Frambjóðendur Bjartrar framtíðar afgreiða ís ofan í borgarbúa Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. maí 2014 21:03 Oddvitinn tók sig vel út í búningnum. mynd/heiða kristín helgadóttir Frambjóðendur í fimm efstu sætum Bjartrar framtíðar í Reykjavík skófla nú ískúlum ofan í vöffluform og ílát borgarbúa í ísbúðinni Valdís. Vísir náði tali af Sigurði Birni Blöndal, oddvita listans. „Þetta er alveg hreint brjálað djobb, alveg vitlaust að gera,“ segir Sigurður og bætir því við að fólk bíði í röðum eftir ís en allir séu með bros á vör.“Elsa Yeoman, 2. sæti, og Sigurður Björn hafa nóg að gera.mynd/heiða kristín helgadóttirAðspurður hvernig það hafi komið til að frambjóðendurnir hafi ákveðið að afgreiða ís segir Sigurður hugmyndina hafa komið upp á einhverjum morgunfundinum. „Við erum alltaf að leita leiða til þess að kynna okkur þar sem við getum hitt fólk án þess að vera of uppáþrengjandi. Þá stakk einhver upp á því að við afgreiddum ís og gæfum öllum aukakúlu.“ Aukakúlan er að sögn Sigurðar „fjólublá bláberjakúla og alveg æðislega góð“ en það var Gylfi í Valdís sem bjó ísinn sérstaklega til fyrir uppákomuna. „Fólk er að fá sér alveg upp í fjórar kúlur, og þá er þetta yfirleitt síðasta kúlan.“ Sigurður segist vel geta hugsað sér að vinna í ísbúð, hvort sem hann verður borgarstjóri eða ekki, en hann hefur þó enga reynslu af því að afgreiða ís. Það hefur Eva Einarsdóttir, sem skipar fjórða sæti listans, hins vegar. „Hún vann í ísbúðinni í Kringlunni og var oftar en einu sinni starfsmaður mánaðarins. En við hin fáum mjög góða leiðsögn hjá starfsfólkinu. Svo góða að við hreinlega getum ekki gert mistök.“ Frambjóðendurnir ætla að standa vaktina í kvöld þar til ísinn klárast.Ilmur Kristjánsdóttir, 3. sæti (t.v.) og Eva Einarsdóttir, 4. sæti.mynd/heiða kristín helgadóttir Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Frambjóðendur í fimm efstu sætum Bjartrar framtíðar í Reykjavík skófla nú ískúlum ofan í vöffluform og ílát borgarbúa í ísbúðinni Valdís. Vísir náði tali af Sigurði Birni Blöndal, oddvita listans. „Þetta er alveg hreint brjálað djobb, alveg vitlaust að gera,“ segir Sigurður og bætir því við að fólk bíði í röðum eftir ís en allir séu með bros á vör.“Elsa Yeoman, 2. sæti, og Sigurður Björn hafa nóg að gera.mynd/heiða kristín helgadóttirAðspurður hvernig það hafi komið til að frambjóðendurnir hafi ákveðið að afgreiða ís segir Sigurður hugmyndina hafa komið upp á einhverjum morgunfundinum. „Við erum alltaf að leita leiða til þess að kynna okkur þar sem við getum hitt fólk án þess að vera of uppáþrengjandi. Þá stakk einhver upp á því að við afgreiddum ís og gæfum öllum aukakúlu.“ Aukakúlan er að sögn Sigurðar „fjólublá bláberjakúla og alveg æðislega góð“ en það var Gylfi í Valdís sem bjó ísinn sérstaklega til fyrir uppákomuna. „Fólk er að fá sér alveg upp í fjórar kúlur, og þá er þetta yfirleitt síðasta kúlan.“ Sigurður segist vel geta hugsað sér að vinna í ísbúð, hvort sem hann verður borgarstjóri eða ekki, en hann hefur þó enga reynslu af því að afgreiða ís. Það hefur Eva Einarsdóttir, sem skipar fjórða sæti listans, hins vegar. „Hún vann í ísbúðinni í Kringlunni og var oftar en einu sinni starfsmaður mánaðarins. En við hin fáum mjög góða leiðsögn hjá starfsfólkinu. Svo góða að við hreinlega getum ekki gert mistök.“ Frambjóðendurnir ætla að standa vaktina í kvöld þar til ísinn klárast.Ilmur Kristjánsdóttir, 3. sæti (t.v.) og Eva Einarsdóttir, 4. sæti.mynd/heiða kristín helgadóttir
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira