Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2014 17:45 Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni. Vísir/Getty „Það var haft samband við okkur seint í gærkvöldi og við látnir vita að Ryan LaFlare hafi meitt sig á hné og þurfti að draga sig út úr bardaganum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans GunnarsNelson.Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Gunnar fengið nýjan mótherja á UFC-bardagakvöldinu í Dyflinni 19. júlí. Ryan LaFlare þurfti að hætta við og í staðinn mætir Gunnar öðrum Bandaríkjamanni, Zak Cummings. „Zak er glímumaður eins og Ryan og ósigraður í UFC þar sem hann hefur barist tvisvar. Hann er ekki jafnhátt skrifaður og LaFlare en alls ekki síðri bardagamaður,“ segir Haraldur. Ryan LaFlare hefur barist ellefu sinnum í blönduðum bardagalistum, MMA, og unnið alla bardagana, þar af fjóra í UFC (alla á dómaraúrskurði). Zak Cummings er öllu reyndari þrátt fyrir að vera árinu yngri en LaFlare, 29 ára. Hann á að baki 20 bardaga í MMA (17-3), þar af tvo í UFC. Annan vann hann á dómaraúrskurði en hinn með hengingu í fyrstu lotu. Cummings hengdi Benny Alloway í bardaga þeirra á UFC-kvöldi í fyrra en LaFlare hefur einnig barist við Alloway og kláraði hann á dómaraúrskurði. „Við hefðum væntanlega getað hafnað bardaganum en það er engin ástæða til þess. Zak er verðugur andstæðingur þó svo það hefði verið gaman að berjast við LaFlare. Zak hefur unnið 17 bardaga og náði á sínum tíma að vinna tíu bardaga í röð. Hann er mun reyndari andstæðingur og hefur rotað fleiri,“ segir Haraldur. Það er ekki óalgengt að bardagamenn dragi sig úr keppni vegna meiðsla eins og Gunnar þekkir sjálfur of vel. Bæði hefur hann lent í því að skipt hefur verið 2-3 sinnum um andstæðing og þá hefur hann sjálfur þurft að hætta við bardaga vegna meiðsla. „Þetta er eins og Gunnar hefur alltaf sagt, það er ekkert sniðugt að æfa fyrir einhvern sérstakan andstæðing. Maður veit aldrei á móti hverjum maður berst á endanum. Þú gæti verið að æfa fyrir bardaga á móti glímukappa en endar á að mæta einhverjum boxara,“ segir Haraldur Dean Nelson.Bardagi Gunnars Nelson í Dyflinni 19. júlí verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira
„Það var haft samband við okkur seint í gærkvöldi og við látnir vita að Ryan LaFlare hafi meitt sig á hné og þurfti að draga sig út úr bardaganum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans GunnarsNelson.Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Gunnar fengið nýjan mótherja á UFC-bardagakvöldinu í Dyflinni 19. júlí. Ryan LaFlare þurfti að hætta við og í staðinn mætir Gunnar öðrum Bandaríkjamanni, Zak Cummings. „Zak er glímumaður eins og Ryan og ósigraður í UFC þar sem hann hefur barist tvisvar. Hann er ekki jafnhátt skrifaður og LaFlare en alls ekki síðri bardagamaður,“ segir Haraldur. Ryan LaFlare hefur barist ellefu sinnum í blönduðum bardagalistum, MMA, og unnið alla bardagana, þar af fjóra í UFC (alla á dómaraúrskurði). Zak Cummings er öllu reyndari þrátt fyrir að vera árinu yngri en LaFlare, 29 ára. Hann á að baki 20 bardaga í MMA (17-3), þar af tvo í UFC. Annan vann hann á dómaraúrskurði en hinn með hengingu í fyrstu lotu. Cummings hengdi Benny Alloway í bardaga þeirra á UFC-kvöldi í fyrra en LaFlare hefur einnig barist við Alloway og kláraði hann á dómaraúrskurði. „Við hefðum væntanlega getað hafnað bardaganum en það er engin ástæða til þess. Zak er verðugur andstæðingur þó svo það hefði verið gaman að berjast við LaFlare. Zak hefur unnið 17 bardaga og náði á sínum tíma að vinna tíu bardaga í röð. Hann er mun reyndari andstæðingur og hefur rotað fleiri,“ segir Haraldur. Það er ekki óalgengt að bardagamenn dragi sig úr keppni vegna meiðsla eins og Gunnar þekkir sjálfur of vel. Bæði hefur hann lent í því að skipt hefur verið 2-3 sinnum um andstæðing og þá hefur hann sjálfur þurft að hætta við bardaga vegna meiðsla. „Þetta er eins og Gunnar hefur alltaf sagt, það er ekkert sniðugt að æfa fyrir einhvern sérstakan andstæðing. Maður veit aldrei á móti hverjum maður berst á endanum. Þú gæti verið að æfa fyrir bardaga á móti glímukappa en endar á að mæta einhverjum boxara,“ segir Haraldur Dean Nelson.Bardagi Gunnars Nelson í Dyflinni 19. júlí verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira
Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05