„Hér er á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi" Stefán Árni Pálsson skrifar 11. maí 2014 23:24 Hjálmar Hjálmarsson. Bragi Mikaelsson, umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, krafðist þess á fundi kjörstjórnar bæjarins að hann myndi fá afhent meðmælalista annarra framboða í bæjarfélagi. Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Hjálmar Hjálmarsson hjá Næstbesta flokknum í Kópavogi hafa sent frá sér yfirlýsingu varðandi beiðni Braga og fordæma þau hana. Fram kemur í yfirlýsingunni að beiðnin sé þess eðlis að verið sé að lýsa yfir vantrausti á störf kjörstjórnar í Kópavogi. „Í öðru lagi leyfum við að efast um að tilgangur beiðnar Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur í Kópavogi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem má lesa hér að neðan:Yfirlýsing frá umboðsmönnum Næstbestaflokksins í Kópavogi.Á fundi kjörstjórnar Kópavogs í dag óskaði umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins, Bragi Michaelsson eftir því að fá afhenta meðmælendalista annarra framboða í Kópavogi. Engar skýringar eða röksemdir fylgdu þessari beiðni umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins.Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því að kjörstjórn Kópavogs afhendi Sjálfstæðisflokknum þau til skoðunar. Undirrituð líta á meðmælandalista okkar sem eign framboðs Næstbestaflokksins til tímabundnar notkunar fyrir kjörstjórn á meðan yfirferð gagna stendur yfir. Kjörstjórn Kópavogs hefur nú yfirfarið meðmælendalista Næstbestaflokksins og úrskurðað framboðið hæft. Umboðsmenn Næstbestaflokksins óska eftir því að fá afhent frumrit af meðmælendalistum okkar framboðs þegar kjörstjórn hefur lokið notkun þeirra og að rafrænum gögnum þar að lútandi verði eytt sömuleiðis. Við treystum kjörstjórn til að halda trúnað varðandi upplýsingar sem í þessum gögnum kunna að finnast.Beiðni Braga Michaelssonar, umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins er í hæsta máta óeðlileg að okkar mati. Í fyrsta lagi lýsir hún miklu vantrausti á störf kjörstjórnar Kópavogs og gefur í skyn að stjórnarmenn kjörstjórnar séu ekki starfi sínu vaxnir. Í öðru lagi leyfum við að efast um að tilgangur beiðnar Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur í Kópavogi. Í þriðja lagi er nánast einsdæmi í seinni tíð að stjórnmálaflokkar óski eftir að fá að sjá meðmælendalista frá öðrum framboðum. Það er hluti af hinni gömlu og úreltu pólitík sem við héldum að væri liðin undir lok. En hún virðist lifa góðu lífi innan fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þessa dagana.Það er mikilvægur réttur okkar að geta stutt við hvaða framboð sem við viljum með undirskrift á meðmælendalista og þannig stuðlað að lýðræðislegri þáttöku í stjórnmálum. Þeir meðmælendur sem skrifuðu undir stuðning við framboð okkar gerðu það í þeirri góður trú að trúnaður væri virtur. Við álítum að umræddir meðmælendalistar eigi að vera milli hvers framboðs fyrir sig og kjörstjórnar og hvað á þeim stendur komi hvorki Braga Michaelssyni né Sjálfstæðisflokknum við.Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Hjálmar Hjálmarsson, umboðsmenn framboðslista Næstbestaflokksins í Kópavogi. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Bragi Mikaelsson, umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, krafðist þess á fundi kjörstjórnar bæjarins að hann myndi fá afhent meðmælalista annarra framboða í bæjarfélagi. Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Hjálmar Hjálmarsson hjá Næstbesta flokknum í Kópavogi hafa sent frá sér yfirlýsingu varðandi beiðni Braga og fordæma þau hana. Fram kemur í yfirlýsingunni að beiðnin sé þess eðlis að verið sé að lýsa yfir vantrausti á störf kjörstjórnar í Kópavogi. „Í öðru lagi leyfum við að efast um að tilgangur beiðnar Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur í Kópavogi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem má lesa hér að neðan:Yfirlýsing frá umboðsmönnum Næstbestaflokksins í Kópavogi.Á fundi kjörstjórnar Kópavogs í dag óskaði umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins, Bragi Michaelsson eftir því að fá afhenta meðmælendalista annarra framboða í Kópavogi. Engar skýringar eða röksemdir fylgdu þessari beiðni umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins.Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því að kjörstjórn Kópavogs afhendi Sjálfstæðisflokknum þau til skoðunar. Undirrituð líta á meðmælandalista okkar sem eign framboðs Næstbestaflokksins til tímabundnar notkunar fyrir kjörstjórn á meðan yfirferð gagna stendur yfir. Kjörstjórn Kópavogs hefur nú yfirfarið meðmælendalista Næstbestaflokksins og úrskurðað framboðið hæft. Umboðsmenn Næstbestaflokksins óska eftir því að fá afhent frumrit af meðmælendalistum okkar framboðs þegar kjörstjórn hefur lokið notkun þeirra og að rafrænum gögnum þar að lútandi verði eytt sömuleiðis. Við treystum kjörstjórn til að halda trúnað varðandi upplýsingar sem í þessum gögnum kunna að finnast.Beiðni Braga Michaelssonar, umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins er í hæsta máta óeðlileg að okkar mati. Í fyrsta lagi lýsir hún miklu vantrausti á störf kjörstjórnar Kópavogs og gefur í skyn að stjórnarmenn kjörstjórnar séu ekki starfi sínu vaxnir. Í öðru lagi leyfum við að efast um að tilgangur beiðnar Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur í Kópavogi. Í þriðja lagi er nánast einsdæmi í seinni tíð að stjórnmálaflokkar óski eftir að fá að sjá meðmælendalista frá öðrum framboðum. Það er hluti af hinni gömlu og úreltu pólitík sem við héldum að væri liðin undir lok. En hún virðist lifa góðu lífi innan fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þessa dagana.Það er mikilvægur réttur okkar að geta stutt við hvaða framboð sem við viljum með undirskrift á meðmælendalista og þannig stuðlað að lýðræðislegri þáttöku í stjórnmálum. Þeir meðmælendur sem skrifuðu undir stuðning við framboð okkar gerðu það í þeirri góður trú að trúnaður væri virtur. Við álítum að umræddir meðmælendalistar eigi að vera milli hvers framboðs fyrir sig og kjörstjórnar og hvað á þeim stendur komi hvorki Braga Michaelssyni né Sjálfstæðisflokknum við.Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Hjálmar Hjálmarsson, umboðsmenn framboðslista Næstbestaflokksins í Kópavogi.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira