knattspyrnuiðkunar en þær voru vægast sagt ekki góðar, en það á samt við um bæði lið en ekki bara gestaliðið eins og þeir gefa í skyn á fésbókarsíðu sinni. Tilvitnun: "Þessar aðstæður hentuðu knattspyrnuliðinu sem mætti til leiks illa." Tilvitnun lýkur. Það er ekki eins og leikmenn Grundarfjarðar séu vanir að spila við slíkar aðstæður og því hentaði þetta báðum liðum jafn illa. Það má líka geta þess að leikmönnum Berserkja bauðst að mæta á sunnudeginum 25. Maí þar sem að veðurspá var góð og var hið besta knattspyrnuveður, logn og smá rigning. En þeim þóknaðist ekki að mæta á sunnudeginum og vildu heldur mæta á mánudeginum þar sem að veðurspáin var svipuð og á laugardeginum þegar að leiknum var frestað. Við í stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar vonum að menn læri af þessu og láti skapið ekki hlaupa með sig í gönur eins og þarna gerðist. Einnig vonumst við til að veðrið verði skárra í þeim leikjum sem eftir eru í sumar. Með virðingu og vinsemd. Meistaraflokksráð Grundarfjarðar“ Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Meistaraflokkur Grundarfjarðar hefur gefið frá sér yfirlýsingu í ljósi ásakana Berserkja um atvik eftir leik liðanna í gærkvöldi. Að sögn stjórnar meistaraflokks Grundarfjarðar er um einhliða lýsingu á atvikinu að ræða sem komi niður á sannleiksgildi sögunnar. Benda þeir einnig á að Berserkir gætu ekki kvartað undan aðstæðum enda hafi Grundarfjörður lagt til að færa leikinn á sunnudaginn þegar aðstæður voru betri. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan.„Yfirlýsing Meistaraflokks Grundarfjarðar Stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar í knattspyrnu harmar mjög það atvik er varð eftir leik Grundarfjarðar og Berserkja mánudagskvöldið 26. maí síðastliðið. Einnig finnst okkur yfirlýsing gestaliðsins er birtist á fésbókarsíðu þeirra nokkuð einhliða þar sem að Kristinn Aron Hjartarson er sakaður um ósæmilega hegðun. Yfirleitt er einhver forsaga að svona en það þóknast þeim ekki að minnast á að 5-6 leikmanna þeirra hópast að fyrirliða Grundarfjarðarliðsins og svo að öðrum leikmönnum fyrir utan klefa okkar. Þar var Kristinn kallaður öllum illum og ósæmilegum nöfnum í vitna viðurvist en þar var einmitt ungur sonur Kristins staddur. Þurftu starfsmenn leiksins að skakka leikinn og er þetta hvorugu liði til framdráttar. Einnig setja stjórnarmenn Berserkja út á aðstæður til knattspyrnuiðkunar en þær voru vægast sagt ekki góðar, en það á samt við um bæði lið en ekki bara gestaliðið eins og þeir gefa í skyn á fésbókarsíðu sinni. Tilvitnun: "Þessar aðstæður hentuðu knattspyrnuliðinu sem mætti til leiks illa." Tilvitnun lýkur. Það er ekki eins og leikmenn Grundarfjarðar séu vanir að spila við slíkar aðstæður og því hentaði þetta báðum liðum jafn illa. Það má líka geta þess að leikmönnum Berserkja bauðst að mæta á sunnudeginum 25. Maí þar sem að veðurspá var góð og var hið besta knattspyrnuveður, logn og smá rigning. En þeim þóknaðist ekki að mæta á sunnudeginum og vildu heldur mæta á mánudeginum þar sem að veðurspáin var svipuð og á laugardeginum þegar að leiknum var frestað. Við í stjórn meistaraflokks Grundarfjarðar vonum að menn læri af þessu og láti skapið ekki hlaupa með sig í gönur eins og þarna gerðist. Einnig vonumst við til að veðrið verði skárra í þeim leikjum sem eftir eru í sumar. Með virðingu og vinsemd. Meistaraflokksráð Grundarfjarðar“
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann